Áskriftir að knattspyrnuútsendingum hækka um allt að 33 prósent Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. janúar 2023 09:00 Verðið á Símanum Sport hækkar umtalsvert um mánaðamótin. AP/Dave Thompson „Kostnaður vegna samninga við Premier League hefur hækkað, veiking krónunnar hefur mjög neikvæð áhrif og annar kostnaður til dæmis aðföng, laun, útsendingarkostnaður og fleira hefur hækkað.“ Þetta hefur Morgunblaðið eftir Guðmundi Jóhannssyni, samskiptafulltrúa Símans, um verðhækkun á áskriftarleiðinni Síminn Sport, sem fer úr 4.900 krónum í 6.500 krónur um mánaðamótin. Um er að ræða 33 prósenta hækkun. Ekki erum að ræða einu verðhækkunina sem knattspyrnuunnendur mega sæta um þessar mundir en áskriftargjaldið fyrir Viaplay Total, sem inniheldur útsendingar frá ýmsum knattspyrnuleikjum, hefur verið hækkað úr 2.699 krónum í 2.999 krónur. Síminn Sport sýnir frá ensku úrvaldsdeildinni í knattspyrnu en Stöð 2 Sport og Viaplay frá Meistaradeildinni, bikarkeppnunum, Evrópudeildinni og Sambandsdeildinni. Engar verðhækkanir hafa verið tilkynntar hjá Stöð 2 Sport en samkvæmt Morgunblaðinu hefur heildarverðið fyrir áskriftir hjá Símanum Sport, Viaplay og Stöð 2 Sport hækkað úr 9.089 krónum í 13.489 krónur frá haustinu 2021. Vísir og Stöð 2 Sport eru í eigu Sýnar. Neytendur Enski boltinn Síminn Fjármál heimilisins Sýn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Fleiri fréttir Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Þetta hefur Morgunblaðið eftir Guðmundi Jóhannssyni, samskiptafulltrúa Símans, um verðhækkun á áskriftarleiðinni Síminn Sport, sem fer úr 4.900 krónum í 6.500 krónur um mánaðamótin. Um er að ræða 33 prósenta hækkun. Ekki erum að ræða einu verðhækkunina sem knattspyrnuunnendur mega sæta um þessar mundir en áskriftargjaldið fyrir Viaplay Total, sem inniheldur útsendingar frá ýmsum knattspyrnuleikjum, hefur verið hækkað úr 2.699 krónum í 2.999 krónur. Síminn Sport sýnir frá ensku úrvaldsdeildinni í knattspyrnu en Stöð 2 Sport og Viaplay frá Meistaradeildinni, bikarkeppnunum, Evrópudeildinni og Sambandsdeildinni. Engar verðhækkanir hafa verið tilkynntar hjá Stöð 2 Sport en samkvæmt Morgunblaðinu hefur heildarverðið fyrir áskriftir hjá Símanum Sport, Viaplay og Stöð 2 Sport hækkað úr 9.089 krónum í 13.489 krónur frá haustinu 2021. Vísir og Stöð 2 Sport eru í eigu Sýnar.
Neytendur Enski boltinn Síminn Fjármál heimilisins Sýn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Fleiri fréttir Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira