Ósáttur við ábyrgðarleysi leikmanna: „Voru í markaðssetningu á sjálfum sér inni á miðju móti“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. janúar 2023 09:01 Einar Jónsson tók upp hanskann fyrir Guðmund Guðmundsson í Pallborðinu. vísir/vilhelm Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta eiga ekki að vera undanskildir gagnrýni vegna framgöngu liðsins á HM í Svíþjóð og Póllandi. Þetta segir Einar Jónsson, þjálfari Fram. Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson hefur fengið mikla gagnrýni eftir heimsmeistaramótið. Einari finnst þó leikmenn íslenska liðsins sleppa heldur billega enda beri þeir gríðarlega mikla ábyrgð á genginu í Svíþjóð. Einar var gestur Stefáns Árna Pálssonar í Pallborðinu ásamt Guðjóni Guðmundssyni og Theodóri Inga Pálmasyni. „Nú verð ég að taka upp hanskann fyrir Guðmund. Auðvitað ber hann ábyrgð og hann má alveg líta í eigin barm. Allir þjálfarar hljóta að gera það, alveg sama hvernig gengur. Mér finnst það eðlileg vinnubrögð. En í alvöru talað, ætla menn bara að kasta þjálfaranum eða þjálfarateyminu undir rútuna,“ sagði Einar í Pallborðinu. Einari fannst einbeiting leikmanna á köflum ekki vera á réttum stað á HM. „En hvað með leikmennina? Ég ætla að nefna eitt dæmi. Leikmenn voru í, ég veit ekki, markaðssetningu á sjálfum sér inni á miðju stórmóti,“ sagði Einar. „Maður er að hlusta á þá í einhverjum útvarpsþáttum. Heyrðu, kommon. Við erum á stórmóti. Einbeittu þér bara að því verkefni sem þú ert í. Það eru væntanlega blaðamannafundir á tilgreindum tímum eða þið hafið aðgang að leikmönnum á ákveðnum tímum. Þá erum við bara að ræða handbolta eða mótið. Auðvitað má þetta vera á léttum nótum en þar fyrir utan áttu að einbeita þér að þessu verkefni. Þarna finnst mér leikmenn algjörlega klikka.“ Klippa: Pallborðið - Ábyrgðarlausir landsliðsmenn Einari þótti leikmenn íslenska liðsins ekki vera nógu duglegir að taka ábyrgð á sínum þætti í gengi þess á HM. „Það er ekki bara hægt að kasta þjálfaranum fyrir rútuna. Það er fullt af öðrum mönnum sem þurfa að bera ábyrgð og taka ábyrgð. Hafiði hlustað á viðtal við einhvern leikmann sem sagði ég fann mig ekki og tek þetta á mig,“ sagði Einar. Stefán Árni benti honum á að Elliði Snær Viðarsson hefði verið mjög gagnrýninn í eigin garð eftir tapið fyrir Svíum en annars var fátt um svör í þessum efnum. Horfa má á umræðuna úr Pallborðinu í spilaranum hér fyrir ofan. Pallborðið Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson hefur fengið mikla gagnrýni eftir heimsmeistaramótið. Einari finnst þó leikmenn íslenska liðsins sleppa heldur billega enda beri þeir gríðarlega mikla ábyrgð á genginu í Svíþjóð. Einar var gestur Stefáns Árna Pálssonar í Pallborðinu ásamt Guðjóni Guðmundssyni og Theodóri Inga Pálmasyni. „Nú verð ég að taka upp hanskann fyrir Guðmund. Auðvitað ber hann ábyrgð og hann má alveg líta í eigin barm. Allir þjálfarar hljóta að gera það, alveg sama hvernig gengur. Mér finnst það eðlileg vinnubrögð. En í alvöru talað, ætla menn bara að kasta þjálfaranum eða þjálfarateyminu undir rútuna,“ sagði Einar í Pallborðinu. Einari fannst einbeiting leikmanna á köflum ekki vera á réttum stað á HM. „En hvað með leikmennina? Ég ætla að nefna eitt dæmi. Leikmenn voru í, ég veit ekki, markaðssetningu á sjálfum sér inni á miðju stórmóti,“ sagði Einar. „Maður er að hlusta á þá í einhverjum útvarpsþáttum. Heyrðu, kommon. Við erum á stórmóti. Einbeittu þér bara að því verkefni sem þú ert í. Það eru væntanlega blaðamannafundir á tilgreindum tímum eða þið hafið aðgang að leikmönnum á ákveðnum tímum. Þá erum við bara að ræða handbolta eða mótið. Auðvitað má þetta vera á léttum nótum en þar fyrir utan áttu að einbeita þér að þessu verkefni. Þarna finnst mér leikmenn algjörlega klikka.“ Klippa: Pallborðið - Ábyrgðarlausir landsliðsmenn Einari þótti leikmenn íslenska liðsins ekki vera nógu duglegir að taka ábyrgð á sínum þætti í gengi þess á HM. „Það er ekki bara hægt að kasta þjálfaranum fyrir rútuna. Það er fullt af öðrum mönnum sem þurfa að bera ábyrgð og taka ábyrgð. Hafiði hlustað á viðtal við einhvern leikmann sem sagði ég fann mig ekki og tek þetta á mig,“ sagði Einar. Stefán Árni benti honum á að Elliði Snær Viðarsson hefði verið mjög gagnrýninn í eigin garð eftir tapið fyrir Svíum en annars var fátt um svör í þessum efnum. Horfa má á umræðuna úr Pallborðinu í spilaranum hér fyrir ofan.
Pallborðið Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Sjá meira