Fimm til viðbótar reknir vegna dauða Nichols Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. janúar 2023 14:36 Íbúar í hverfi Nichols safnast saman til að minnast hans á staðnum sem handtakan fór fram. AP Photo/Gerald Herbert Tveimur lögreglumönnum, til viðbótar við þá fimm sem hafa þegar verið reknir, hefur verið sagt upp vegna dauða Tyre Nichols í Memphis í Bandaríkjunum. Þá hafa þrír sjúkraflutningamenn verið reknir fyrir að hafa ekki brugðist rétt við. Tyre Nichols lést 10. janúar síðastliðinn, þremur dögum eftir að hafa verið barinn til óbóta af lögreglumönnum. Hann hafði verið stöðvaður af lögreglunni við umferðareftirlit en að því er virðist án tilefnis hófu lögreglumennirnir barsmíðar. Í myndbandi, sem lögregluembættið í Memphis birti um helgina, af atvikinu sést að það voru mun fleiri en lögreglumennirnir fimm á vettvangi sem brugðust Nichols. Fram kemur í nýrri frétt AP um málið að lögreglumanninum Preston Hemphill, sem er hvítur á hörund, hafi verið sagt upp störfum stuttu eftir að atvikið kom upp þann 7. janúar. Sama dag hafi öðrum lögreglumanni verið sagt upp en lögregluembættið hefur ekki gefið upp nafn hans. Þannig hefur sjö lögreglumönnum verið sagt upp störfum vegna dauða Nichols. Þeir fimm sem fyrstir misstu vinnuna vegna atviksins voru allir svartir á hörund, eins og Nichols, en þeir hafa einnig verið ákærðir fyrir manndráp af gáleysi og önnur brot í tengslum við dauða Nichols. Biðu í 27 mínútur með að flytja hann á sjúkrahús Þá hefur slökkviliðið í Memphis sagt upp sjúkraliðunum Robert Long, JaMicheal Sandridge og Michelle Whitaker. Öll hafa þau verið send áður í leyfi frá störfum. Gina Sweat, slökkviliðsstjóri, sagði í yfirlýsingu í dag að slökkviliðinu hafi borist beiðni frá lögreglu um að koma manneskju, sem hafði verið úðuð með piparspreyi, til aðstoðar. Sjúkraliðarnir hafi komið á vettvang klukkan 20:41 þann 7. janúar en þá lá Nichols handjárnaður við lögreglubíl. Long og Sandridge hafi ekki framkvæmt fullnægjandi skoðun á Nichols. Whitaker hafi beðið inni í bíl með bílstjóra. Klukkan 20:55 hafi verið hringt á sjúkrabíl, sem hafi lagt af stað með Nichols á sjúkrahús klukkan 21:08 - 27 mínútum eftir að Long, Sandridge og Whitaker komu á vettvang. Innanhúsrannsókn hafi leitt það í ljós að Long Sandridge og Whitaker hafi brotið fjölda verklagsregla og hafi ekki uppfyllt kröfur embættisins. Hörð viðbrögð vegna málsins Dauði Nichols hefur vakið hörð viðbrögð vestanhafs og framkomu viðbragðsaðila þetta kvöld verið mótmælt víða. Sérstaklega mikil reiði blossaði eftir að myndband af atvikinu var birt um helgina þar sem sást að lögregla skaut Nichols með rafbyssu, barði hann með kylfum og hnefum. Nichols, sem var aðeins 29 ára gamall, lét eftir sig ungt barn en hann heyrðist á myndbandinu kalla á hjálp móður sinnar. Eftir að Nichols misst meðvitund létu lögreglumenn hann liggja á götunni í nokkrar mínútur á meðan þeir spjölluðu. Fleiri viðbragðsaðilar voru þá komnir á vettvang, til að mynda tveir fulltrúar frá fógetanum í Shelby sýslu. Hvorugur þeirra kom Nichols til aðstoðar þar sem hann lá meðvitundarlaus og báðir hafa verið sendir í launalaust leyfi á meðan þáttur þeirra í málinu er til rannsóknar. Bandaríkin Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Sýnir hvernig harkaleg meðferð lögreglu leiddi til dauða Nichols: „Ég er bara að reyna að komast heim“ Nýbirt myndskeið sýnir hvernig hópur lögreglumanna kýldi og sparkaði ítrekað í Tyre Nichols á meðan hann lá máttlítill á jörðinni og kallaði eftir aðstoð móður sinnar. Atvikið, sem átti sér stað í Memphis í Bandaríkjunum þann 7. janúar síðastliðinn, hefur vakið upp mikla reiði í þar í landi en þremur dögum síðar lést hinn 29 ára Nichols á sjúkrahúsi af völdum áverka. 28. janúar 2023 10:33 Biden biður fólk um að halda ró sinni Joe Biden Bandaríkjaforseti hvetur fólk í Tennessee ríki til að halda ró sinni en þar ríkir mikil reiði eftir að fimm lögreglumenn í Memphis börðu tuttugu og níu ára gamlan mann til dauða. 27. janúar 2023 07:56 Bandarískir lögreglumenn ákærðir fyrir að hafa barið mann til dauða Fimm bandarískir lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir að hafa barið mann til dauða. Lögregla stöðvaði manninn, Tyre Nichols, við umferðareftirlit í borginni Memphis í Tennessee fyrr í mánuðinum. 26. janúar 2023 19:25 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Sjá meira
Tyre Nichols lést 10. janúar síðastliðinn, þremur dögum eftir að hafa verið barinn til óbóta af lögreglumönnum. Hann hafði verið stöðvaður af lögreglunni við umferðareftirlit en að því er virðist án tilefnis hófu lögreglumennirnir barsmíðar. Í myndbandi, sem lögregluembættið í Memphis birti um helgina, af atvikinu sést að það voru mun fleiri en lögreglumennirnir fimm á vettvangi sem brugðust Nichols. Fram kemur í nýrri frétt AP um málið að lögreglumanninum Preston Hemphill, sem er hvítur á hörund, hafi verið sagt upp störfum stuttu eftir að atvikið kom upp þann 7. janúar. Sama dag hafi öðrum lögreglumanni verið sagt upp en lögregluembættið hefur ekki gefið upp nafn hans. Þannig hefur sjö lögreglumönnum verið sagt upp störfum vegna dauða Nichols. Þeir fimm sem fyrstir misstu vinnuna vegna atviksins voru allir svartir á hörund, eins og Nichols, en þeir hafa einnig verið ákærðir fyrir manndráp af gáleysi og önnur brot í tengslum við dauða Nichols. Biðu í 27 mínútur með að flytja hann á sjúkrahús Þá hefur slökkviliðið í Memphis sagt upp sjúkraliðunum Robert Long, JaMicheal Sandridge og Michelle Whitaker. Öll hafa þau verið send áður í leyfi frá störfum. Gina Sweat, slökkviliðsstjóri, sagði í yfirlýsingu í dag að slökkviliðinu hafi borist beiðni frá lögreglu um að koma manneskju, sem hafði verið úðuð með piparspreyi, til aðstoðar. Sjúkraliðarnir hafi komið á vettvang klukkan 20:41 þann 7. janúar en þá lá Nichols handjárnaður við lögreglubíl. Long og Sandridge hafi ekki framkvæmt fullnægjandi skoðun á Nichols. Whitaker hafi beðið inni í bíl með bílstjóra. Klukkan 20:55 hafi verið hringt á sjúkrabíl, sem hafi lagt af stað með Nichols á sjúkrahús klukkan 21:08 - 27 mínútum eftir að Long, Sandridge og Whitaker komu á vettvang. Innanhúsrannsókn hafi leitt það í ljós að Long Sandridge og Whitaker hafi brotið fjölda verklagsregla og hafi ekki uppfyllt kröfur embættisins. Hörð viðbrögð vegna málsins Dauði Nichols hefur vakið hörð viðbrögð vestanhafs og framkomu viðbragðsaðila þetta kvöld verið mótmælt víða. Sérstaklega mikil reiði blossaði eftir að myndband af atvikinu var birt um helgina þar sem sást að lögregla skaut Nichols með rafbyssu, barði hann með kylfum og hnefum. Nichols, sem var aðeins 29 ára gamall, lét eftir sig ungt barn en hann heyrðist á myndbandinu kalla á hjálp móður sinnar. Eftir að Nichols misst meðvitund létu lögreglumenn hann liggja á götunni í nokkrar mínútur á meðan þeir spjölluðu. Fleiri viðbragðsaðilar voru þá komnir á vettvang, til að mynda tveir fulltrúar frá fógetanum í Shelby sýslu. Hvorugur þeirra kom Nichols til aðstoðar þar sem hann lá meðvitundarlaus og báðir hafa verið sendir í launalaust leyfi á meðan þáttur þeirra í málinu er til rannsóknar.
Bandaríkin Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Sýnir hvernig harkaleg meðferð lögreglu leiddi til dauða Nichols: „Ég er bara að reyna að komast heim“ Nýbirt myndskeið sýnir hvernig hópur lögreglumanna kýldi og sparkaði ítrekað í Tyre Nichols á meðan hann lá máttlítill á jörðinni og kallaði eftir aðstoð móður sinnar. Atvikið, sem átti sér stað í Memphis í Bandaríkjunum þann 7. janúar síðastliðinn, hefur vakið upp mikla reiði í þar í landi en þremur dögum síðar lést hinn 29 ára Nichols á sjúkrahúsi af völdum áverka. 28. janúar 2023 10:33 Biden biður fólk um að halda ró sinni Joe Biden Bandaríkjaforseti hvetur fólk í Tennessee ríki til að halda ró sinni en þar ríkir mikil reiði eftir að fimm lögreglumenn í Memphis börðu tuttugu og níu ára gamlan mann til dauða. 27. janúar 2023 07:56 Bandarískir lögreglumenn ákærðir fyrir að hafa barið mann til dauða Fimm bandarískir lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir að hafa barið mann til dauða. Lögregla stöðvaði manninn, Tyre Nichols, við umferðareftirlit í borginni Memphis í Tennessee fyrr í mánuðinum. 26. janúar 2023 19:25 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Sjá meira
Sýnir hvernig harkaleg meðferð lögreglu leiddi til dauða Nichols: „Ég er bara að reyna að komast heim“ Nýbirt myndskeið sýnir hvernig hópur lögreglumanna kýldi og sparkaði ítrekað í Tyre Nichols á meðan hann lá máttlítill á jörðinni og kallaði eftir aðstoð móður sinnar. Atvikið, sem átti sér stað í Memphis í Bandaríkjunum þann 7. janúar síðastliðinn, hefur vakið upp mikla reiði í þar í landi en þremur dögum síðar lést hinn 29 ára Nichols á sjúkrahúsi af völdum áverka. 28. janúar 2023 10:33
Biden biður fólk um að halda ró sinni Joe Biden Bandaríkjaforseti hvetur fólk í Tennessee ríki til að halda ró sinni en þar ríkir mikil reiði eftir að fimm lögreglumenn í Memphis börðu tuttugu og níu ára gamlan mann til dauða. 27. janúar 2023 07:56
Bandarískir lögreglumenn ákærðir fyrir að hafa barið mann til dauða Fimm bandarískir lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir að hafa barið mann til dauða. Lögregla stöðvaði manninn, Tyre Nichols, við umferðareftirlit í borginni Memphis í Tennessee fyrr í mánuðinum. 26. janúar 2023 19:25