Að sjá skóginn fyrir trjánum Hugrún Elvarsdóttir skrifar 1. febrúar 2023 08:32 Alþjóðlegar virðiskeðjur eru órjúfanlegur hluti af vegferð flestra íslenskra fyrirtækja. Því er mikilvægt að átta sig á öllum snertiflötum virðiskeðjunnar og að líta til hvaða áhrif starfsemin hefur út fyrir landsteinana, ekki einungis út frá vernd umhverfisins heldur líka hinum stoðum sjálfbærrar þróunar: félagslegri velferð og efnahagsvexti. Hvaða áhrif hefur þín starfsemi á mannréttindi? Virðiskeðja er lýsing á öllum starfsþáttum fyrirtækis og á við framleiðslu á vöru frá upphafi til enda, þ.e. hönnun, framleiðsla, dreifing og allt þar til neytandinn er kominn með vöruna í hendur. Kortlagning á virðiskeðju fyrirtækis er tækifæri til þess að ná utan um alla starfsemi fyrirtækisins. Það getur skilað sér í hagræðingu, aukinni skilvirkni, dregið úr rekstrarkostnaði og ýtt undir heilbrigðan rekstur til lengri tíma. Greining á ferlum fyrirtækja gerir þau líka betur í stakk búin til að bregðast við óvæntum aðstæðum og greina mögulega áhættuþætti – líkt og mannréttindabrot. Sú þróun sem er að eiga sér stað á regluverki Evrópusambandsins (ESB) og stendur til að innleiða hérlendis á sviði sjálfbærni er fjölbreytt og gerir umfangsmiklar kröfur til íslensks atvinnulífs. Fyrirtæki verða ekki einungis að gera grein fyrir þeim umhverfisáhrifum sem starfsemi þeirra er ábyrg fyrir heldur einnig hvaða áhrif þau hafa á félagslega velferð, svo sem mannréttindi. Einnig þurfa fyrirtæki að setja loftslagstengda áhættu inn í eigin áhættulíkön og möt. Dæmi um slíkar reglugerðir eru aukin upplýsingagjöf tengd sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu (SFDR) og reglugerð til að greiða fyrir sjálfbærri fjárfestingu (EU Taxonomy) þar sem lágmarksverndarráðstafanir eru eitt af grunnskilyrðum reglugerðarinnar. Fyrirhuguð gildistaka þessara tveggja reglugerða er 1. júní 2023. Fleiri reglugerðir hafa verið samþykktar eða eru í samþykktarferli og má þar nefna Corporate Sustainability Reporting Directive (CSRD) sem inniheldur m.a. reglur um upplýsingaskyldu fyrirtækja tengt áhrifum þeirra á mannréttindi. Einnig má nefna EU Corporate Sustainability Due Diligence Directive (CSDDD) sem skyldar stærri fyrirtæki til að sýna ábyrgð í rekstri, framkvæma áreiðanleikakannanir og kortleggja alla virðiskeðjuna. Nýtt regluverk skyldar fyrirtæki til að innleiða viðeigandi stefnur, framkvæma áhættugreiningar og koma í veg fyrir eða bæta úr þeim brotum sem hafa mögulega átt sér stað. Í þessu felast einnig margvísleg tækifæri fyrir fyrirtæki til að hafa góð áhrif í gegnum virðiskeðjuna, t.a.m. með því að setja birgjum siðareglur, framkvæma áreiðanleikakannanir o.fl. Fyrirtækin þurfa síðan að gera þessar upplýsingar aðgengilegar almenningi og svara fyrirspurnum um áhrif þeirra á mannréttindi o.fl., en allt stuðlar þetta að auknu gagnsæi. Aðkoma stjórnvalda Alþjóðlegar reglur og skuldbindingar ásamt stefnumörkun og settum markmiðum stjórnvalda hafa hvatt fyrirtæki til umbóta. Fyrirtækin hafa bætt umhverfi sitt og nýtingu aðfanga og njóta með því aukins efnahagslegs ávinnings og aukinnar velferðar, sem kemur bæði starfsmönnum og samfélaginu í heild til góða. Til þess að fyrirtæki geti fylgt eftir umfangsmiklum kröfum hinna ýmsu sjálfbærnireglugerða ESB þurfa stjórnvöld að skapa samkeppnishæf skilyrði og innleiða fleiri hagræna hvata. Auk þess þarf að efla leiðbeiningar- og upplýsingarhlutverk þeirra stofnana sem framfylgja reglugerðunum, en skýrar og aðgengilegar upplýsingar til fyrirtækja sem falla undir reglugerðirnar munu aðstoða þau við að taka skref í rétta átt og flýta vegferð þeirra að settum loftslagsmarkmiðum. Það sem meira máli skiptir er að áhersla á sjálfbærni og þar með virðiskeðjur fyrirtækja mun hafa jákvæð áhrif á þróun fjölmargra þátta, t.a.m. þeirra sem heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna lúta að. Það kann að hljóma langsótt en með því einu að rýna virðiskeðjur íslenskra fyrirtækja getum við lagt okkar af mörkum og haft raunveruleg áhrif á líf og umhverfi fólks um allan heim. Höfundur er verkefnastjóri á Efnahags- og samkeppnishæfnisviði SA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Vinnumarkaður Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðlegar virðiskeðjur eru órjúfanlegur hluti af vegferð flestra íslenskra fyrirtækja. Því er mikilvægt að átta sig á öllum snertiflötum virðiskeðjunnar og að líta til hvaða áhrif starfsemin hefur út fyrir landsteinana, ekki einungis út frá vernd umhverfisins heldur líka hinum stoðum sjálfbærrar þróunar: félagslegri velferð og efnahagsvexti. Hvaða áhrif hefur þín starfsemi á mannréttindi? Virðiskeðja er lýsing á öllum starfsþáttum fyrirtækis og á við framleiðslu á vöru frá upphafi til enda, þ.e. hönnun, framleiðsla, dreifing og allt þar til neytandinn er kominn með vöruna í hendur. Kortlagning á virðiskeðju fyrirtækis er tækifæri til þess að ná utan um alla starfsemi fyrirtækisins. Það getur skilað sér í hagræðingu, aukinni skilvirkni, dregið úr rekstrarkostnaði og ýtt undir heilbrigðan rekstur til lengri tíma. Greining á ferlum fyrirtækja gerir þau líka betur í stakk búin til að bregðast við óvæntum aðstæðum og greina mögulega áhættuþætti – líkt og mannréttindabrot. Sú þróun sem er að eiga sér stað á regluverki Evrópusambandsins (ESB) og stendur til að innleiða hérlendis á sviði sjálfbærni er fjölbreytt og gerir umfangsmiklar kröfur til íslensks atvinnulífs. Fyrirtæki verða ekki einungis að gera grein fyrir þeim umhverfisáhrifum sem starfsemi þeirra er ábyrg fyrir heldur einnig hvaða áhrif þau hafa á félagslega velferð, svo sem mannréttindi. Einnig þurfa fyrirtæki að setja loftslagstengda áhættu inn í eigin áhættulíkön og möt. Dæmi um slíkar reglugerðir eru aukin upplýsingagjöf tengd sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu (SFDR) og reglugerð til að greiða fyrir sjálfbærri fjárfestingu (EU Taxonomy) þar sem lágmarksverndarráðstafanir eru eitt af grunnskilyrðum reglugerðarinnar. Fyrirhuguð gildistaka þessara tveggja reglugerða er 1. júní 2023. Fleiri reglugerðir hafa verið samþykktar eða eru í samþykktarferli og má þar nefna Corporate Sustainability Reporting Directive (CSRD) sem inniheldur m.a. reglur um upplýsingaskyldu fyrirtækja tengt áhrifum þeirra á mannréttindi. Einnig má nefna EU Corporate Sustainability Due Diligence Directive (CSDDD) sem skyldar stærri fyrirtæki til að sýna ábyrgð í rekstri, framkvæma áreiðanleikakannanir og kortleggja alla virðiskeðjuna. Nýtt regluverk skyldar fyrirtæki til að innleiða viðeigandi stefnur, framkvæma áhættugreiningar og koma í veg fyrir eða bæta úr þeim brotum sem hafa mögulega átt sér stað. Í þessu felast einnig margvísleg tækifæri fyrir fyrirtæki til að hafa góð áhrif í gegnum virðiskeðjuna, t.a.m. með því að setja birgjum siðareglur, framkvæma áreiðanleikakannanir o.fl. Fyrirtækin þurfa síðan að gera þessar upplýsingar aðgengilegar almenningi og svara fyrirspurnum um áhrif þeirra á mannréttindi o.fl., en allt stuðlar þetta að auknu gagnsæi. Aðkoma stjórnvalda Alþjóðlegar reglur og skuldbindingar ásamt stefnumörkun og settum markmiðum stjórnvalda hafa hvatt fyrirtæki til umbóta. Fyrirtækin hafa bætt umhverfi sitt og nýtingu aðfanga og njóta með því aukins efnahagslegs ávinnings og aukinnar velferðar, sem kemur bæði starfsmönnum og samfélaginu í heild til góða. Til þess að fyrirtæki geti fylgt eftir umfangsmiklum kröfum hinna ýmsu sjálfbærnireglugerða ESB þurfa stjórnvöld að skapa samkeppnishæf skilyrði og innleiða fleiri hagræna hvata. Auk þess þarf að efla leiðbeiningar- og upplýsingarhlutverk þeirra stofnana sem framfylgja reglugerðunum, en skýrar og aðgengilegar upplýsingar til fyrirtækja sem falla undir reglugerðirnar munu aðstoða þau við að taka skref í rétta átt og flýta vegferð þeirra að settum loftslagsmarkmiðum. Það sem meira máli skiptir er að áhersla á sjálfbærni og þar með virðiskeðjur fyrirtækja mun hafa jákvæð áhrif á þróun fjölmargra þátta, t.a.m. þeirra sem heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna lúta að. Það kann að hljóma langsótt en með því einu að rýna virðiskeðjur íslenskra fyrirtækja getum við lagt okkar af mörkum og haft raunveruleg áhrif á líf og umhverfi fólks um allan heim. Höfundur er verkefnastjóri á Efnahags- og samkeppnishæfnisviði SA.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun