Frökkum gert að yfirgefa Búrkína Fasó Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2023 09:03 Ibrahim Traore, leiðtoga herforingjastjórnarinnar í Búrkína Fasó, á mótmælum gegn Frakklandi og veru franskra hermanna í landinu. AP/Kilaye Bationo Franskir hermenn munu yfirgefa Búrkína Fasó í næsta mánuði. Herforingjastjórn Afríkuríkisins hefur krafist þess að fyrrverandi nýlenduherrar þess fari á brott en herforingjastjórnin hefur að undanförnu leitað frekar til Rússlands eftir aðstoð gegn umsvifamiklum vígahópum á Sahel-svæðinu svokallaða. Frakkar hafa verið með hersveitir í vesturhluta Sahel svæðisins svokallaða frá 2013 en vígamönnum á vegum Al-Qaeda og Íslamska ríkisins hefur vaxið mikið ásmegin þar. Þúsundir hafa látið lífið í átökum á svæðinu og nærri því tvær milljónir íbúa Búrkína Fasó hafa þurft að flýja heimili sín vegna átakanna. Sahel svæðið er þurrt svæði suður af Shara eyðimörkinni. Valdarán í Malí, Tjad og Búrkína Faso eru sögð hafa grafið undan samskiptum Frakka við þau ríki og gefið vígamönnum á Sahel svæðinu byr undir báða vængi. Frakkar hafa verið með um fjögur hundruð sérsveitarmenn í Búrkína Fasó á grundvelli samkomulags frá 2018. Því samkomulagi hefur verið rift af Ibrahim Traore, leiðtoga herforingjastjórnarinnar, en hann hefur sagst tilbúinn til að vinna með öðrum ríkjum en Frakklandi og þá sérstaklega Rússlandi. Frakkar fluttu í fyrra hermenn sína frá Malí vegna versnandi samskipta við herstjórnina þar. Í heildina eru Frakkar með um þrjú þúsund hermenn á Sahel svæðinu en flestir eru í Tjad og Níger. Núverandi herforingjastjórn Búrkína Fasó rændi í fyrra völdum af annarri herforingjastjórn sem tekið hafði völd af ríkisstjórn landsins skömmu áður. Báðar herforingjastjórnirnar gerðu það á þeim grundvelli að fyrri ríkisstjórnir hefðu ekki gert nóg til að binda enda á átökin í landinu. Herforingjastjórn Búrkína Fasó hefur ekki stjórn á um þriðjungi landsins, samkvæmt frétt France24. Í byrjun mánaðarins skipaði herforingjastjórn Búrkína Fasó sendiherra Frakklands að yfirgefa landið. Skömmu áður hafði mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna í ríkinu verið gert að fara. Nana Akufo-Addo, forseti Gana, sakaði Traore í desember um að hafa skrifað undir samning við Wagner Group, mjög svo umdeildan málaliðahóp frá Rússlandi, sem Bandaríkin hafa skilgreint sem alþjóðleg glæpasamtök og sakaður hefur verið um margvísleg ódæði, meðal annars í Malí. Sjá einnig: Hermenn og rússneskir málaliðar tóku hundruð af lífi í Malí Akufo-Adda sagðist ekki vilja hafa málaliðahópinn starfandi við landamæri Gana. Vera rússneskra málaliða í Búrkína Fasó hefur þó ekki verið staðfest. Búrkína Fasó Frakkland Tjad Níger Gana Rússland Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira
Frakkar hafa verið með hersveitir í vesturhluta Sahel svæðisins svokallaða frá 2013 en vígamönnum á vegum Al-Qaeda og Íslamska ríkisins hefur vaxið mikið ásmegin þar. Þúsundir hafa látið lífið í átökum á svæðinu og nærri því tvær milljónir íbúa Búrkína Fasó hafa þurft að flýja heimili sín vegna átakanna. Sahel svæðið er þurrt svæði suður af Shara eyðimörkinni. Valdarán í Malí, Tjad og Búrkína Faso eru sögð hafa grafið undan samskiptum Frakka við þau ríki og gefið vígamönnum á Sahel svæðinu byr undir báða vængi. Frakkar hafa verið með um fjögur hundruð sérsveitarmenn í Búrkína Fasó á grundvelli samkomulags frá 2018. Því samkomulagi hefur verið rift af Ibrahim Traore, leiðtoga herforingjastjórnarinnar, en hann hefur sagst tilbúinn til að vinna með öðrum ríkjum en Frakklandi og þá sérstaklega Rússlandi. Frakkar fluttu í fyrra hermenn sína frá Malí vegna versnandi samskipta við herstjórnina þar. Í heildina eru Frakkar með um þrjú þúsund hermenn á Sahel svæðinu en flestir eru í Tjad og Níger. Núverandi herforingjastjórn Búrkína Fasó rændi í fyrra völdum af annarri herforingjastjórn sem tekið hafði völd af ríkisstjórn landsins skömmu áður. Báðar herforingjastjórnirnar gerðu það á þeim grundvelli að fyrri ríkisstjórnir hefðu ekki gert nóg til að binda enda á átökin í landinu. Herforingjastjórn Búrkína Fasó hefur ekki stjórn á um þriðjungi landsins, samkvæmt frétt France24. Í byrjun mánaðarins skipaði herforingjastjórn Búrkína Fasó sendiherra Frakklands að yfirgefa landið. Skömmu áður hafði mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna í ríkinu verið gert að fara. Nana Akufo-Addo, forseti Gana, sakaði Traore í desember um að hafa skrifað undir samning við Wagner Group, mjög svo umdeildan málaliðahóp frá Rússlandi, sem Bandaríkin hafa skilgreint sem alþjóðleg glæpasamtök og sakaður hefur verið um margvísleg ódæði, meðal annars í Malí. Sjá einnig: Hermenn og rússneskir málaliðar tóku hundruð af lífi í Malí Akufo-Adda sagðist ekki vilja hafa málaliðahópinn starfandi við landamæri Gana. Vera rússneskra málaliða í Búrkína Fasó hefur þó ekki verið staðfest.
Búrkína Fasó Frakkland Tjad Níger Gana Rússland Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira