Vegna fyrirhugaðrar upptöku á notkun rafbyssa við löggæslustörf á Íslandi Eva Einarsdóttir skrifar 27. janúar 2023 19:00 Íslandsdeild Amnesty International ítrekar fyrri hvatningar til íslenskra stjórnvalda að taka tillit til þeirra athugasemda sem samtökin hafa gert við notkun rafbyssa. Deildin hvetur stjórnvöld til þess að innleiða ekki notkun þeirra við löggæslustörf á Íslandi fyrr en farið hefur verið að tilmælum sem fram koma í skýrslum Amnesty International og að fram fari ítarleg og óháð rannsókn á notkun rafbyssa og áhrifum þeirra. Árið 2007 fékk Íslandsdeild Amnesty International upplýsingar um að íslensk lögregluyfirvöld hefðu til athugunar að lögreglan tæki til notkunar rafbyssur hér á landi. Í ljósi alvarlegra athugasemda Amnesty International við beitingu slíkra vopna sendu samtökin bréf til yfirvalda ásamt eintökum tveggja rannsóknarskýrslna, Amnesty International: European Union: Stopping the Trade in Tools of Torture Pol 34/011/2007og USA: Amnesty International´s continuing concerns about taser use AMR 51/030/2006. Árið 2008 sendi Íslandsdeild Amnesty International dómsmálaráðherra bréf þar sem vakin var athygli hans á gögnum um dauðsföll þar sem rafbyssur hafa verið notaðar og um mikla hættu á misnotkun rafbyssa. Með bréfinu fylgdu framangreindar tvær rannsóknarskýrslur samtakanna, auk eftirtalinna tveggja skýrslna: Canada: Inappropriate and exessive use of tasers, AMR 20/002/2007og USA: Amnesty International´s concerns about taser use: Statement to the U.S Justice Department inquiry into deaths in custody AMR 51/151/2007 Í síðastnefndu skýrslunni kom m.a. fram að Amnesty International hafi á tímabilinu frá júní 2001 til september 2007 skrásett 290 dauðsföll einstaklinga sem Taser rafbyssum var beitt á í Bandaríkjunum einum. Þar af hafi verið staðfest í tugum tilvika að notkun rafbyssa hafi verið eina eða höfuðorsök dauðsfallsins. Í febrúar 2012 var heildarfjöldi látinna kominn úr 290 í ríflega 500 manns og skoruðu samtökin þá á þarlend stjórnvöld að takmarka notkun rafbyssa. Í kjölfar annarrar fjölmiðlaumfjöllunar á árinu 2015 um notkun rafbyssa á Íslandi sendi Íslandsdeild Amnesty International yfirvöldum bréf þar sem ítrekaðar voru fyrri hvatningar til íslenskra stjórnvalda um að taka tillit til þeirra athugasemda sem Amnesty International hefur gert við notkun rafbyssa og innleiða ekki notkun þeirra við löggæslustörf á Íslandi fyrr en farið hefði verið að tilmælum alþjóðasamtakanna Amnesty International um að fram færi ítarleg og óháð rannsókn á notkun rafbyssa og áhrifum þeirra. Í febrúar 2018 gaf hollenska deild Amnesty International út skýrsluna A failed experiment: the TASER-pilot of the Dutch Police sem lýsti miklum vanköntum á innleiðingu rafbyssunotkunar og beitingu rafbyssa í Hollandi. Í skýrslunni kom fram að rafbyssur hafi ítrekað verið notaðar í aðstæðum þar sem það var ekki talið réttlætanlegt. Má nefna að í 23 tilvikum var sá sem varð fyrir rafbyssuspennu þá þegar í varðhaldi lögreglu og í þremur tilvikum í handjárnum eða innan heilbrigðisstofnunar. Einnig kemur fram að rafbyssum hafi oft verið beitt með þeim hætti að þeim sé ætlað að valda sársauka en ekki tímabundinni tauga- og vöðvalömun. Meðalhófs hafi ekki verið gætt og í nokkrum tilvikum hafi beiting rafbyssu geta talist til pyndinga og annarrar grimmilegrar, ómannlegrar eða vanvirðandi meðferðar. Þá kom fram í skýrslunni að hollensk yfirvöld hefðu ekki veitt nægilega nákvæmar leiðbeiningar um beitingu rafbyssa. Þjálfun hafi verið ábótavant og skort hafi upplýsingar um heilsufarsáhættu sem fylgir beitingu svo flókinna vopna. Íslandsdeild Amnesty International hvetur stjórnvöld til að kynna sér meðfylgjandi skýrslur samtakanna og taka fullt tillit til niðurstaðna þeirra áður en frekari ákvarðanir um notkun og innleiðingu rafbyssa á Íslandi verða teknar. Höfundur er formaður Íslandsdeildar Amnesty International. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Rafbyssur Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Íslandsdeild Amnesty International ítrekar fyrri hvatningar til íslenskra stjórnvalda að taka tillit til þeirra athugasemda sem samtökin hafa gert við notkun rafbyssa. Deildin hvetur stjórnvöld til þess að innleiða ekki notkun þeirra við löggæslustörf á Íslandi fyrr en farið hefur verið að tilmælum sem fram koma í skýrslum Amnesty International og að fram fari ítarleg og óháð rannsókn á notkun rafbyssa og áhrifum þeirra. Árið 2007 fékk Íslandsdeild Amnesty International upplýsingar um að íslensk lögregluyfirvöld hefðu til athugunar að lögreglan tæki til notkunar rafbyssur hér á landi. Í ljósi alvarlegra athugasemda Amnesty International við beitingu slíkra vopna sendu samtökin bréf til yfirvalda ásamt eintökum tveggja rannsóknarskýrslna, Amnesty International: European Union: Stopping the Trade in Tools of Torture Pol 34/011/2007og USA: Amnesty International´s continuing concerns about taser use AMR 51/030/2006. Árið 2008 sendi Íslandsdeild Amnesty International dómsmálaráðherra bréf þar sem vakin var athygli hans á gögnum um dauðsföll þar sem rafbyssur hafa verið notaðar og um mikla hættu á misnotkun rafbyssa. Með bréfinu fylgdu framangreindar tvær rannsóknarskýrslur samtakanna, auk eftirtalinna tveggja skýrslna: Canada: Inappropriate and exessive use of tasers, AMR 20/002/2007og USA: Amnesty International´s concerns about taser use: Statement to the U.S Justice Department inquiry into deaths in custody AMR 51/151/2007 Í síðastnefndu skýrslunni kom m.a. fram að Amnesty International hafi á tímabilinu frá júní 2001 til september 2007 skrásett 290 dauðsföll einstaklinga sem Taser rafbyssum var beitt á í Bandaríkjunum einum. Þar af hafi verið staðfest í tugum tilvika að notkun rafbyssa hafi verið eina eða höfuðorsök dauðsfallsins. Í febrúar 2012 var heildarfjöldi látinna kominn úr 290 í ríflega 500 manns og skoruðu samtökin þá á þarlend stjórnvöld að takmarka notkun rafbyssa. Í kjölfar annarrar fjölmiðlaumfjöllunar á árinu 2015 um notkun rafbyssa á Íslandi sendi Íslandsdeild Amnesty International yfirvöldum bréf þar sem ítrekaðar voru fyrri hvatningar til íslenskra stjórnvalda um að taka tillit til þeirra athugasemda sem Amnesty International hefur gert við notkun rafbyssa og innleiða ekki notkun þeirra við löggæslustörf á Íslandi fyrr en farið hefði verið að tilmælum alþjóðasamtakanna Amnesty International um að fram færi ítarleg og óháð rannsókn á notkun rafbyssa og áhrifum þeirra. Í febrúar 2018 gaf hollenska deild Amnesty International út skýrsluna A failed experiment: the TASER-pilot of the Dutch Police sem lýsti miklum vanköntum á innleiðingu rafbyssunotkunar og beitingu rafbyssa í Hollandi. Í skýrslunni kom fram að rafbyssur hafi ítrekað verið notaðar í aðstæðum þar sem það var ekki talið réttlætanlegt. Má nefna að í 23 tilvikum var sá sem varð fyrir rafbyssuspennu þá þegar í varðhaldi lögreglu og í þremur tilvikum í handjárnum eða innan heilbrigðisstofnunar. Einnig kemur fram að rafbyssum hafi oft verið beitt með þeim hætti að þeim sé ætlað að valda sársauka en ekki tímabundinni tauga- og vöðvalömun. Meðalhófs hafi ekki verið gætt og í nokkrum tilvikum hafi beiting rafbyssu geta talist til pyndinga og annarrar grimmilegrar, ómannlegrar eða vanvirðandi meðferðar. Þá kom fram í skýrslunni að hollensk yfirvöld hefðu ekki veitt nægilega nákvæmar leiðbeiningar um beitingu rafbyssa. Þjálfun hafi verið ábótavant og skort hafi upplýsingar um heilsufarsáhættu sem fylgir beitingu svo flókinna vopna. Íslandsdeild Amnesty International hvetur stjórnvöld til að kynna sér meðfylgjandi skýrslur samtakanna og taka fullt tillit til niðurstaðna þeirra áður en frekari ákvarðanir um notkun og innleiðingu rafbyssa á Íslandi verða teknar. Höfundur er formaður Íslandsdeildar Amnesty International.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun