Krapaflóð féll á Patreksfirði Bjarki Sigurðsson skrifar 26. janúar 2023 11:00 Flóðið rann ekki á nein hús. Krapaflóð féll á Patreksfirði á tíunda tímanum í dag. Engin hús eða manneskjur urðu fyrir flóðinu en það féll niður sama farveg og flóðið sem féll á Patreksfirði árið 1983. Flóðið sem féll í morgun er mun minna að umfangi en það fyrir fjörutíu árum síðan en lítill snjór er í fjallinu fyrir ofan bæinn. Þó er mikil rigning og verður svæðinu lokað á meðan verið er að meta stöðuna. Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að íbúar séu beðnir um að halda sig fjarri farvegi flóðsins þar sem ekki er hægt að útiloka frekari flóð. Ekki er talin þörf á rýmingu eins og er. Flóðið féll úr Geirseyrargili á tíunda tímanum í morgun. Aðsend Búið er að virkja samhæfingarstöð í Skógarhlíð og búið að lýsa yfir hættustigi Almannavarna á Patreksfirði. Flóð féll niður sama farveg og flóðið í dag fyrir nákvæmlega fjörutíu árum og fjórum dögum síðan, þann 22. janúar árið 1983. Um síðustu helgi var haldin minningarathöfn í bænum vegna þess. Fjórir létu lífið í því flóði og slösuðust tíu manns. Í samtali við fréttastofu segir Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, að mögulega hafi vatn lekið inn í einhver hús. Þó sé engin ástæða til að vera of stressaður á meðan aðgerðastjórn telur íbúa ekki vera í hættu. Flóðið rann ekki á nein hús.Elfar Steinn „Okkar helstu sérfræðingar eru að skoða aðstæður núna og þetta lítur ágætlega út eftir mínum bestu upplýsingum,“ segir Þórdís. Engir ofanflóðvarnargarðar eru í Geirseyrargili þar sem krapaflóðið féll en það er í undirbúningi að setja garða þar. Áætlað er að framkvæmdir verði þar árin 2024 til 2028. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnarsviðs hjá ríkislögreglustjóra, segir í samtali við fréttastofu að enginn sé í hættu og engin þörf sé á rýmingum. Enn er vatn og krap að flæða niður farveginn.Elfar Steinn „Þetta er miklu minna flóð, miklu minna um sig og veldur engu tjóni, fellur ekki á hús eða neitt slíkt. Gerir það samt að verkum að það er búið að loka svæðinu í kring. Það er ekki hætta talin á stærri flóðum, ekki hætta á að það þurfi að fara í neinar rýmingar. Það gætu haldið áfram að koma svona púlsar í þennan farveg, þess vegna er búið að loka svæðinu. Það er enginn í hættu og ekki þörf á rýmingum,“ segir Víðir. Aðspurður hver næstu skref séu segir hann að ofanflóðasérfræðingar Veðurstofunnar séu að fara yfir þetta og gefa almannavörnum ráð. Það mun koma í ljós þegar líður á daginn við hverju má búast. „Það er talsvert mikið vatn og krap að koma niður enn þá í þessum lækjarfarvegi sem er þarna,“ segir Víðir. Vesturbyggð Almannavarnir Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Minnast þeirra sem létust í krapaflóðum á Patreksfirði fyrir fjörutíu árum Fjörutíu ár verða á morgun liðin frá því að tvö krapaflóð féllu á Patreksfjörð með þeim afleiðingum að fjögur létust og nítján hús skemmdust. Að því tilefni verður blásið til minningarathafnar um hin látnu. 21. janúar 2023 09:31 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Flóðið sem féll í morgun er mun minna að umfangi en það fyrir fjörutíu árum síðan en lítill snjór er í fjallinu fyrir ofan bæinn. Þó er mikil rigning og verður svæðinu lokað á meðan verið er að meta stöðuna. Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að íbúar séu beðnir um að halda sig fjarri farvegi flóðsins þar sem ekki er hægt að útiloka frekari flóð. Ekki er talin þörf á rýmingu eins og er. Flóðið féll úr Geirseyrargili á tíunda tímanum í morgun. Aðsend Búið er að virkja samhæfingarstöð í Skógarhlíð og búið að lýsa yfir hættustigi Almannavarna á Patreksfirði. Flóð féll niður sama farveg og flóðið í dag fyrir nákvæmlega fjörutíu árum og fjórum dögum síðan, þann 22. janúar árið 1983. Um síðustu helgi var haldin minningarathöfn í bænum vegna þess. Fjórir létu lífið í því flóði og slösuðust tíu manns. Í samtali við fréttastofu segir Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, að mögulega hafi vatn lekið inn í einhver hús. Þó sé engin ástæða til að vera of stressaður á meðan aðgerðastjórn telur íbúa ekki vera í hættu. Flóðið rann ekki á nein hús.Elfar Steinn „Okkar helstu sérfræðingar eru að skoða aðstæður núna og þetta lítur ágætlega út eftir mínum bestu upplýsingum,“ segir Þórdís. Engir ofanflóðvarnargarðar eru í Geirseyrargili þar sem krapaflóðið féll en það er í undirbúningi að setja garða þar. Áætlað er að framkvæmdir verði þar árin 2024 til 2028. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnarsviðs hjá ríkislögreglustjóra, segir í samtali við fréttastofu að enginn sé í hættu og engin þörf sé á rýmingum. Enn er vatn og krap að flæða niður farveginn.Elfar Steinn „Þetta er miklu minna flóð, miklu minna um sig og veldur engu tjóni, fellur ekki á hús eða neitt slíkt. Gerir það samt að verkum að það er búið að loka svæðinu í kring. Það er ekki hætta talin á stærri flóðum, ekki hætta á að það þurfi að fara í neinar rýmingar. Það gætu haldið áfram að koma svona púlsar í þennan farveg, þess vegna er búið að loka svæðinu. Það er enginn í hættu og ekki þörf á rýmingum,“ segir Víðir. Aðspurður hver næstu skref séu segir hann að ofanflóðasérfræðingar Veðurstofunnar séu að fara yfir þetta og gefa almannavörnum ráð. Það mun koma í ljós þegar líður á daginn við hverju má búast. „Það er talsvert mikið vatn og krap að koma niður enn þá í þessum lækjarfarvegi sem er þarna,“ segir Víðir.
Vesturbyggð Almannavarnir Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Minnast þeirra sem létust í krapaflóðum á Patreksfirði fyrir fjörutíu árum Fjörutíu ár verða á morgun liðin frá því að tvö krapaflóð féllu á Patreksfjörð með þeim afleiðingum að fjögur létust og nítján hús skemmdust. Að því tilefni verður blásið til minningarathafnar um hin látnu. 21. janúar 2023 09:31 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Minnast þeirra sem létust í krapaflóðum á Patreksfirði fyrir fjörutíu árum Fjörutíu ár verða á morgun liðin frá því að tvö krapaflóð féllu á Patreksfjörð með þeim afleiðingum að fjögur létust og nítján hús skemmdust. Að því tilefni verður blásið til minningarathafnar um hin látnu. 21. janúar 2023 09:31