Kostar sitt ef þú ætlar að sjá LeBron slá stigametið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2023 15:31 LeBron James heldur alltaf í þá hefð sína að kasta upp púðri fyrir leiki. Hér gerir hann það fyrir leik Los Angeles Lakers í nótt. AP/Frank Franklin II) LeBron James nálgast óðum stigametið í NBA-deildinni og í nótt var hann með þrefalda tvennu í 129-123 sigri Los Angeles Lakers á New York Knicks. Hinn 38 ára gamli James var með 28 stig, 10 fráköst og 11 stoðsendingar í leiknum en allar þessar stoðsendingar þýddu að hann fór upp fyrir Steve Nash og upp í fjórða sætið á listanum yfir þá sem hafa gefið flestar stoðsendingar í sögu NBA-deildarinnar. View this post on Instagram A post shared by Basketball Forever (@basketballforever) Það er hins vegar stigametið sem flestir eru með augu á. Eftir þessa 28 stiga frammistöðu í nótt þá er James kominn með 38.299 stig og er því aðeins 89 stigum frá stigameti Kareem Abdul-Jabbar sem er 38.387 stig. LeBron er með 30,2 stig að meðaltali í leik í vetur en skoraði 34,2 stig í leik í janúar. Hann hefur átt átt fimm fjörutíu stiga leiki síðan að hann hélt upp á 38 ára afmælið sitt í lok desember. Það þýðir að hann gæti bara þurft þrjá leiki í viðbót til að slá metið. Næstu þrír leikir Lakers liðsins eru á útivelli á móti Indiana Pacers, á útivelli á móti New Orleans Pelicans og svo næsti heimaleikur sem er á móti Oklahoma City Thunder miðvikudaginn 8. febrúar næstkomandi eða eftir slétta viku. Það eru margir með augastað á þessum leik á móti Thunder liðinu og miðaverð á leikinn er farið upp úr öllu veldi. Miðar á leikinn eru núna komnir upp í 27 þúsund Bandaríkjadali eða 10,6 milljónir króna. Það gæti kostað sitt að verða vitni af þeirri sögulegu stund þegar James slær metið. Það sem eykur líkurnar á því að metið falli þetta kvöld er sú staðreynd að það eru hvíldardagar á milli allra leikjanna og að þegar James mætir í leikinn á móti OKC þá er Lakers liðið ekki búið að spila leik tvö kvöld í röð sem þykir nú mikið í leikjaálagi NBA-deildarinnar. LeBron tonight in the Lakers W: 28 PTS 10 REB 11 AST Moves to 4th all-time in assists 1st player ever with triple-double in season 2089 points to the all-time scoring record. pic.twitter.com/urkL55I9YI— NBA (@NBA) February 1, 2023 NBA Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Sjá meira
Hinn 38 ára gamli James var með 28 stig, 10 fráköst og 11 stoðsendingar í leiknum en allar þessar stoðsendingar þýddu að hann fór upp fyrir Steve Nash og upp í fjórða sætið á listanum yfir þá sem hafa gefið flestar stoðsendingar í sögu NBA-deildarinnar. View this post on Instagram A post shared by Basketball Forever (@basketballforever) Það er hins vegar stigametið sem flestir eru með augu á. Eftir þessa 28 stiga frammistöðu í nótt þá er James kominn með 38.299 stig og er því aðeins 89 stigum frá stigameti Kareem Abdul-Jabbar sem er 38.387 stig. LeBron er með 30,2 stig að meðaltali í leik í vetur en skoraði 34,2 stig í leik í janúar. Hann hefur átt átt fimm fjörutíu stiga leiki síðan að hann hélt upp á 38 ára afmælið sitt í lok desember. Það þýðir að hann gæti bara þurft þrjá leiki í viðbót til að slá metið. Næstu þrír leikir Lakers liðsins eru á útivelli á móti Indiana Pacers, á útivelli á móti New Orleans Pelicans og svo næsti heimaleikur sem er á móti Oklahoma City Thunder miðvikudaginn 8. febrúar næstkomandi eða eftir slétta viku. Það eru margir með augastað á þessum leik á móti Thunder liðinu og miðaverð á leikinn er farið upp úr öllu veldi. Miðar á leikinn eru núna komnir upp í 27 þúsund Bandaríkjadali eða 10,6 milljónir króna. Það gæti kostað sitt að verða vitni af þeirri sögulegu stund þegar James slær metið. Það sem eykur líkurnar á því að metið falli þetta kvöld er sú staðreynd að það eru hvíldardagar á milli allra leikjanna og að þegar James mætir í leikinn á móti OKC þá er Lakers liðið ekki búið að spila leik tvö kvöld í röð sem þykir nú mikið í leikjaálagi NBA-deildarinnar. LeBron tonight in the Lakers W: 28 PTS 10 REB 11 AST Moves to 4th all-time in assists 1st player ever with triple-double in season 2089 points to the all-time scoring record. pic.twitter.com/urkL55I9YI— NBA (@NBA) February 1, 2023
NBA Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Sjá meira