Krapaflóð féll á Patreksfirði Bjarki Sigurðsson skrifar 26. janúar 2023 11:00 Flóðið rann ekki á nein hús. Krapaflóð féll á Patreksfirði á tíunda tímanum í dag. Engin hús eða manneskjur urðu fyrir flóðinu en það féll niður sama farveg og flóðið sem féll á Patreksfirði árið 1983. Flóðið sem féll í morgun er mun minna að umfangi en það fyrir fjörutíu árum síðan en lítill snjór er í fjallinu fyrir ofan bæinn. Þó er mikil rigning og verður svæðinu lokað á meðan verið er að meta stöðuna. Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að íbúar séu beðnir um að halda sig fjarri farvegi flóðsins þar sem ekki er hægt að útiloka frekari flóð. Ekki er talin þörf á rýmingu eins og er. Flóðið féll úr Geirseyrargili á tíunda tímanum í morgun. Aðsend Búið er að virkja samhæfingarstöð í Skógarhlíð og búið að lýsa yfir hættustigi Almannavarna á Patreksfirði. Flóð féll niður sama farveg og flóðið í dag fyrir nákvæmlega fjörutíu árum og fjórum dögum síðan, þann 22. janúar árið 1983. Um síðustu helgi var haldin minningarathöfn í bænum vegna þess. Fjórir létu lífið í því flóði og slösuðust tíu manns. Í samtali við fréttastofu segir Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, að mögulega hafi vatn lekið inn í einhver hús. Þó sé engin ástæða til að vera of stressaður á meðan aðgerðastjórn telur íbúa ekki vera í hættu. Flóðið rann ekki á nein hús.Elfar Steinn „Okkar helstu sérfræðingar eru að skoða aðstæður núna og þetta lítur ágætlega út eftir mínum bestu upplýsingum,“ segir Þórdís. Engir ofanflóðvarnargarðar eru í Geirseyrargili þar sem krapaflóðið féll en það er í undirbúningi að setja garða þar. Áætlað er að framkvæmdir verði þar árin 2024 til 2028. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnarsviðs hjá ríkislögreglustjóra, segir í samtali við fréttastofu að enginn sé í hættu og engin þörf sé á rýmingum. Enn er vatn og krap að flæða niður farveginn.Elfar Steinn „Þetta er miklu minna flóð, miklu minna um sig og veldur engu tjóni, fellur ekki á hús eða neitt slíkt. Gerir það samt að verkum að það er búið að loka svæðinu í kring. Það er ekki hætta talin á stærri flóðum, ekki hætta á að það þurfi að fara í neinar rýmingar. Það gætu haldið áfram að koma svona púlsar í þennan farveg, þess vegna er búið að loka svæðinu. Það er enginn í hættu og ekki þörf á rýmingum,“ segir Víðir. Aðspurður hver næstu skref séu segir hann að ofanflóðasérfræðingar Veðurstofunnar séu að fara yfir þetta og gefa almannavörnum ráð. Það mun koma í ljós þegar líður á daginn við hverju má búast. „Það er talsvert mikið vatn og krap að koma niður enn þá í þessum lækjarfarvegi sem er þarna,“ segir Víðir. Vesturbyggð Almannavarnir Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Minnast þeirra sem létust í krapaflóðum á Patreksfirði fyrir fjörutíu árum Fjörutíu ár verða á morgun liðin frá því að tvö krapaflóð féllu á Patreksfjörð með þeim afleiðingum að fjögur létust og nítján hús skemmdust. Að því tilefni verður blásið til minningarathafnar um hin látnu. 21. janúar 2023 09:31 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira
Flóðið sem féll í morgun er mun minna að umfangi en það fyrir fjörutíu árum síðan en lítill snjór er í fjallinu fyrir ofan bæinn. Þó er mikil rigning og verður svæðinu lokað á meðan verið er að meta stöðuna. Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að íbúar séu beðnir um að halda sig fjarri farvegi flóðsins þar sem ekki er hægt að útiloka frekari flóð. Ekki er talin þörf á rýmingu eins og er. Flóðið féll úr Geirseyrargili á tíunda tímanum í morgun. Aðsend Búið er að virkja samhæfingarstöð í Skógarhlíð og búið að lýsa yfir hættustigi Almannavarna á Patreksfirði. Flóð féll niður sama farveg og flóðið í dag fyrir nákvæmlega fjörutíu árum og fjórum dögum síðan, þann 22. janúar árið 1983. Um síðustu helgi var haldin minningarathöfn í bænum vegna þess. Fjórir létu lífið í því flóði og slösuðust tíu manns. Í samtali við fréttastofu segir Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, að mögulega hafi vatn lekið inn í einhver hús. Þó sé engin ástæða til að vera of stressaður á meðan aðgerðastjórn telur íbúa ekki vera í hættu. Flóðið rann ekki á nein hús.Elfar Steinn „Okkar helstu sérfræðingar eru að skoða aðstæður núna og þetta lítur ágætlega út eftir mínum bestu upplýsingum,“ segir Þórdís. Engir ofanflóðvarnargarðar eru í Geirseyrargili þar sem krapaflóðið féll en það er í undirbúningi að setja garða þar. Áætlað er að framkvæmdir verði þar árin 2024 til 2028. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnarsviðs hjá ríkislögreglustjóra, segir í samtali við fréttastofu að enginn sé í hættu og engin þörf sé á rýmingum. Enn er vatn og krap að flæða niður farveginn.Elfar Steinn „Þetta er miklu minna flóð, miklu minna um sig og veldur engu tjóni, fellur ekki á hús eða neitt slíkt. Gerir það samt að verkum að það er búið að loka svæðinu í kring. Það er ekki hætta talin á stærri flóðum, ekki hætta á að það þurfi að fara í neinar rýmingar. Það gætu haldið áfram að koma svona púlsar í þennan farveg, þess vegna er búið að loka svæðinu. Það er enginn í hættu og ekki þörf á rýmingum,“ segir Víðir. Aðspurður hver næstu skref séu segir hann að ofanflóðasérfræðingar Veðurstofunnar séu að fara yfir þetta og gefa almannavörnum ráð. Það mun koma í ljós þegar líður á daginn við hverju má búast. „Það er talsvert mikið vatn og krap að koma niður enn þá í þessum lækjarfarvegi sem er þarna,“ segir Víðir.
Vesturbyggð Almannavarnir Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Minnast þeirra sem létust í krapaflóðum á Patreksfirði fyrir fjörutíu árum Fjörutíu ár verða á morgun liðin frá því að tvö krapaflóð féllu á Patreksfjörð með þeim afleiðingum að fjögur létust og nítján hús skemmdust. Að því tilefni verður blásið til minningarathafnar um hin látnu. 21. janúar 2023 09:31 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Sjá meira
Minnast þeirra sem létust í krapaflóðum á Patreksfirði fyrir fjörutíu árum Fjörutíu ár verða á morgun liðin frá því að tvö krapaflóð féllu á Patreksfjörð með þeim afleiðingum að fjögur létust og nítján hús skemmdust. Að því tilefni verður blásið til minningarathafnar um hin látnu. 21. janúar 2023 09:31