Krummi í lagi en alls ekki Kisa Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. febrúar 2023 09:40 Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur borðleggjandi að leggja eigi mannanafnanefnd niður. Vísir/Egill Nýr úrskurður mannanafnanefndar, sem hafnaði nafninu Kisa, styrkir þingmann Sjálfstæðisflokksins enn frekar í þeirri trú sinni að leggja eigi nefndina niður. Við kynntum okkur hinn umdeilda úrskurð og íslensk dýranöfn, sem þykja mishentug á menn. Mannanafnanefnd kvað upp úrskurð sinn í byrjun janúar og hafnaði nafninu Kisa á þeim grundvelli að merking nafnsins væri óvirðuleg og gæti orðið nafnbera til ama. Nefndin vísaði einnig til þess að gæluheiti húsdýra séu almennt ekki notuð sem mannanöfn. Gæluheiti er þarna lykilhugtak því að auðvitað eru til dæmi um að heiti á húsdýrum séu notuð á menn. Hrútur og Tarfur eru til dæmis góð og gild karlmannsnöfn en það er kannski ólíklegt að nöfnin Kýr og Gylta, til dæmis, hlytu náð fyrir augum mannanafnanefndar. Þættu eflaust óvirðuleg og til ama. Í þessu samhengi er afar áhugavert að velta fyrir sér hvaða nöfn úr dýraríkinu við teljum gjaldgeng. Rík hefð hefur til dæmis orðið til fyrir fuglanöfnum. Við þekkjum eflaust öll Hauk, Val, Lóu eða Örnu. Fiskanöfn hafa ekki fest sig í sessi; ekkert kvenmannsnafn er sótt til fiskheitis en karlmannsnafnið Hængur er reyndar til. Og spendýr eiga fjölmarga fulltrúa: Björn, Úlf og Högna, til dæmis. Já, gæluheiti húsdýra ekki talin æskileg á menn. Kisa og Voffi úti í kuldanum semsagt. Kusa líklegast einnig. En mannanafnanefnd samþykkti þó karlmannsnafnið Kusi árið 2019. Og svo er gæluheitið Krummi auðvitað gjaldgengt sem skírnarnafn, og nýtur sívaxandi vinsælda. Og hvað veldur? Erfitt að segja. Guðrún Kvaran prófessor emeritus við Háskóla Íslands veltir því upp í umfjöllun sinni um dýranöfn á Vísindavefnum frá 2002 hvort fólki þykir húsdýra- og fiskanöfn ef til vill of nærri daglegum störfum. Einn ákveði ekki fyrir annan Þetta virðast í öllu falli ekki mjög nákvæm vísindi. Og mörgum, þar á meðal sitjandi þingmönnum, þykir mannanafnanefnd einmitt algjörlega úrelt fyrirbæri. Kisuúrskurðinn, eins og margir aðrir á undan honum, sanni það. „Ég held að það sé alveg augljóst,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Við þurfum að geta treyst fólki fyrir því að taka ákvörðun fyrir sig sjálft. Einhver utanaðkomandi á ekki að ákveða hvað sé öðrum til ama og annað slíkt. En þó að við leggjum niður mannanafnanefnd er ekki það með sagt að við getum ekki haft einhvern ramma utan um þetta.“ En stjórnarfrumvarp um afnám mannanafnanefndar virðist hafa dagað uppi í nefnd. „Það er lítil hreyfing og þetta er ekki á þingmálaskrá núna. Og það er kannski umræða sem við þurfum að taka: er einhver rammi sem við viljum eða viljum við hafa þetta alveg frjálst.“ Íslensk tunga Alþingi Dýr Tengdar fréttir Mannanafnanefnd gefur grænt ljós á Askalín, Kappa og Jesúdóttur Mannanafnanefnd hefur samþykkt eiginnöfnin Askalín, Þórínu, Miguel, Díon, Sammy, Kappa, Hófí, Hrími, Scott, Sigurboga og Jakey. 13. desember 2022 18:16 Satanisti þráast við þó héraðsdómur leyfi honum ekki að heita Lúsífer Íslenska ríkið var nýverið sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfu Ingólfs Arnar Friðrikssonar sem óskaði eftir að fá að bera nafnið Lúsífer. Mannanafnanefnd hefur tvisvar neitað að færa nafnið á mannanafnaskrá, einkum á grunni þess að það geti orðið nafnbera til ama. 29. nóvember 2022 21:48 Lauf og Birningur í hópi nýrra nafna í mannanafnaskrá Níu beiðnir voru teknar fyrir á fundi mannanafnanefndar fyrr í mánuðinum og voru þær allar samþykktar af nefndinni. 13. október 2022 07:43 Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Vill auka eftirlit með þungaflutningum Innlent Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Erlent Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Erlent Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Erlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Borgaryfirvöld svara engu og Búseti ekki séð neinar breytingatillögur Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ „Kryddpíur“ með gæsahúð, krefjandi lending og hraðstefnumót Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif á framhaldsskóladeiluna „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ „Kryddpíur“ í formlegt samtal Sé Alfreð sakhæfur eigi að horfa til tuttugu ára eða ævilangs fangelsis Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna Sjá meira
Mannanafnanefnd kvað upp úrskurð sinn í byrjun janúar og hafnaði nafninu Kisa á þeim grundvelli að merking nafnsins væri óvirðuleg og gæti orðið nafnbera til ama. Nefndin vísaði einnig til þess að gæluheiti húsdýra séu almennt ekki notuð sem mannanöfn. Gæluheiti er þarna lykilhugtak því að auðvitað eru til dæmi um að heiti á húsdýrum séu notuð á menn. Hrútur og Tarfur eru til dæmis góð og gild karlmannsnöfn en það er kannski ólíklegt að nöfnin Kýr og Gylta, til dæmis, hlytu náð fyrir augum mannanafnanefndar. Þættu eflaust óvirðuleg og til ama. Í þessu samhengi er afar áhugavert að velta fyrir sér hvaða nöfn úr dýraríkinu við teljum gjaldgeng. Rík hefð hefur til dæmis orðið til fyrir fuglanöfnum. Við þekkjum eflaust öll Hauk, Val, Lóu eða Örnu. Fiskanöfn hafa ekki fest sig í sessi; ekkert kvenmannsnafn er sótt til fiskheitis en karlmannsnafnið Hængur er reyndar til. Og spendýr eiga fjölmarga fulltrúa: Björn, Úlf og Högna, til dæmis. Já, gæluheiti húsdýra ekki talin æskileg á menn. Kisa og Voffi úti í kuldanum semsagt. Kusa líklegast einnig. En mannanafnanefnd samþykkti þó karlmannsnafnið Kusi árið 2019. Og svo er gæluheitið Krummi auðvitað gjaldgengt sem skírnarnafn, og nýtur sívaxandi vinsælda. Og hvað veldur? Erfitt að segja. Guðrún Kvaran prófessor emeritus við Háskóla Íslands veltir því upp í umfjöllun sinni um dýranöfn á Vísindavefnum frá 2002 hvort fólki þykir húsdýra- og fiskanöfn ef til vill of nærri daglegum störfum. Einn ákveði ekki fyrir annan Þetta virðast í öllu falli ekki mjög nákvæm vísindi. Og mörgum, þar á meðal sitjandi þingmönnum, þykir mannanafnanefnd einmitt algjörlega úrelt fyrirbæri. Kisuúrskurðinn, eins og margir aðrir á undan honum, sanni það. „Ég held að það sé alveg augljóst,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Við þurfum að geta treyst fólki fyrir því að taka ákvörðun fyrir sig sjálft. Einhver utanaðkomandi á ekki að ákveða hvað sé öðrum til ama og annað slíkt. En þó að við leggjum niður mannanafnanefnd er ekki það með sagt að við getum ekki haft einhvern ramma utan um þetta.“ En stjórnarfrumvarp um afnám mannanafnanefndar virðist hafa dagað uppi í nefnd. „Það er lítil hreyfing og þetta er ekki á þingmálaskrá núna. Og það er kannski umræða sem við þurfum að taka: er einhver rammi sem við viljum eða viljum við hafa þetta alveg frjálst.“
Íslensk tunga Alþingi Dýr Tengdar fréttir Mannanafnanefnd gefur grænt ljós á Askalín, Kappa og Jesúdóttur Mannanafnanefnd hefur samþykkt eiginnöfnin Askalín, Þórínu, Miguel, Díon, Sammy, Kappa, Hófí, Hrími, Scott, Sigurboga og Jakey. 13. desember 2022 18:16 Satanisti þráast við þó héraðsdómur leyfi honum ekki að heita Lúsífer Íslenska ríkið var nýverið sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfu Ingólfs Arnar Friðrikssonar sem óskaði eftir að fá að bera nafnið Lúsífer. Mannanafnanefnd hefur tvisvar neitað að færa nafnið á mannanafnaskrá, einkum á grunni þess að það geti orðið nafnbera til ama. 29. nóvember 2022 21:48 Lauf og Birningur í hópi nýrra nafna í mannanafnaskrá Níu beiðnir voru teknar fyrir á fundi mannanafnanefndar fyrr í mánuðinum og voru þær allar samþykktar af nefndinni. 13. október 2022 07:43 Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Vill auka eftirlit með þungaflutningum Innlent Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Erlent Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Erlent Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Erlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Borgaryfirvöld svara engu og Búseti ekki séð neinar breytingatillögur Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ „Kryddpíur“ með gæsahúð, krefjandi lending og hraðstefnumót Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif á framhaldsskóladeiluna „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ „Kryddpíur“ í formlegt samtal Sé Alfreð sakhæfur eigi að horfa til tuttugu ára eða ævilangs fangelsis Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna Sjá meira
Mannanafnanefnd gefur grænt ljós á Askalín, Kappa og Jesúdóttur Mannanafnanefnd hefur samþykkt eiginnöfnin Askalín, Þórínu, Miguel, Díon, Sammy, Kappa, Hófí, Hrími, Scott, Sigurboga og Jakey. 13. desember 2022 18:16
Satanisti þráast við þó héraðsdómur leyfi honum ekki að heita Lúsífer Íslenska ríkið var nýverið sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfu Ingólfs Arnar Friðrikssonar sem óskaði eftir að fá að bera nafnið Lúsífer. Mannanafnanefnd hefur tvisvar neitað að færa nafnið á mannanafnaskrá, einkum á grunni þess að það geti orðið nafnbera til ama. 29. nóvember 2022 21:48
Lauf og Birningur í hópi nýrra nafna í mannanafnaskrá Níu beiðnir voru teknar fyrir á fundi mannanafnanefndar fyrr í mánuðinum og voru þær allar samþykktar af nefndinni. 13. október 2022 07:43