Allt í volli í dýragarðinum í Dallas: Dýr að sleppa og grunsamlegur dauðdagi hrægamms Bjarki Sigurðsson skrifar 1. febrúar 2023 10:24 Til vinstri má sjá keisaratamarin apa og til hægri er labbóttur hrægammur. Getty Dularfull hvörf og grunsamlegur dauðdag hrægamms í dýragarðinum í Dallas eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni í borginni. Í gær komst í ljós að tveimur keisaratamarin öpum hafði verið stolið úr garðinum en skömmu fyrir það fannst hrægammur sem lést dularfullum dauðdaga. Dýragarðurinn í Dallas er sá stærsti og elsti sinnar tegundar í Texas-ríki í Bandaríkjunum en honum var komið á laggirnar árið 1888. Þar búa yfir tvö þúsund dýr og heimsækja rúmlega milljón manns garðinn á ári hverju. Í janúar var greint frá því að hlébarði hafi sloppið úr búri sínu en hann fannst heill á húfi sama dag. Svo virtist sem gat hafi verið sagað á búr hlébarðans og hann þannig sloppið. Honum tókst ekki að koma sér úr garðinum sjálfum og fannst stuttu frá búrinu sínu. Þá fannst einnig gat á búri langur-apanna en engum þeirra tókst að sleppa. Í síðustu viku fannst labbóttur hrægammur, sem er í útrýmingarhættu, dauður í garðinum. Garðurinn bauð tíu þúsund dollara í verðlaun fyrir þá sem gætu veitt upplýsingar um dauða hans en á honum var „grunsamlegt sár“ sem talið er að hafa leitt hann til dauða. Það var síðan á mánudaginn sem enn einn dularfulli atburðurinn átti sér stað. Þá sluppu tveir keisaratamarin apar úr búri sínu eftir að sagað var gat á það. Lögregla taldi að öpunum hafi verið rænt. Þeir fundust síðan í gærkvöldi í skáp í yfirgefnu húsnæði um 26 kílómetrum frá Dallas. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins en lögreglan í Dallas bað í gær um aðstoð almennings við að finna mann sem talinn er eiga aðild að málinu. Dallas Police are looking for the public s help in identifying the pictured individual. Detectives are looking to speak with the man in regard to the two tamarin monkeys missing from the Dallas Zoo.Anyone with information- call 214-671-4509. pic.twitter.com/VVvvHFAdgJ— Dallas Police Dept (@DallasPD) January 31, 2023 Bandaríkin Dýr Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
Dýragarðurinn í Dallas er sá stærsti og elsti sinnar tegundar í Texas-ríki í Bandaríkjunum en honum var komið á laggirnar árið 1888. Þar búa yfir tvö þúsund dýr og heimsækja rúmlega milljón manns garðinn á ári hverju. Í janúar var greint frá því að hlébarði hafi sloppið úr búri sínu en hann fannst heill á húfi sama dag. Svo virtist sem gat hafi verið sagað á búr hlébarðans og hann þannig sloppið. Honum tókst ekki að koma sér úr garðinum sjálfum og fannst stuttu frá búrinu sínu. Þá fannst einnig gat á búri langur-apanna en engum þeirra tókst að sleppa. Í síðustu viku fannst labbóttur hrægammur, sem er í útrýmingarhættu, dauður í garðinum. Garðurinn bauð tíu þúsund dollara í verðlaun fyrir þá sem gætu veitt upplýsingar um dauða hans en á honum var „grunsamlegt sár“ sem talið er að hafa leitt hann til dauða. Það var síðan á mánudaginn sem enn einn dularfulli atburðurinn átti sér stað. Þá sluppu tveir keisaratamarin apar úr búri sínu eftir að sagað var gat á það. Lögregla taldi að öpunum hafi verið rænt. Þeir fundust síðan í gærkvöldi í skáp í yfirgefnu húsnæði um 26 kílómetrum frá Dallas. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins en lögreglan í Dallas bað í gær um aðstoð almennings við að finna mann sem talinn er eiga aðild að málinu. Dallas Police are looking for the public s help in identifying the pictured individual. Detectives are looking to speak with the man in regard to the two tamarin monkeys missing from the Dallas Zoo.Anyone with information- call 214-671-4509. pic.twitter.com/VVvvHFAdgJ— Dallas Police Dept (@DallasPD) January 31, 2023
Bandaríkin Dýr Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira