Krefst rúmra 650 milljón króna af Lindarhvoli og ríkinu Jakob Bjarnar skrifar 26. janúar 2023 14:15 Steinar Þór Guðgeirsson í héraðsdómi Reykjavíkur. Verk hans eru til umfjöllunar í málinu og er hann jafnframt verjandi Lindarhvols og ríkisins. vísir/vilhelm Í morgun var aðalmeðferð í máli Frigusar II ehf á hendur Lindarhvoli ehf og íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Lögmaður Fringusar, Arnar Þór Stefánsson, krefst þess að stefndu verði gert að greiða Frigusi óskipt 651.192.377 krónur með vöxtum og verðtryggingu frá 30. apríl 2019. Í stefnu, sem er 30 blaðsíðna löng, segir að stefnandi krefjist þess til vara að Frigus eigi skaðabótakröfu á hendur Lindarhvoli og ríkinu óskipt sem stefnandi sem nemi missi hagnaðar sem Frigus hefði notið ef tekið hefði verið tilboði Kviku banka hf., dagsettu 14. október 2016 í hlutafé í Klakka ehf og nauðasamningskröfu á hendur Klakka ehf., sem hvort tveggja var í eigu íslenska ríkisins. En vísað er til söluferlis sem hófst eð auglýsingu Lindarhvols 29. september 2016. Fyrirsvarsmaður Frigusar er Sigurður Valtýsson, stjórnarformaður félagsins. Sigurður Valtýsson mætti vitaskuld til að fylgjast með málflutningnum í héraði í dag.vísir/vilhelm Málefni Lindarhvols hafa verið fréttamatur lengi en þetta er einkahlutafélag sem þáverandi og núverandi fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, stofnaði til að hafa umsjá með eignum sem féllu til ríkisins í kjölfar fjármálahrunsins 2008, og svo sölu þeirra eftir atvikum; leita tilboða, meta tilboð, hafa umsjón með samingaviðræðum og annast samningagerð. Þann 28. apríl 2016 gerði Lindarhvoll verktakasamning við Íslög ehf. um framkvæmdastjórn en annar eigandi Íslaga er Steinar Þór Guðgeirsson, sem jafnframt er verjandi í umræddu máli. Fengu afar takmarkaðar upplýsingar um virði Klakka Hinn 29. september 2016 auglýsti Lindarvoll til sölu eignarhluti og tengdar kröfur meðal annars vegna Klakka. Auglýsingin var birt á heimasíðu Lindarhvols og einnig innan um smáauglýsingar Fréttablaðsins. Stefnandi fékk Kviku til að senda inn tilboð fyrir sig. Í stefnu segir að aupplýsingagjöf í aðdraganda sölunnar hafi verið verulega takmörkuð. Kvika óskaði eftir upplýsingum en fékk til baka einblöðung og ekki var nein leið að átta sig á undirliggjandi verðmætum Klakka þar. Þá segir í stefnu: „Hinn 14. október 2016 kl. 15.54 sendi Kvika tilboð í skuldakröfur og eignarhluti í Klakka í samræmi við útboðsskilmála sem veittu mjög takmarkaðar upplýsingar um útboðsandlagið, eins og áður segir (dskj.16). Móttaka tilboðsins var staðfest mínútu síðar. Kl. 15.55 þann sama dag sendi BLM fjárfestingar ehf. („BLM fjárfestingar“) tilboð sem var að nafnvirði 0,9% hærra en tilboð Kviku (dskj.17). Arnar Þór Stefánsson lögmaður hjá Lex sækir málið fyrir hönd Frigusar sem telur sig hafa orðið af verulegum hagnaði þegar tilboði þess í Klakka var ekki tekið.vísir/vilhelm Kl. 1559 var sent inn tilboð í nafni Ásaflatar ehf. („Ásaflöt“) (dskj.18). Kl. 16.27 sendi Kvika tilboð sem var hærra en tilboð BLM fjárfestinga að nafn- og staðgreiðsluvirði (dskj.20). Eini stjórnarmaður BLM fjárfestinga var jafnframt forstjóri Klakka. Eigendur og stjórnendur Ásaflatar voru einnig stjórnendur Klakka (dskj.78).“ Lindarhvoll undirritaði svo kaupsamning við BLM fjárfestingar fyrir hönd ríkisins vegna eignarhlutarins og tengdra krafna í Klakka. Þar var BLM fjárfestingum meðal annars veitt seljandalán þar sem kaupverðið þurfti ekki að greiða fyrr en samþykki Fjármálaeftirlitsins lá fyrir. Segja rangt við haft í útboðinu Stefnandi telur að boð sitt sem Kvika sendi hafi í reynd verið hagstæðasta boðið, annars vegar vegna þess að hin tvö tilboðin hafi í raun verið ógild og hins vegar vegna núvirðisútreiknings. Stefnandi telur auk þess stjórn og aðra fyrirsvarsmenn Lindarhvols brotið með margvíslegum hætti gegn reglum sem giltu um Lindarhvol, „sem og gegn reglum útboðs- og stjórnsýsluréttar um gagnsæi og jafnræði bjóðenda. Þessi brot hafi stuðlað að því að boði Kviku fyrir hönd stefnanda var ekki tekið. Stefnandi hafi af þessum sökum orðið fyrir fjártjóni sem rekja megi til brotanna. Á því fjártjóni bera stefndu óskipta skaðabótaábyrgð,“ segir í stefnunni. Skáskot úr stefnunni. Stefnandi segir upplýsingagjöf af hálfu Lindarhvols hafa verið afskaplega takmörkuð og eins og menn hafi gert allt til að koma sér hjá því að veita þær.skjáskot Þrjú tilboð bárust fyrir lok tilboðsfrests: Frigus (stefnandi): 500.950.431 krónur, BLM fjárfestingar: 505.000.161 krónur og tilboð Ásaflatar: 502.000.000 krónur. Í stefnu segir að ráðgjafa Lindarhvols, Steinari Þór Guðgeirssyni lögmanni, stjórnarformanni Klakka, hafi verið fullkunnugt um að fyrirliggjandi væru þýðingarmiklar óbirtar fjárhagsupplýsingar um félagið. „Þá vissi hann að BLM fjárfestingar, sem stýrt er af forstjóra Klakka, væri að reyna að auka hlut sinn í Klakka, en BLM fjárfestingar hafi gert Lindarhvoli yfirtökutilboð í hlut Lindarhvols í Klakka þann 30. september 2016 að upphæð 428 milljónir króna“. Trúnaðarvinur fjármálaráðherra fenginn til að stýra Lindarhvoli Málefni Lindarhvols hafa lengi verið í deiglunni en hefur mörgum orðið tíðrætt um leyndarhyggju sem um viðskipti félagsins hafa verið. Nú virðist vera að draga til tíðinda og það gæti haft veruleg áhrif á stöðuna í stjórnmálunum. Í gær flutti Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar ræðu þar sem hún gerði þennan málarekstur Frigusar gegn Lindarhvoli og íslenska ríkinu að umtalsefni. „Lindarhvoll var stofnaður af hv fjármálaráðherra, til að koma í verð þeim eignum sem ríkissjóði féll í skaut eftir samninga við slitabú föllnu bankanna. Fékk hv ráðherra trúnaðarvin sinn til að stýra félaginu,“ segir Helga Vala og er þar að tala um Steinar Þór. Helga segir margar spurningar hafi vaknað og kallað hafi verið eftir skýrslu ríkisendurskoðunar á sínum tíma, hvort rétt staðið að þessu vandasama verk? Helga Vala sagði í ræðu að nú stefndi í lögfræðilega ringlureið, verk Steinars Þórs Guðgeirssonar, sem fenginn var til að stýra Lindarhvoli, trúnaðarvinur Bjarna Benediktssonar að sögn Helgu, eru undir í málinu hvar hann svo er verjandi. Hvar í veröldinni, spyr Helga Vala?vísir/vilhelm „Sigurður Þórðarson, sem settur var ríkisendurskoðandi vegna vanhæfis þáverandi ríkisendurskoðanda, skilaði Alþingi og ráðherra skýrslu um hvers hann varð áskynja við rannsóknina en núverandi og fv forseti Alþingis hafa enn ekki leyft birtingu þessarar skýrslu, þrátt fyrir ákvörðun forsætisnefndar þar um. Hvað veldur þessu mun mögulega koma í ljós morgun þegar Sigurður Þórðarson mun bera vitni í einkamáli Frigus gegn Lindarhvoli, vegna þess hvernig staðið var að sölu gríðarlegra almannaeigna.“ Hvar í heiminum gæti viðlíka staða komið upp? Helga Vala segir dómsmálið snúast um ákvarðanir stjórnenda Lindarhvols um hverjir fengu að kaupa og á hvað. „Þá vill svo ótrúlega til að stjórnandi Lindarhvols er fenginn Ad Hoc, til að starfa sem ríkislögmaður og annast þannig vörn íslenska ríkisins og Lindarhvols gagnvart sókn gegn hans eigin ákvörðunum,“ sagði Helga Vala í púlti Alþingis í gær: Ljóst er að Helga Vala telur stefna í lögfræðilega ringulreið vegna þessa máls: „Ríkislögmaður kom fram í fjölmiðlum og sagði alvanalegt að embættið sækti sér lögmenn út í bæ til að reka einstaka mál fyrir embættið en skautaði framhjá því að umræddur lögmaður, handvalinn trúnaðarmaður fjármálaráðherra, hefur beinna hagsmuna að gæta við niðurstöðu málsins, enda er lögmaðurinn sjálfur lykilvitni í málinu. Herra forseti. Hvar í heimi hér gæti verið uppi viðlíka staða og við sjáum nú eiga sér stað í dómskerfinu af hálfu ríkisvaldsins?“ Dómsmál Rekstur hins opinbera Starfsemi Lindarhvols Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Fleiri fréttir JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Sjá meira
Í stefnu, sem er 30 blaðsíðna löng, segir að stefnandi krefjist þess til vara að Frigus eigi skaðabótakröfu á hendur Lindarhvoli og ríkinu óskipt sem stefnandi sem nemi missi hagnaðar sem Frigus hefði notið ef tekið hefði verið tilboði Kviku banka hf., dagsettu 14. október 2016 í hlutafé í Klakka ehf og nauðasamningskröfu á hendur Klakka ehf., sem hvort tveggja var í eigu íslenska ríkisins. En vísað er til söluferlis sem hófst eð auglýsingu Lindarhvols 29. september 2016. Fyrirsvarsmaður Frigusar er Sigurður Valtýsson, stjórnarformaður félagsins. Sigurður Valtýsson mætti vitaskuld til að fylgjast með málflutningnum í héraði í dag.vísir/vilhelm Málefni Lindarhvols hafa verið fréttamatur lengi en þetta er einkahlutafélag sem þáverandi og núverandi fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, stofnaði til að hafa umsjá með eignum sem féllu til ríkisins í kjölfar fjármálahrunsins 2008, og svo sölu þeirra eftir atvikum; leita tilboða, meta tilboð, hafa umsjón með samingaviðræðum og annast samningagerð. Þann 28. apríl 2016 gerði Lindarhvoll verktakasamning við Íslög ehf. um framkvæmdastjórn en annar eigandi Íslaga er Steinar Þór Guðgeirsson, sem jafnframt er verjandi í umræddu máli. Fengu afar takmarkaðar upplýsingar um virði Klakka Hinn 29. september 2016 auglýsti Lindarvoll til sölu eignarhluti og tengdar kröfur meðal annars vegna Klakka. Auglýsingin var birt á heimasíðu Lindarhvols og einnig innan um smáauglýsingar Fréttablaðsins. Stefnandi fékk Kviku til að senda inn tilboð fyrir sig. Í stefnu segir að aupplýsingagjöf í aðdraganda sölunnar hafi verið verulega takmörkuð. Kvika óskaði eftir upplýsingum en fékk til baka einblöðung og ekki var nein leið að átta sig á undirliggjandi verðmætum Klakka þar. Þá segir í stefnu: „Hinn 14. október 2016 kl. 15.54 sendi Kvika tilboð í skuldakröfur og eignarhluti í Klakka í samræmi við útboðsskilmála sem veittu mjög takmarkaðar upplýsingar um útboðsandlagið, eins og áður segir (dskj.16). Móttaka tilboðsins var staðfest mínútu síðar. Kl. 15.55 þann sama dag sendi BLM fjárfestingar ehf. („BLM fjárfestingar“) tilboð sem var að nafnvirði 0,9% hærra en tilboð Kviku (dskj.17). Arnar Þór Stefánsson lögmaður hjá Lex sækir málið fyrir hönd Frigusar sem telur sig hafa orðið af verulegum hagnaði þegar tilboði þess í Klakka var ekki tekið.vísir/vilhelm Kl. 1559 var sent inn tilboð í nafni Ásaflatar ehf. („Ásaflöt“) (dskj.18). Kl. 16.27 sendi Kvika tilboð sem var hærra en tilboð BLM fjárfestinga að nafn- og staðgreiðsluvirði (dskj.20). Eini stjórnarmaður BLM fjárfestinga var jafnframt forstjóri Klakka. Eigendur og stjórnendur Ásaflatar voru einnig stjórnendur Klakka (dskj.78).“ Lindarhvoll undirritaði svo kaupsamning við BLM fjárfestingar fyrir hönd ríkisins vegna eignarhlutarins og tengdra krafna í Klakka. Þar var BLM fjárfestingum meðal annars veitt seljandalán þar sem kaupverðið þurfti ekki að greiða fyrr en samþykki Fjármálaeftirlitsins lá fyrir. Segja rangt við haft í útboðinu Stefnandi telur að boð sitt sem Kvika sendi hafi í reynd verið hagstæðasta boðið, annars vegar vegna þess að hin tvö tilboðin hafi í raun verið ógild og hins vegar vegna núvirðisútreiknings. Stefnandi telur auk þess stjórn og aðra fyrirsvarsmenn Lindarhvols brotið með margvíslegum hætti gegn reglum sem giltu um Lindarhvol, „sem og gegn reglum útboðs- og stjórnsýsluréttar um gagnsæi og jafnræði bjóðenda. Þessi brot hafi stuðlað að því að boði Kviku fyrir hönd stefnanda var ekki tekið. Stefnandi hafi af þessum sökum orðið fyrir fjártjóni sem rekja megi til brotanna. Á því fjártjóni bera stefndu óskipta skaðabótaábyrgð,“ segir í stefnunni. Skáskot úr stefnunni. Stefnandi segir upplýsingagjöf af hálfu Lindarhvols hafa verið afskaplega takmörkuð og eins og menn hafi gert allt til að koma sér hjá því að veita þær.skjáskot Þrjú tilboð bárust fyrir lok tilboðsfrests: Frigus (stefnandi): 500.950.431 krónur, BLM fjárfestingar: 505.000.161 krónur og tilboð Ásaflatar: 502.000.000 krónur. Í stefnu segir að ráðgjafa Lindarhvols, Steinari Þór Guðgeirssyni lögmanni, stjórnarformanni Klakka, hafi verið fullkunnugt um að fyrirliggjandi væru þýðingarmiklar óbirtar fjárhagsupplýsingar um félagið. „Þá vissi hann að BLM fjárfestingar, sem stýrt er af forstjóra Klakka, væri að reyna að auka hlut sinn í Klakka, en BLM fjárfestingar hafi gert Lindarhvoli yfirtökutilboð í hlut Lindarhvols í Klakka þann 30. september 2016 að upphæð 428 milljónir króna“. Trúnaðarvinur fjármálaráðherra fenginn til að stýra Lindarhvoli Málefni Lindarhvols hafa lengi verið í deiglunni en hefur mörgum orðið tíðrætt um leyndarhyggju sem um viðskipti félagsins hafa verið. Nú virðist vera að draga til tíðinda og það gæti haft veruleg áhrif á stöðuna í stjórnmálunum. Í gær flutti Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar ræðu þar sem hún gerði þennan málarekstur Frigusar gegn Lindarhvoli og íslenska ríkinu að umtalsefni. „Lindarhvoll var stofnaður af hv fjármálaráðherra, til að koma í verð þeim eignum sem ríkissjóði féll í skaut eftir samninga við slitabú föllnu bankanna. Fékk hv ráðherra trúnaðarvin sinn til að stýra félaginu,“ segir Helga Vala og er þar að tala um Steinar Þór. Helga segir margar spurningar hafi vaknað og kallað hafi verið eftir skýrslu ríkisendurskoðunar á sínum tíma, hvort rétt staðið að þessu vandasama verk? Helga Vala sagði í ræðu að nú stefndi í lögfræðilega ringlureið, verk Steinars Þórs Guðgeirssonar, sem fenginn var til að stýra Lindarhvoli, trúnaðarvinur Bjarna Benediktssonar að sögn Helgu, eru undir í málinu hvar hann svo er verjandi. Hvar í veröldinni, spyr Helga Vala?vísir/vilhelm „Sigurður Þórðarson, sem settur var ríkisendurskoðandi vegna vanhæfis þáverandi ríkisendurskoðanda, skilaði Alþingi og ráðherra skýrslu um hvers hann varð áskynja við rannsóknina en núverandi og fv forseti Alþingis hafa enn ekki leyft birtingu þessarar skýrslu, þrátt fyrir ákvörðun forsætisnefndar þar um. Hvað veldur þessu mun mögulega koma í ljós morgun þegar Sigurður Þórðarson mun bera vitni í einkamáli Frigus gegn Lindarhvoli, vegna þess hvernig staðið var að sölu gríðarlegra almannaeigna.“ Hvar í heiminum gæti viðlíka staða komið upp? Helga Vala segir dómsmálið snúast um ákvarðanir stjórnenda Lindarhvols um hverjir fengu að kaupa og á hvað. „Þá vill svo ótrúlega til að stjórnandi Lindarhvols er fenginn Ad Hoc, til að starfa sem ríkislögmaður og annast þannig vörn íslenska ríkisins og Lindarhvols gagnvart sókn gegn hans eigin ákvörðunum,“ sagði Helga Vala í púlti Alþingis í gær: Ljóst er að Helga Vala telur stefna í lögfræðilega ringulreið vegna þessa máls: „Ríkislögmaður kom fram í fjölmiðlum og sagði alvanalegt að embættið sækti sér lögmenn út í bæ til að reka einstaka mál fyrir embættið en skautaði framhjá því að umræddur lögmaður, handvalinn trúnaðarmaður fjármálaráðherra, hefur beinna hagsmuna að gæta við niðurstöðu málsins, enda er lögmaðurinn sjálfur lykilvitni í málinu. Herra forseti. Hvar í heimi hér gæti verið uppi viðlíka staða og við sjáum nú eiga sér stað í dómskerfinu af hálfu ríkisvaldsins?“
Dómsmál Rekstur hins opinbera Starfsemi Lindarhvols Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Fleiri fréttir JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Sjá meira