Velsæld og árangur á framsýnum vinnustað Rakel Baldursdóttir skrifar 30. janúar 2023 10:01 Af hverju ætti það að skipta máli að huga að velsæld starfsmanna? Rannsóknir segja okkur svo enginn vafi sé á að það að huga vel að starfsmönnum er lykilatriði að árangri. Leiðir til að auka velsæld eru margar og flestir stjórnendur vilja tryggja vellíðan starfsmanna sinna. Margir vinnustaðir hafa verið með starfsmannaviðtöl í áranna rás en því miður vill það stundum verða til þess að einungis sé verið að tikka í boxið sem partur að stefnu fyrirtækis og ekki er eftirfylgni með. Sem betur fer er það þó mun algengara að slík viðtöl eru unnin af mikilli fagmennsku og fagfólki með það í huga að styrkja mannauðinn á vinnustaðnum og huga betur að einstaklingnum. Mikilvægi þess að tryggja og auka vellíðan starfsmanna ætti að vera í forgrunni allra fyrirtækja, þannig aukast líkur til muna að ná settum árangri og styðja við áframhaldandi þróun. Miklar breytingar hafa orðið í starfsumhverfi síðustu 3 ár og er sveigjanleiki einn þeirra breytinga, margt fólk vinnur í sífeldu meira mæli heiman frá sér og hefur ekki eins sterk félagsleg tengsl við vinnustaðinn og áður. Það veldur því að oft er erfiðara fyrir stjórnendur að greina m.a. kulnun og veikindi starfsmanna. Aðrar breytingar eru einnig miklar í tæknimálum og umhverfismálum sem oft krefst mikillar uppstokkunar á vinnustöðum. Breytingar geta reynst mörgum erfiðar og því mikilvægt að vel sé að málum staðið. Markþjálfun er eitt þeirra verkfæra sem hefur verið að ryðja sér til rúms í íslensku atvinnulífi, og einstaklega hentug í því óvissu og breytingaferli sem heimsbyggðin gengur nú í gegnum. Fjölmörg fyrirtæki hafa náð mælanlegum árangri með að nýta sér markþjálfun. Erlendis hafa vinnustaðir verið að nota aðferðarfræði markþjálfunar með miklum og góðum árangri til fjölda ára og eru leiðtogar og stjórnendur margir hverjir sammála um það að nýta sér markþjálfun er lykill að árangri, auknum hagnaði og hefur jákvæð áhrif á fyrirtækjamenningu. Markþjálfun er ekki lögverndað starfsheiti hér á landi en ICF, International Coaching Federation, sem eru stærstu óháðu fagsamtök markþjálfunar í heimi er með þrjú vottunarstig, ACC, PCC og MCC og starfa fjöldi markþjálfa hér á landi undir þeirra siðareglum og hæfnisþáttum. Markþjálfar eru í stöðugri endurmenntun til að viðhalda færni sinni, þekkingu og breytingu í starfsumhverfi. En sífellt fleiri notast við fjarfundarbúnað í sínu starfi. Markþjálfun er árangursmiðuð og kerfisbundin aðferð sem leitast við að fá einstaklinginn til að ná settu marki. Finna og eða auka styrkleika sína og persónulegan vöxt, sjá nýjar lausnir og viðhalda árangri. Bjóðum starfsfólki reglulega markþjálfun og tækifæri til að þróast og læra. Nýtum okkur markþjálfun í stjórnunarstöðum og hugum þannig að velferð og árangri. Höfundur er markþjálfi og situr í stjórn ICF Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Af hverju ætti það að skipta máli að huga að velsæld starfsmanna? Rannsóknir segja okkur svo enginn vafi sé á að það að huga vel að starfsmönnum er lykilatriði að árangri. Leiðir til að auka velsæld eru margar og flestir stjórnendur vilja tryggja vellíðan starfsmanna sinna. Margir vinnustaðir hafa verið með starfsmannaviðtöl í áranna rás en því miður vill það stundum verða til þess að einungis sé verið að tikka í boxið sem partur að stefnu fyrirtækis og ekki er eftirfylgni með. Sem betur fer er það þó mun algengara að slík viðtöl eru unnin af mikilli fagmennsku og fagfólki með það í huga að styrkja mannauðinn á vinnustaðnum og huga betur að einstaklingnum. Mikilvægi þess að tryggja og auka vellíðan starfsmanna ætti að vera í forgrunni allra fyrirtækja, þannig aukast líkur til muna að ná settum árangri og styðja við áframhaldandi þróun. Miklar breytingar hafa orðið í starfsumhverfi síðustu 3 ár og er sveigjanleiki einn þeirra breytinga, margt fólk vinnur í sífeldu meira mæli heiman frá sér og hefur ekki eins sterk félagsleg tengsl við vinnustaðinn og áður. Það veldur því að oft er erfiðara fyrir stjórnendur að greina m.a. kulnun og veikindi starfsmanna. Aðrar breytingar eru einnig miklar í tæknimálum og umhverfismálum sem oft krefst mikillar uppstokkunar á vinnustöðum. Breytingar geta reynst mörgum erfiðar og því mikilvægt að vel sé að málum staðið. Markþjálfun er eitt þeirra verkfæra sem hefur verið að ryðja sér til rúms í íslensku atvinnulífi, og einstaklega hentug í því óvissu og breytingaferli sem heimsbyggðin gengur nú í gegnum. Fjölmörg fyrirtæki hafa náð mælanlegum árangri með að nýta sér markþjálfun. Erlendis hafa vinnustaðir verið að nota aðferðarfræði markþjálfunar með miklum og góðum árangri til fjölda ára og eru leiðtogar og stjórnendur margir hverjir sammála um það að nýta sér markþjálfun er lykill að árangri, auknum hagnaði og hefur jákvæð áhrif á fyrirtækjamenningu. Markþjálfun er ekki lögverndað starfsheiti hér á landi en ICF, International Coaching Federation, sem eru stærstu óháðu fagsamtök markþjálfunar í heimi er með þrjú vottunarstig, ACC, PCC og MCC og starfa fjöldi markþjálfa hér á landi undir þeirra siðareglum og hæfnisþáttum. Markþjálfar eru í stöðugri endurmenntun til að viðhalda færni sinni, þekkingu og breytingu í starfsumhverfi. En sífellt fleiri notast við fjarfundarbúnað í sínu starfi. Markþjálfun er árangursmiðuð og kerfisbundin aðferð sem leitast við að fá einstaklinginn til að ná settu marki. Finna og eða auka styrkleika sína og persónulegan vöxt, sjá nýjar lausnir og viðhalda árangri. Bjóðum starfsfólki reglulega markþjálfun og tækifæri til að þróast og læra. Nýtum okkur markþjálfun í stjórnunarstöðum og hugum þannig að velferð og árangri. Höfundur er markþjálfi og situr í stjórn ICF Iceland.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun