Hafði aldrei séð byssu áður en hann afvopnaði fjöldamorðinga Bjarki Sigurðsson skrifar 25. janúar 2023 10:45 Brandon Tsay tókst að afvopna árásarmanninn þegar hann reyndi að láta til skarar skríða í annað sinn. Hinn 26 ára gamli Brandon Tsay afvopnaði Huu Can Tran eftir að sá síðarnefndi hafði myrt tíu manns í danssal í Kaliforníu um helgina. Í myndbandi úr öryggismyndavél má sjá þegar Tsay og Tran börðust um vopnið í smá tíma áður en Tran flúði vettvang. Á laugardaginn í síðustu viku skaut hinn 72 ára gamli Huu Can Tran tíu manns til bana í danssal í borginni Monterey Park í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum. Eftir að hafa skotið á fólkið flúði hann í annan danssal en var þar afvopnaður af Tsay. Í tveimur myndböndum sem TMZ birtir á vefsíðu sinni má sjá þegar Tran labbar inn í herbergi í seinni salnum þar sem Tsay vann. Hann stendur í dyragætt herbergisins um skamma stund og virðist vera að reyna að hlaða byssu sína. Þá hleypur Tsay í átt að honum og fara þeir báðir fram á gang. Hitt myndbandið er úr öryggismyndavél sem er frammi á gangi. Þar sjást mennirnir kljást í nokkrar sekúndur áður en Tsay nær að rífa byssuna af Tran. Hann reynir og reynir að ná byssunni til baka en nær því ekki. Að lokum fer Tran út af staðnum og Tsay hringir í lögregluna. Í samtali við New York Times segir Tsay að hann hafi verið afar hræddur þegar Tran gekk inn í herbergið. Hann taldi sig vera að fara að deyja en hann hafði aldrei séð byssu áður. Síðan þegar Tran byrjaði að hlaða byssuna kom eitthvað yfir Tsay. Hann ákvað að reyna að taka vopnið af honum. „Hann leit út fyrir að vera að leita að fólki, fólki til að skaða. Þegar ég fékk kjarkinn, þá stökk ég snögglega á hann,“ segir Tsay. Tran svipti sig lífi daginn eftir í hvítum sendiferðabíl um það bil fimmtíu kílómetrum frá árásarstaðnum. Umsátursástand hafði myndast en síðan heyrði lögreglan skothljóð úr bílnum. Þegar lögreglumenn opnuðu hurðar bílsins var Tran látinn. Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Monterey fannst látinn í sendiferðabíl Lögregla í Kaliforníu hefur staðfest að maðurinn, sem grunaður er um að hafa skotið tíu manns til bana í dansstúdíói í Monterey á laugardagskvöld, hafi fundist látinn í sendiferðabíl. 23. janúar 2023 06:34 Skaut tíu til bana og gengur enn laus Maður skaut minnst tíu til bana og særði tíu til viðbótar í bæ skammt frá Los Angeles í Bandaríkjunum í nótt. Umfangsmikil hátíð stóð yfir í bænum Monterey Park vegna nýs tunglárs og voru tugir þúsunda manna í bænum. 22. janúar 2023 13:04 Tveggja tíma umsátri lokið og birta mynd af meintum árásarmanni Lögreglan í Monterey hefur nú lokið umsátursaðgerðum vegna leitar að manninum sem skaut tíu manns til bana á skemmtistað í bænum í nótt. Lögreglan vestanhafs hefur ekki viljað gefa út hvort meintur árásarmaður hafi verið í bílnum eða ekki. 22. janúar 2023 22:36 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Á laugardaginn í síðustu viku skaut hinn 72 ára gamli Huu Can Tran tíu manns til bana í danssal í borginni Monterey Park í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum. Eftir að hafa skotið á fólkið flúði hann í annan danssal en var þar afvopnaður af Tsay. Í tveimur myndböndum sem TMZ birtir á vefsíðu sinni má sjá þegar Tran labbar inn í herbergi í seinni salnum þar sem Tsay vann. Hann stendur í dyragætt herbergisins um skamma stund og virðist vera að reyna að hlaða byssu sína. Þá hleypur Tsay í átt að honum og fara þeir báðir fram á gang. Hitt myndbandið er úr öryggismyndavél sem er frammi á gangi. Þar sjást mennirnir kljást í nokkrar sekúndur áður en Tsay nær að rífa byssuna af Tran. Hann reynir og reynir að ná byssunni til baka en nær því ekki. Að lokum fer Tran út af staðnum og Tsay hringir í lögregluna. Í samtali við New York Times segir Tsay að hann hafi verið afar hræddur þegar Tran gekk inn í herbergið. Hann taldi sig vera að fara að deyja en hann hafði aldrei séð byssu áður. Síðan þegar Tran byrjaði að hlaða byssuna kom eitthvað yfir Tsay. Hann ákvað að reyna að taka vopnið af honum. „Hann leit út fyrir að vera að leita að fólki, fólki til að skaða. Þegar ég fékk kjarkinn, þá stökk ég snögglega á hann,“ segir Tsay. Tran svipti sig lífi daginn eftir í hvítum sendiferðabíl um það bil fimmtíu kílómetrum frá árásarstaðnum. Umsátursástand hafði myndast en síðan heyrði lögreglan skothljóð úr bílnum. Þegar lögreglumenn opnuðu hurðar bílsins var Tran látinn.
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Monterey fannst látinn í sendiferðabíl Lögregla í Kaliforníu hefur staðfest að maðurinn, sem grunaður er um að hafa skotið tíu manns til bana í dansstúdíói í Monterey á laugardagskvöld, hafi fundist látinn í sendiferðabíl. 23. janúar 2023 06:34 Skaut tíu til bana og gengur enn laus Maður skaut minnst tíu til bana og særði tíu til viðbótar í bæ skammt frá Los Angeles í Bandaríkjunum í nótt. Umfangsmikil hátíð stóð yfir í bænum Monterey Park vegna nýs tunglárs og voru tugir þúsunda manna í bænum. 22. janúar 2023 13:04 Tveggja tíma umsátri lokið og birta mynd af meintum árásarmanni Lögreglan í Monterey hefur nú lokið umsátursaðgerðum vegna leitar að manninum sem skaut tíu manns til bana á skemmtistað í bænum í nótt. Lögreglan vestanhafs hefur ekki viljað gefa út hvort meintur árásarmaður hafi verið í bílnum eða ekki. 22. janúar 2023 22:36 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Árásarmaðurinn í Monterey fannst látinn í sendiferðabíl Lögregla í Kaliforníu hefur staðfest að maðurinn, sem grunaður er um að hafa skotið tíu manns til bana í dansstúdíói í Monterey á laugardagskvöld, hafi fundist látinn í sendiferðabíl. 23. janúar 2023 06:34
Skaut tíu til bana og gengur enn laus Maður skaut minnst tíu til bana og særði tíu til viðbótar í bæ skammt frá Los Angeles í Bandaríkjunum í nótt. Umfangsmikil hátíð stóð yfir í bænum Monterey Park vegna nýs tunglárs og voru tugir þúsunda manna í bænum. 22. janúar 2023 13:04
Tveggja tíma umsátri lokið og birta mynd af meintum árásarmanni Lögreglan í Monterey hefur nú lokið umsátursaðgerðum vegna leitar að manninum sem skaut tíu manns til bana á skemmtistað í bænum í nótt. Lögreglan vestanhafs hefur ekki viljað gefa út hvort meintur árásarmaður hafi verið í bílnum eða ekki. 22. janúar 2023 22:36