Körfuboltakvöld um troðsluna hans Hilmars Smára og brotið sem fylgdi: „Heppinn að slasa sig ekki“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. janúar 2023 07:01 Hilmar Snær lenti heldur illa eftir að brotið var á honum þegar hann tróð boltanum með tilþrifum. Vísir/Diego „Í þessum leik sáum við troðslu með stóru T. Mögulega tilþrif ársins,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi Körfuboltakvölds, um troðslu Hilmars Smára Henningssonar í sigri Hauka á KR í framlengdum leik í Subway-deild karla á föstudagskvöld. „Kom mér á óvart, að dómarar leiksins hafi ekki dæmt villu … ég ætla ekki að lenda aftur í dómarapistlum á Karfan.is, Facebook og ég veit ekki hvað og hvað. Þetta er villa,“ sagði Brynjar Þór Björnsson um tilþrif Hilmars Smára og brotið sem fylgdi. Klippa: Körfuboltakvöld: Í þessum leik sáum við troðslu með stóru T „Ég segi bara eitt, nú þarf Karl Jónsson að taka fram penna og lyklaborð og skrifa 64 blaðsíðna lærða ritrýnda grein um það hvernig þeir þrír menn sem dæmdu þennan leik gátu ekki séð að þetta var villa. Það er ótrúlegt. Það má gera fullt af mistökum í leik en að það kemur hættuleg árás á gæja sem er að troða. Það er brotið á honum tvisvar,“ bætti Sævar Sævarsson við. „Hann er bara heppinn að slasa sig ekki. Ef ég hefði verið Hilmar hefði ég örugglega fengið tæknivillu. Ég hefði látið dómarann heyra það,“ bætti Brynjar Þór við. Þessa ótrúlegu körfu, brot og umræðu Körfuboltakvölds má sjá í spilaranum hér að neðan. Einnig var farið yfir líkamsstöðu Máté Dalmay, þjálfara Hauka, á hliðarlínunni. „Honum hlýtur að vera annað hvort mál að míga eða kúka, þetta er ekkert eðlileg líkamsstaða. Það er eitthvað að gerast, hann er að fá einhvern magakrampa.“ Körfubolti Körfuboltakvöld Haukar Subway-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu flottustu tilþrifin í 14. umferð - Svakaleg troðsla á toppnum Fjórtánda umferð Subway deildar karla í körfubolta var gerð upp í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport á föstudagskvöld. 28. janúar 2023 12:00 Leik lokið: Haukar - KR 103-101 | Heimamenn sigruðu botnliðið í spennutrylli Botnlið KR heimsótti Hauka í Ólafssal í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn var æsispennandi og þurfti að framlengja þar sem staðan var jöfn 94-94 þegar fjórða leikhluta lauk. Í framlengingunn kláraði Darwin Davis Jr. leikinn fyrir Hauka og tryggði þeim mikilvægan sigur. Á sama tíma er KR áfram á botni deildarinnar en með sigri hefði liðið jafnað Þór Þorlákshöfn og ÍR að stigum. 27. janúar 2023 20:20 Máté Dalmay: Daniel Mortensen setti niður risastór skot Máté Dalmay, þjálfari Hauka, var ekki sáttur við frammistöðu lærisveina sinna þegar liðið vann torsóttan sigur gegn KR eftir framlengingu í Subway-deild karla í körfubolta. Maté var þó létt að hafa náð að landa tveimur stigum. 27. janúar 2023 21:30 Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Handbolti Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira
„Kom mér á óvart, að dómarar leiksins hafi ekki dæmt villu … ég ætla ekki að lenda aftur í dómarapistlum á Karfan.is, Facebook og ég veit ekki hvað og hvað. Þetta er villa,“ sagði Brynjar Þór Björnsson um tilþrif Hilmars Smára og brotið sem fylgdi. Klippa: Körfuboltakvöld: Í þessum leik sáum við troðslu með stóru T „Ég segi bara eitt, nú þarf Karl Jónsson að taka fram penna og lyklaborð og skrifa 64 blaðsíðna lærða ritrýnda grein um það hvernig þeir þrír menn sem dæmdu þennan leik gátu ekki séð að þetta var villa. Það er ótrúlegt. Það má gera fullt af mistökum í leik en að það kemur hættuleg árás á gæja sem er að troða. Það er brotið á honum tvisvar,“ bætti Sævar Sævarsson við. „Hann er bara heppinn að slasa sig ekki. Ef ég hefði verið Hilmar hefði ég örugglega fengið tæknivillu. Ég hefði látið dómarann heyra það,“ bætti Brynjar Þór við. Þessa ótrúlegu körfu, brot og umræðu Körfuboltakvölds má sjá í spilaranum hér að neðan. Einnig var farið yfir líkamsstöðu Máté Dalmay, þjálfara Hauka, á hliðarlínunni. „Honum hlýtur að vera annað hvort mál að míga eða kúka, þetta er ekkert eðlileg líkamsstaða. Það er eitthvað að gerast, hann er að fá einhvern magakrampa.“
Körfubolti Körfuboltakvöld Haukar Subway-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu flottustu tilþrifin í 14. umferð - Svakaleg troðsla á toppnum Fjórtánda umferð Subway deildar karla í körfubolta var gerð upp í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport á föstudagskvöld. 28. janúar 2023 12:00 Leik lokið: Haukar - KR 103-101 | Heimamenn sigruðu botnliðið í spennutrylli Botnlið KR heimsótti Hauka í Ólafssal í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn var æsispennandi og þurfti að framlengja þar sem staðan var jöfn 94-94 þegar fjórða leikhluta lauk. Í framlengingunn kláraði Darwin Davis Jr. leikinn fyrir Hauka og tryggði þeim mikilvægan sigur. Á sama tíma er KR áfram á botni deildarinnar en með sigri hefði liðið jafnað Þór Þorlákshöfn og ÍR að stigum. 27. janúar 2023 20:20 Máté Dalmay: Daniel Mortensen setti niður risastór skot Máté Dalmay, þjálfari Hauka, var ekki sáttur við frammistöðu lærisveina sinna þegar liðið vann torsóttan sigur gegn KR eftir framlengingu í Subway-deild karla í körfubolta. Maté var þó létt að hafa náð að landa tveimur stigum. 27. janúar 2023 21:30 Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Handbolti Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sjá meira
Sjáðu flottustu tilþrifin í 14. umferð - Svakaleg troðsla á toppnum Fjórtánda umferð Subway deildar karla í körfubolta var gerð upp í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport á föstudagskvöld. 28. janúar 2023 12:00
Leik lokið: Haukar - KR 103-101 | Heimamenn sigruðu botnliðið í spennutrylli Botnlið KR heimsótti Hauka í Ólafssal í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn var æsispennandi og þurfti að framlengja þar sem staðan var jöfn 94-94 þegar fjórða leikhluta lauk. Í framlengingunn kláraði Darwin Davis Jr. leikinn fyrir Hauka og tryggði þeim mikilvægan sigur. Á sama tíma er KR áfram á botni deildarinnar en með sigri hefði liðið jafnað Þór Þorlákshöfn og ÍR að stigum. 27. janúar 2023 20:20
Máté Dalmay: Daniel Mortensen setti niður risastór skot Máté Dalmay, þjálfari Hauka, var ekki sáttur við frammistöðu lærisveina sinna þegar liðið vann torsóttan sigur gegn KR eftir framlengingu í Subway-deild karla í körfubolta. Maté var þó létt að hafa náð að landa tveimur stigum. 27. janúar 2023 21:30
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn