Fjölskylduvænar breytingar í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar 26. janúar 2023 08:01 Fulltrúar Okkar Hveragerðis í bæjarstjórn Hveragerðisbæjar og nefndum bæjarins hafa unnið statt og stöðugt að því að koma stefnumálum Okkar Hveragerðis frá kosningunum í vor til framkvæmda. Eitt meginstefið í stefnumálefnum Okkar Hveragerðis og málefnasamningi nýs meirihluta Okkar Hveragerðis og Framsóknar er fjölskylduvænna samfélag og hafa fulltrúar meirihlutans unnið saman að því að gera þessar sameiginlegu áherslur að veruleika á undanförnum mánuðum. Fríar klukkustundir á leikskóla Stefnt er að því að bjóða 6 klukkustundir fríar á leikskólum Hveragerðisbæjar í skrefum á kjörtímabilinu. Fyrsta fría klukkustundin í leikskóla kom strax til framkvæmda þann 1. september síðastliðinn og í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir því að fríar klukkustundir á leikskóla verði orðnar tvær haustið 2023. Foreldragreiðslur og uppbygging húsakosts fyrir leik- og grunnskóla Reglur um foreldragreiðslur tóku gildi þann 1. október sl., en með þeim er veittur fjárhagslegur stuðningur til foreldra barna eldri en 12 mánaða sem hafa ekki fengið vistunarboð á leikskóla eða hjá dagforeldrum. Fjárhæð greiðslnanna er 110.000 kr. á mánuði fyrir hvert barn og með þeim er leitast við að styðja við foreldra barna sem ekki hafa fengið dagvistun fyrir börn sín eftir 12 mánaða aldur, en áhersla er lögð á að öll börn komist inn á leikskóla við það tímamark. Lagt er upp með að flýta uppbyggingu mannvirkja fyrir leik- og grunnskólastarf eins og þörf er á. Vonir standa til þess að fyrstu deildir nýs leikskóla í Kambalandi hefji starfsemi árið 2023, sem er fyrr en áður var áætlað, ásamt því að fyrirhugað er að framkvæmdir við þriðja áfanga Grunnskólans í Hveragerði hefjist á árinu. Mun þessi uppbygging svara aukinni þjónustuþörf með vaxandi íbúafjölda í bæjarfélaginu. Hækkun frístundastyrks Í meirihlutasamningnum er gert ráð fyrir hækkun frístundastyrks í skrefum á kjörtímabilinu. Til samræmis við það hækkaði frístundastyrkurinn nú um áramót úr 26.000 kr. í 32.000 kr. Hann hækkar því um 6.000 kr. á milli ára, eða jafnmikið og samanlögð hækkun frístundastyrksins undanfarin 4 ár. Leik- og hundasvæði Umhverfið í bænum okkar er einstakt og við leggjum áherslu á að að skapa fjölbreytt umhverfi til útivistar fyrir unga sem aldna. Í því augnamiði hefur nýjum og stærri ærslabelg verið komið fyrir í Dynskógum ásamt því að í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir endurnýjun og viðhaldi á leiksvæðum á næstu misserum auk úrbóta á hundasvæðum bæjarins og hönnun útisvæðis undir Hamrinum. Hamarshöll komin í útboðsferli Tryggja þarf að samhæft íþrótta- og frístundastarf sé í boði fyrir öll börn. Næstu skref í uppbyggingu Hamarshallarinnar eru tekin með það fyrir augum að skapa samkeppnishæfan húsakost til æfinga sem og keppni fyrir allar íþróttir til framtíðar á sem hagkvæmastan máta. Stefnt er að því að koma upp innandyra æfingaaðstöðu fyrir deildir Hamars sem fyrst, sem í framtíðinni getur orðið fyrirmyndar keppnisaðstaða. Útboð 1. áfanga nýrrar Hamarshallar var auglýst þann 16. janúar síðastliðinn og verður spennandi að fylgjast með næstu skrefum í uppbyggingu hallarinnar næstu misserin. Góður búsetukostur fyrir barnafjölskyldur Í Hveragerði er gott að vera, samheldni bæjarbúa og samstaðan skapar einstakan bæjarbrag sem gerir bæinn okkar að góðum búsetukosti, ekki síst fyrir barnafjölskyldur. Okkar Hveragerði telur bæjaryfirvöld eiga að styðja við fjölskylduvænt samfélag og við teljum okkur hafa tekið mikilvæg skref í þá átt frá því nýr meirihluti tók við síðastliðið vor og munum halda því áfram á komandi árum. Höfundur er bæjarfulltrúi Okkar Hveragerðis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Börn og uppeldi Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Fulltrúar Okkar Hveragerðis í bæjarstjórn Hveragerðisbæjar og nefndum bæjarins hafa unnið statt og stöðugt að því að koma stefnumálum Okkar Hveragerðis frá kosningunum í vor til framkvæmda. Eitt meginstefið í stefnumálefnum Okkar Hveragerðis og málefnasamningi nýs meirihluta Okkar Hveragerðis og Framsóknar er fjölskylduvænna samfélag og hafa fulltrúar meirihlutans unnið saman að því að gera þessar sameiginlegu áherslur að veruleika á undanförnum mánuðum. Fríar klukkustundir á leikskóla Stefnt er að því að bjóða 6 klukkustundir fríar á leikskólum Hveragerðisbæjar í skrefum á kjörtímabilinu. Fyrsta fría klukkustundin í leikskóla kom strax til framkvæmda þann 1. september síðastliðinn og í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir því að fríar klukkustundir á leikskóla verði orðnar tvær haustið 2023. Foreldragreiðslur og uppbygging húsakosts fyrir leik- og grunnskóla Reglur um foreldragreiðslur tóku gildi þann 1. október sl., en með þeim er veittur fjárhagslegur stuðningur til foreldra barna eldri en 12 mánaða sem hafa ekki fengið vistunarboð á leikskóla eða hjá dagforeldrum. Fjárhæð greiðslnanna er 110.000 kr. á mánuði fyrir hvert barn og með þeim er leitast við að styðja við foreldra barna sem ekki hafa fengið dagvistun fyrir börn sín eftir 12 mánaða aldur, en áhersla er lögð á að öll börn komist inn á leikskóla við það tímamark. Lagt er upp með að flýta uppbyggingu mannvirkja fyrir leik- og grunnskólastarf eins og þörf er á. Vonir standa til þess að fyrstu deildir nýs leikskóla í Kambalandi hefji starfsemi árið 2023, sem er fyrr en áður var áætlað, ásamt því að fyrirhugað er að framkvæmdir við þriðja áfanga Grunnskólans í Hveragerði hefjist á árinu. Mun þessi uppbygging svara aukinni þjónustuþörf með vaxandi íbúafjölda í bæjarfélaginu. Hækkun frístundastyrks Í meirihlutasamningnum er gert ráð fyrir hækkun frístundastyrks í skrefum á kjörtímabilinu. Til samræmis við það hækkaði frístundastyrkurinn nú um áramót úr 26.000 kr. í 32.000 kr. Hann hækkar því um 6.000 kr. á milli ára, eða jafnmikið og samanlögð hækkun frístundastyrksins undanfarin 4 ár. Leik- og hundasvæði Umhverfið í bænum okkar er einstakt og við leggjum áherslu á að að skapa fjölbreytt umhverfi til útivistar fyrir unga sem aldna. Í því augnamiði hefur nýjum og stærri ærslabelg verið komið fyrir í Dynskógum ásamt því að í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir endurnýjun og viðhaldi á leiksvæðum á næstu misserum auk úrbóta á hundasvæðum bæjarins og hönnun útisvæðis undir Hamrinum. Hamarshöll komin í útboðsferli Tryggja þarf að samhæft íþrótta- og frístundastarf sé í boði fyrir öll börn. Næstu skref í uppbyggingu Hamarshallarinnar eru tekin með það fyrir augum að skapa samkeppnishæfan húsakost til æfinga sem og keppni fyrir allar íþróttir til framtíðar á sem hagkvæmastan máta. Stefnt er að því að koma upp innandyra æfingaaðstöðu fyrir deildir Hamars sem fyrst, sem í framtíðinni getur orðið fyrirmyndar keppnisaðstaða. Útboð 1. áfanga nýrrar Hamarshallar var auglýst þann 16. janúar síðastliðinn og verður spennandi að fylgjast með næstu skrefum í uppbyggingu hallarinnar næstu misserin. Góður búsetukostur fyrir barnafjölskyldur Í Hveragerði er gott að vera, samheldni bæjarbúa og samstaðan skapar einstakan bæjarbrag sem gerir bæinn okkar að góðum búsetukosti, ekki síst fyrir barnafjölskyldur. Okkar Hveragerði telur bæjaryfirvöld eiga að styðja við fjölskylduvænt samfélag og við teljum okkur hafa tekið mikilvæg skref í þá átt frá því nýr meirihluti tók við síðastliðið vor og munum halda því áfram á komandi árum. Höfundur er bæjarfulltrúi Okkar Hveragerðis.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun