Mossad beitti sjálfsprengidrónum í Íran Samúel Karl Ólason skrifar 30. janúar 2023 10:29 Skjáskot af myndbandi sem sýnir sprengingu í Isfahan í Íran um helgina. Ísraelar gerðu um helgina drónaárás á skotmörk í borginni Isfahan í Íran. Árásin er sögð hafa verið framkvæmd af leyniþjónustu Ísraels og hafa mögulega beinst gegn eldflaugaframleiðslu Írans. Her Írans er nokkuð umsvifamikill í Isfahan en þar má meðal annars finna Geimvísindarannsóknarmiðstöð Írans, sem Bandaríkin hafa beitt viðskiptaþvingunum vegna eldflaugaáætlunar Írans. Þarna eru einnig meðal annars framleiddar langdrægar og skammdrægar eldflaugar. Þá eru þar einnig fjórar smáar kjarnorkurannsóknarstöðvar sem Íranar fengu frá Kína á árum áður. Í frétt Wall Street Journal er haft eftir heimildarmönnum miðilsins að Ísraelar hafi gert umrædda árás en Ísraelar hafa ekkert viljað staðfesta, eins og svo oft áður. New York Times segir nánar tiltekið að árásin hafi verið gert af Mossad, leyniþjónustu Ísraels. Þetta er þó í fyrsta sinn sem vitað er til þess að ný hægri sinnuð ríkisstjórn Benjamins Netanjahús, forsætisráðherra Ísraels, gerir árásir innan landamæra Írans. Hér að neðan má sjá myndband af einum dróna springa í Isfahan um helgina. Large explosion rocks Iran s Isfahan. Iranian regime s ammunition manufacturing plant was targeted by a possible UAV strike. pic.twitter.com/hTDwLcFJM9— Clash Report (@clashreport) January 28, 2023 Yfirvöld í Íran segja að þrír smáir drónar hafi verið notaðir til að árásarinnar á verksmiðjuna en að her Írans hafi varist árásinni. Því er haldið fram að einn dróni hafi verið skotinn niður en tveir hafi sprungið fyrir ofan vöruhús og skemmt þak þess lítillega. Þá segja Íranar að árásin hafi beinst gegn skotfæraverksmiðju í miðri Isfahan en sérfræðingar segja líklegra að um einhvers konar rannsóknarstöð hafi verið að ræða. Hvort árásin hafi misheppnast eða ekki er ekki ljóst að svo stöddu en Ísraelar eru taldir hafa gert þó nokkrar sambærilegar árásir í Íran á undanförnum árum. Tengdist ekki Úkraínu Heimildarmenn NYT segja að árásin tengist ekki því að yfirvöld í Rússlandi hafi leitað til Írana og vonist til þess að kaupa af þeim eldflaugar og kaupa af þeim mikið magn sjálfsprengidróna. Þess í stað eru Ísraelar sagðir hafa haft áhyggjur af eigin þjóðaröryggi. Ráðamenn í Úkraínu hafa deilt myndefni af árásinni á samfélagsmiðlum og gefið í skyn að Úkraínumenn hafi komið að henni. Bandaríkjamenn hafa þrýst á ráðamenn í Ísrael og beðið þá um að aðstoða Úkraínumenn við að verjast innrás Rússa. Það hefur þó litlum árangri skilað. Rússar sjá að mestu um loftvarnir Sýrlands en þeir gera sjaldan tilraunir til að stöðva árásir Ísraels þar í landi vegna samkomulags við Ísraela. WSJ segir að tregðu Ísraela til að aðstoða Úkraínu megi að miklu leyti rekja til þess að Ísraelar óttist að þetta samkomulag yrði fellt úr gildi. Miðillinn segir þó að árásin í Isfahan muni líklegast koma niður á getu Írana til að aðstoða Rússa með vopnasendingum. Fjölga árásum í Íran Síðustu ríkisstjórnir Ísraels hafa fjölgað árásum innan landamæra Írans. Naftali Bennett, fyrrverandi forsætisráðherra, segir í myndbandi sem sent var til NYT að hann hafi tekið þá ákvörðun á því ári sem hann sat í embætti að Íranar myndu gjalda fyrir árásir þeirra á Ísrael. Svarað yrði fyrir allar árásir gegn Ísrael og gyðingum um heiminn allan. Vísaði hann meðal annars til þess að íranski herinn hafi reynt að myrða ísraelska borgara á Kýpur árið 2021. Þá myrtu Ísraelar Sayad Khodayee, einn af yfirmönnum Byltingarvarða Írans sem talinn er hafa verið yfirmaður þeirrar herdeildar sem skipulagði hina meintu árás á Kýpur. Bennett segir að Bandaríkjamenn hafi gagnrýnt þessa stefnubreytingu Ísraels og sömuleiðis hafi þeir beðið um að fá að vita af drónaárásum og öðrum með fyrirvara. Því hafi Bennett hafnað í samtali við Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. Forsvarsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna og Ísraels eru sagðir hafa deilt og þá sérstaklega