Ósáttur við ábyrgðarleysi leikmanna: „Voru í markaðssetningu á sjálfum sér inni á miðju móti“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. janúar 2023 09:01 Einar Jónsson tók upp hanskann fyrir Guðmund Guðmundsson í Pallborðinu. vísir/vilhelm Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta eiga ekki að vera undanskildir gagnrýni vegna framgöngu liðsins á HM í Svíþjóð og Póllandi. Þetta segir Einar Jónsson, þjálfari Fram. Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson hefur fengið mikla gagnrýni eftir heimsmeistaramótið. Einari finnst þó leikmenn íslenska liðsins sleppa heldur billega enda beri þeir gríðarlega mikla ábyrgð á genginu í Svíþjóð. Einar var gestur Stefáns Árna Pálssonar í Pallborðinu ásamt Guðjóni Guðmundssyni og Theodóri Inga Pálmasyni. „Nú verð ég að taka upp hanskann fyrir Guðmund. Auðvitað ber hann ábyrgð og hann má alveg líta í eigin barm. Allir þjálfarar hljóta að gera það, alveg sama hvernig gengur. Mér finnst það eðlileg vinnubrögð. En í alvöru talað, ætla menn bara að kasta þjálfaranum eða þjálfarateyminu undir rútuna,“ sagði Einar í Pallborðinu. Einari fannst einbeiting leikmanna á köflum ekki vera á réttum stað á HM. „En hvað með leikmennina? Ég ætla að nefna eitt dæmi. Leikmenn voru í, ég veit ekki, markaðssetningu á sjálfum sér inni á miðju stórmóti,“ sagði Einar. „Maður er að hlusta á þá í einhverjum útvarpsþáttum. Heyrðu, kommon. Við erum á stórmóti. Einbeittu þér bara að því verkefni sem þú ert í. Það eru væntanlega blaðamannafundir á tilgreindum tímum eða þið hafið aðgang að leikmönnum á ákveðnum tímum. Þá erum við bara að ræða handbolta eða mótið. Auðvitað má þetta vera á léttum nótum en þar fyrir utan áttu að einbeita þér að þessu verkefni. Þarna finnst mér leikmenn algjörlega klikka.“ Klippa: Pallborðið - Ábyrgðarlausir landsliðsmenn Einari þótti leikmenn íslenska liðsins ekki vera nógu duglegir að taka ábyrgð á sínum þætti í gengi þess á HM. „Það er ekki bara hægt að kasta þjálfaranum fyrir rútuna. Það er fullt af öðrum mönnum sem þurfa að bera ábyrgð og taka ábyrgð. Hafiði hlustað á viðtal við einhvern leikmann sem sagði ég fann mig ekki og tek þetta á mig,“ sagði Einar. Stefán Árni benti honum á að Elliði Snær Viðarsson hefði verið mjög gagnrýninn í eigin garð eftir tapið fyrir Svíum en annars var fátt um svör í þessum efnum. Horfa má á umræðuna úr Pallborðinu í spilaranum hér fyrir ofan. Pallborðið Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson hefur fengið mikla gagnrýni eftir heimsmeistaramótið. Einari finnst þó leikmenn íslenska liðsins sleppa heldur billega enda beri þeir gríðarlega mikla ábyrgð á genginu í Svíþjóð. Einar var gestur Stefáns Árna Pálssonar í Pallborðinu ásamt Guðjóni Guðmundssyni og Theodóri Inga Pálmasyni. „Nú verð ég að taka upp hanskann fyrir Guðmund. Auðvitað ber hann ábyrgð og hann má alveg líta í eigin barm. Allir þjálfarar hljóta að gera það, alveg sama hvernig gengur. Mér finnst það eðlileg vinnubrögð. En í alvöru talað, ætla menn bara að kasta þjálfaranum eða þjálfarateyminu undir rútuna,“ sagði Einar í Pallborðinu. Einari fannst einbeiting leikmanna á köflum ekki vera á réttum stað á HM. „En hvað með leikmennina? Ég ætla að nefna eitt dæmi. Leikmenn voru í, ég veit ekki, markaðssetningu á sjálfum sér inni á miðju stórmóti,“ sagði Einar. „Maður er að hlusta á þá í einhverjum útvarpsþáttum. Heyrðu, kommon. Við erum á stórmóti. Einbeittu þér bara að því verkefni sem þú ert í. Það eru væntanlega blaðamannafundir á tilgreindum tímum eða þið hafið aðgang að leikmönnum á ákveðnum tímum. Þá erum við bara að ræða handbolta eða mótið. Auðvitað má þetta vera á léttum nótum en þar fyrir utan áttu að einbeita þér að þessu verkefni. Þarna finnst mér leikmenn algjörlega klikka.“ Klippa: Pallborðið - Ábyrgðarlausir landsliðsmenn Einari þótti leikmenn íslenska liðsins ekki vera nógu duglegir að taka ábyrgð á sínum þætti í gengi þess á HM. „Það er ekki bara hægt að kasta þjálfaranum fyrir rútuna. Það er fullt af öðrum mönnum sem þurfa að bera ábyrgð og taka ábyrgð. Hafiði hlustað á viðtal við einhvern leikmann sem sagði ég fann mig ekki og tek þetta á mig,“ sagði Einar. Stefán Árni benti honum á að Elliði Snær Viðarsson hefði verið mjög gagnrýninn í eigin garð eftir tapið fyrir Svíum en annars var fátt um svör í þessum efnum. Horfa má á umræðuna úr Pallborðinu í spilaranum hér fyrir ofan.
Pallborðið Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sjá meira