Krapaflóð féll á Patreksfirði Bjarki Sigurðsson skrifar 26. janúar 2023 11:00 Flóðið rann ekki á nein hús. Krapaflóð féll á Patreksfirði á tíunda tímanum í dag. Engin hús eða manneskjur urðu fyrir flóðinu en það féll niður sama farveg og flóðið sem féll á Patreksfirði árið 1983. Flóðið sem féll í morgun er mun minna að umfangi en það fyrir fjörutíu árum síðan en lítill snjór er í fjallinu fyrir ofan bæinn. Þó er mikil rigning og verður svæðinu lokað á meðan verið er að meta stöðuna. Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að íbúar séu beðnir um að halda sig fjarri farvegi flóðsins þar sem ekki er hægt að útiloka frekari flóð. Ekki er talin þörf á rýmingu eins og er. Flóðið féll úr Geirseyrargili á tíunda tímanum í morgun. Aðsend Búið er að virkja samhæfingarstöð í Skógarhlíð og búið að lýsa yfir hættustigi Almannavarna á Patreksfirði. Flóð féll niður sama farveg og flóðið í dag fyrir nákvæmlega fjörutíu árum og fjórum dögum síðan, þann 22. janúar árið 1983. Um síðustu helgi var haldin minningarathöfn í bænum vegna þess. Fjórir létu lífið í því flóði og slösuðust tíu manns. Í samtali við fréttastofu segir Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, að mögulega hafi vatn lekið inn í einhver hús. Þó sé engin ástæða til að vera of stressaður á meðan aðgerðastjórn telur íbúa ekki vera í hættu. Flóðið rann ekki á nein hús.Elfar Steinn „Okkar helstu sérfræðingar eru að skoða aðstæður núna og þetta lítur ágætlega út eftir mínum bestu upplýsingum,“ segir Þórdís. Engir ofanflóðvarnargarðar eru í Geirseyrargili þar sem krapaflóðið féll en það er í undirbúningi að setja garða þar. Áætlað er að framkvæmdir verði þar árin 2024 til 2028. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnarsviðs hjá ríkislögreglustjóra, segir í samtali við fréttastofu að enginn sé í hættu og engin þörf sé á rýmingum. Enn er vatn og krap að flæða niður farveginn.Elfar Steinn „Þetta er miklu minna flóð, miklu minna um sig og veldur engu tjóni, fellur ekki á hús eða neitt slíkt. Gerir það samt að verkum að það er búið að loka svæðinu í kring. Það er ekki hætta talin á stærri flóðum, ekki hætta á að það þurfi að fara í neinar rýmingar. Það gætu haldið áfram að koma svona púlsar í þennan farveg, þess vegna er búið að loka svæðinu. Það er enginn í hættu og ekki þörf á rýmingum,“ segir Víðir. Aðspurður hver næstu skref séu segir hann að ofanflóðasérfræðingar Veðurstofunnar séu að fara yfir þetta og gefa almannavörnum ráð. Það mun koma í ljós þegar líður á daginn við hverju má búast. „Það er talsvert mikið vatn og krap að koma niður enn þá í þessum lækjarfarvegi sem er þarna,“ segir Víðir. Vesturbyggð Almannavarnir Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Minnast þeirra sem létust í krapaflóðum á Patreksfirði fyrir fjörutíu árum Fjörutíu ár verða á morgun liðin frá því að tvö krapaflóð féllu á Patreksfjörð með þeim afleiðingum að fjögur létust og nítján hús skemmdust. Að því tilefni verður blásið til minningarathafnar um hin látnu. 21. janúar 2023 09:31 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Flóðið sem féll í morgun er mun minna að umfangi en það fyrir fjörutíu árum síðan en lítill snjór er í fjallinu fyrir ofan bæinn. Þó er mikil rigning og verður svæðinu lokað á meðan verið er að meta stöðuna. Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að íbúar séu beðnir um að halda sig fjarri farvegi flóðsins þar sem ekki er hægt að útiloka frekari flóð. Ekki er talin þörf á rýmingu eins og er. Flóðið féll úr Geirseyrargili á tíunda tímanum í morgun. Aðsend Búið er að virkja samhæfingarstöð í Skógarhlíð og búið að lýsa yfir hættustigi Almannavarna á Patreksfirði. Flóð féll niður sama farveg og flóðið í dag fyrir nákvæmlega fjörutíu árum og fjórum dögum síðan, þann 22. janúar árið 1983. Um síðustu helgi var haldin minningarathöfn í bænum vegna þess. Fjórir létu lífið í því flóði og slösuðust tíu manns. Í samtali við fréttastofu segir Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, að mögulega hafi vatn lekið inn í einhver hús. Þó sé engin ástæða til að vera of stressaður á meðan aðgerðastjórn telur íbúa ekki vera í hættu. Flóðið rann ekki á nein hús.Elfar Steinn „Okkar helstu sérfræðingar eru að skoða aðstæður núna og þetta lítur ágætlega út eftir mínum bestu upplýsingum,“ segir Þórdís. Engir ofanflóðvarnargarðar eru í Geirseyrargili þar sem krapaflóðið féll en það er í undirbúningi að setja garða þar. Áætlað er að framkvæmdir verði þar árin 2024 til 2028. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnarsviðs hjá ríkislögreglustjóra, segir í samtali við fréttastofu að enginn sé í hættu og engin þörf sé á rýmingum. Enn er vatn og krap að flæða niður farveginn.Elfar Steinn „Þetta er miklu minna flóð, miklu minna um sig og veldur engu tjóni, fellur ekki á hús eða neitt slíkt. Gerir það samt að verkum að það er búið að loka svæðinu í kring. Það er ekki hætta talin á stærri flóðum, ekki hætta á að það þurfi að fara í neinar rýmingar. Það gætu haldið áfram að koma svona púlsar í þennan farveg, þess vegna er búið að loka svæðinu. Það er enginn í hættu og ekki þörf á rýmingum,“ segir Víðir. Aðspurður hver næstu skref séu segir hann að ofanflóðasérfræðingar Veðurstofunnar séu að fara yfir þetta og gefa almannavörnum ráð. Það mun koma í ljós þegar líður á daginn við hverju má búast. „Það er talsvert mikið vatn og krap að koma niður enn þá í þessum lækjarfarvegi sem er þarna,“ segir Víðir.
Vesturbyggð Almannavarnir Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Minnast þeirra sem létust í krapaflóðum á Patreksfirði fyrir fjörutíu árum Fjörutíu ár verða á morgun liðin frá því að tvö krapaflóð féllu á Patreksfjörð með þeim afleiðingum að fjögur létust og nítján hús skemmdust. Að því tilefni verður blásið til minningarathafnar um hin látnu. 21. janúar 2023 09:31 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Minnast þeirra sem létust í krapaflóðum á Patreksfirði fyrir fjörutíu árum Fjörutíu ár verða á morgun liðin frá því að tvö krapaflóð féllu á Patreksfjörð með þeim afleiðingum að fjögur létust og nítján hús skemmdust. Að því tilefni verður blásið til minningarathafnar um hin látnu. 21. janúar 2023 09:31