eftir að Ísraelar sprengdu upp neðanjarðarbyrgi þar sem úran var auðgað í apríl 2021. Ísrael Íran Hernaður Mest lesið Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Her Írans er nokkuð umsvifamikill í Isfahan en þar má meðal annars finna Geimvísindarannsóknarmiðstöð Írans, sem Bandaríkin hafa beitt viðskiptaþvingunum vegna eldflaugaáætlunar Írans. Þarna eru einnig meðal annars framleiddar langdrægar og skammdrægar eldflaugar. Þá eru þar einnig fjórar smáar kjarnorkurannsóknarstöðvar sem Íranar fengu frá Kína á árum áður. Í frétt Wall Street Journal er haft eftir heimildarmönnum miðilsins að Ísraelar hafi gert umrædda árás en Ísraelar hafa ekkert viljað staðfesta, eins og svo oft áður. New York Times segir nánar tiltekið að árásin hafi verið gert af Mossad, leyniþjónustu Ísraels. Þetta er þó í fyrsta sinn sem vitað er til þess að ný hægri sinnuð ríkisstjórn Benjamins Netanjahús, forsætisráðherra Ísraels, gerir árásir innan landamæra Írans. Hér að neðan má sjá myndband af einum dróna springa í Isfahan um helgina. Large explosion rocks Iran s Isfahan. Iranian regime s ammunition manufacturing plant was targeted by a possible UAV strike. pic.twitter.com/hTDwLcFJM9— Clash Report (@clashreport) January 28, 2023 Yfirvöld í Íran segja að þrír smáir drónar hafi verið notaðir til að árásarinnar á verksmiðjuna en að her Írans hafi varist árásinni. Því er haldið fram að einn dróni hafi verið skotinn niður en tveir hafi sprungið fyrir ofan vöruhús og skemmt þak þess lítillega. Þá segja Íranar að árásin hafi beinst gegn skotfæraverksmiðju í miðri Isfahan en sérfræðingar segja líklegra að um einhvers konar rannsóknarstöð hafi verið að ræða. Hvort árásin hafi misheppnast eða ekki er ekki ljóst að svo stöddu en Ísraelar eru taldir hafa gert þó nokkrar sambærilegar árásir í Íran á undanförnum árum. Tengdist ekki Úkraínu Heimildarmenn NYT segja að árásin tengist ekki því að yfirvöld í Rússlandi hafi leitað til Írana og vonist til þess að kaupa af þeim eldflaugar og kaupa af þeim mikið magn sjálfsprengidróna. Þess í stað eru Ísraelar sagðir hafa haft áhyggjur af eigin þjóðaröryggi. Ráðamenn í Úkraínu hafa deilt myndefni af árásinni á samfélagsmiðlum og gefið í skyn að Úkraínumenn hafi komið að henni. Bandaríkjamenn hafa þrýst á ráðamenn í Ísrael og beðið þá um að aðstoða Úkraínumenn við að verjast innrás Rússa. Það hefur þó litlum árangri skilað. Rússar sjá að mestu um loftvarnir Sýrlands en þeir gera sjaldan tilraunir til að stöðva árásir Ísraels þar í landi vegna samkomulags við Ísraela. WSJ segir að tregðu Ísraela til að aðstoða Úkraínu megi að miklu leyti rekja til þess að Ísraelar óttist að þetta samkomulag yrði fellt úr gildi. Miðillinn segir þó að árásin í Isfahan muni líklegast koma niður á getu Írana til að aðstoða Rússa með vopnasendingum. Fjölga árásum í Íran Síðustu ríkisstjórnir Ísraels hafa fjölgað árásum innan landamæra Írans. Naftali Bennett, fyrrverandi forsætisráðherra, segir í myndbandi sem sent var til NYT að hann hafi tekið þá ákvörðun á því ári sem hann sat í embætti að Íranar myndu gjalda fyrir árásir þeirra á Ísrael. Svarað yrði fyrir allar árásir gegn Ísrael og gyðingum um heiminn allan. Vísaði hann meðal annars til þess að íranski herinn hafi reynt að myrða ísraelska borgara á Kýpur árið 2021. Þá myrtu Ísraelar Sayad Khodayee, einn af yfirmönnum Byltingarvarða Írans sem talinn er hafa verið yfirmaður þeirrar herdeildar sem skipulagði hina meintu árás á Kýpur. Bennett segir að Bandaríkjamenn hafi gagnrýnt þessa stefnubreytingu Ísraels og sömuleiðis hafi þeir beðið um að fá að vita af drónaárásum og öðrum með fyrirvara. Því hafi Bennett hafnað í samtali við Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. Forsvarsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna og Ísraels eru sagðir hafa deilt og þá sérstaklega eftir að Ísraelar sprengdu upp neðanjarðarbyrgi þar sem úran var auðgað í apríl 2021.
Ísrael Íran Hernaður Mest lesið Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira