Hlíðin kom niður og fjallið öskraði: „Eins og maður væri að missa þá“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 25. janúar 2023 11:30 Aðalheiður Borgþórsdóttir, íbúi á Seyðisfirði. Stöð 2 Aðalheiður Borgþórsdóttir, íbúi á Seyðisfirði, upplifði þá martröð að horfa á stóra aurskriðu lenda á húsi sínu vitandi að eiginmaður hennar og tveir synir væru staddir þar inni. Rætt var við Aðalheiði í nýjasta þætti af Baklandinu. Það var nokkrum dögum fyrir jólin árið 2020 sem nokkrar aurskriður féllu á Seyðisfjörð með hræðilegum afleiðingum. Horfði á húsið sitt hverfa inn í drullumóðuna Aðalheiður Borgþórsdóttir, atvinnu- og kynningarfulltrúi Múlaþings og íbúi í húsinu Múla, segir frá því að þann 18. desember hafi hún lagt leið sína niður í Ferjuhús að sinna verkefnum. Nóttina áður hafði aurskriða rifið með sér mannlaust hús, Breiðablikshúsið. Rétt áður en Aðalheiður fór í vinnuna ræddi hún við eiginmann sinn og tvo syni. „Ég var svona að segja þeim að ég hefði nú heyrt að það væri einhver sprunga fyrir ofan húsið hjá okkur og þeir ættu nú kannski að fara að drífa sig.“ Það var svo um þrjúleytið þennan sama dag sem stór aurskriða féll á bæinn. Aðalheiður lýsir því hvernig hún hafi horft á húsið sitt hverfa. „Það var náttúrlega rosalegt sjokk. Húsið hverfur bara í drullumóðuna. Þannig að þeir voru inni þegar þetta gerist og ég horfi á. Það var bara alveg eins og maður væri að missa þá.“ Davíð Kristinsson, slökkviliðsmaður hjá Slökkviliði Seyðisfjarðar.Stöð 2 „Fjallið bara öskrar“ Davíð Kristinsson, slökkviliðsmaður hjá Slökkviliði Seyðisfjarðar, var einn af þeim fjölmörgu viðbragðsaðilum sem voru á vettvangi. „Ég sé að hlíðin er að koma niður. Það er ekki að koma skriða niður, hlíðin er bókstaflega að koma niður og fjallið bara öskrar. Þá horfi ég inn á svæðið og sé að það er mjög mikið af fólki þar og hús ennþá uppi standandi. Þannig að ég fikra mig alltaf nær og sé að það er opin leið inn á svæðið. Þar er fjölskyldan að koma út sem býr í Múlanum. Ég bendi þeim bara á hvert þau eiga að fara,“ segir hann. „Mér fannst það vera heil eilífð en þeir komu bara allt í einu hlaupandi út úr svona einhvern veginn drullunni. Það vissi auðvitað engin hverjir, hvort að fólk hefði látist eða ekki. Þannig það var bara kaos,“ segir Aðalheiður. Klippa: Fjallið bara öskrar Baklandið Aurskriður á Seyðisfirði Slökkvilið Björgunarsveitir Múlaþing Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Minnst tíu hús skemmdust þegar stór skriða féll Aurskriða féll á hús á Seyðisfirði um klukkan þrjú. Hún er mögulega sú stærsta sem fallið hefur á svæðinu á síðustu dögum. Ekki er vitað um nein slys á fólki að svo stöddu. Almannavarnarstig á Seyðisfirði hefur verið hækkað úr hættustigi í neyðarstig. Stefnt er að því að rýma bæinn. 18. desember 2020 15:08 Myndband af stóru skriðunni sem féll á Seyðisfirði Neyðarstigi hefur verið lýst yfir á Seyðisfirði eftir að skriður féllu síðdegis í dag. Stefnt er að því að rýma bæinn. 18. desember 2020 16:41 „Þetta var bara áfall“ Kristinn Már Jóhannesson, slökkviliðsmaður á Austfjörðum, var við störf í námunda við húsin sem urðu fyrir stóru skriðunni sem féll á Seyðisfirði um þrjúleytið í dag. Slökkviliðsmenn voru við dæluvinnu þegar drunurnar byrjuðu. Kristinn Már var að ganga frá slöngu með félögum sínum í slökkviliðinu. 18. desember 2020 17:47 Fjórtán hús hrunin eða horfin á Seyðisfirði Þrettán hús við Hafnargötu á Seyðisfirði og eitt við Austurveg eru hrunin eða alveg horfin eftir skriðurnar þar. Sérfræðingar segja tjónið vera gríðarlegt og það muni taka mörg ár að meta það. Starfshópur á vegum stjórnvalda hefur verið skipaður til að reyna að ná utan um hversu mikið heildartjónið er. 21. desember 2020 18:49 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Það var nokkrum dögum fyrir jólin árið 2020 sem nokkrar aurskriður féllu á Seyðisfjörð með hræðilegum afleiðingum. Horfði á húsið sitt hverfa inn í drullumóðuna Aðalheiður Borgþórsdóttir, atvinnu- og kynningarfulltrúi Múlaþings og íbúi í húsinu Múla, segir frá því að þann 18. desember hafi hún lagt leið sína niður í Ferjuhús að sinna verkefnum. Nóttina áður hafði aurskriða rifið með sér mannlaust hús, Breiðablikshúsið. Rétt áður en Aðalheiður fór í vinnuna ræddi hún við eiginmann sinn og tvo syni. „Ég var svona að segja þeim að ég hefði nú heyrt að það væri einhver sprunga fyrir ofan húsið hjá okkur og þeir ættu nú kannski að fara að drífa sig.“ Það var svo um þrjúleytið þennan sama dag sem stór aurskriða féll á bæinn. Aðalheiður lýsir því hvernig hún hafi horft á húsið sitt hverfa. „Það var náttúrlega rosalegt sjokk. Húsið hverfur bara í drullumóðuna. Þannig að þeir voru inni þegar þetta gerist og ég horfi á. Það var bara alveg eins og maður væri að missa þá.“ Davíð Kristinsson, slökkviliðsmaður hjá Slökkviliði Seyðisfjarðar.Stöð 2 „Fjallið bara öskrar“ Davíð Kristinsson, slökkviliðsmaður hjá Slökkviliði Seyðisfjarðar, var einn af þeim fjölmörgu viðbragðsaðilum sem voru á vettvangi. „Ég sé að hlíðin er að koma niður. Það er ekki að koma skriða niður, hlíðin er bókstaflega að koma niður og fjallið bara öskrar. Þá horfi ég inn á svæðið og sé að það er mjög mikið af fólki þar og hús ennþá uppi standandi. Þannig að ég fikra mig alltaf nær og sé að það er opin leið inn á svæðið. Þar er fjölskyldan að koma út sem býr í Múlanum. Ég bendi þeim bara á hvert þau eiga að fara,“ segir hann. „Mér fannst það vera heil eilífð en þeir komu bara allt í einu hlaupandi út úr svona einhvern veginn drullunni. Það vissi auðvitað engin hverjir, hvort að fólk hefði látist eða ekki. Þannig það var bara kaos,“ segir Aðalheiður. Klippa: Fjallið bara öskrar
Baklandið Aurskriður á Seyðisfirði Slökkvilið Björgunarsveitir Múlaþing Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Minnst tíu hús skemmdust þegar stór skriða féll Aurskriða féll á hús á Seyðisfirði um klukkan þrjú. Hún er mögulega sú stærsta sem fallið hefur á svæðinu á síðustu dögum. Ekki er vitað um nein slys á fólki að svo stöddu. Almannavarnarstig á Seyðisfirði hefur verið hækkað úr hættustigi í neyðarstig. Stefnt er að því að rýma bæinn. 18. desember 2020 15:08 Myndband af stóru skriðunni sem féll á Seyðisfirði Neyðarstigi hefur verið lýst yfir á Seyðisfirði eftir að skriður féllu síðdegis í dag. Stefnt er að því að rýma bæinn. 18. desember 2020 16:41 „Þetta var bara áfall“ Kristinn Már Jóhannesson, slökkviliðsmaður á Austfjörðum, var við störf í námunda við húsin sem urðu fyrir stóru skriðunni sem féll á Seyðisfirði um þrjúleytið í dag. Slökkviliðsmenn voru við dæluvinnu þegar drunurnar byrjuðu. Kristinn Már var að ganga frá slöngu með félögum sínum í slökkviliðinu. 18. desember 2020 17:47 Fjórtán hús hrunin eða horfin á Seyðisfirði Þrettán hús við Hafnargötu á Seyðisfirði og eitt við Austurveg eru hrunin eða alveg horfin eftir skriðurnar þar. Sérfræðingar segja tjónið vera gríðarlegt og það muni taka mörg ár að meta það. Starfshópur á vegum stjórnvalda hefur verið skipaður til að reyna að ná utan um hversu mikið heildartjónið er. 21. desember 2020 18:49 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Minnst tíu hús skemmdust þegar stór skriða féll Aurskriða féll á hús á Seyðisfirði um klukkan þrjú. Hún er mögulega sú stærsta sem fallið hefur á svæðinu á síðustu dögum. Ekki er vitað um nein slys á fólki að svo stöddu. Almannavarnarstig á Seyðisfirði hefur verið hækkað úr hættustigi í neyðarstig. Stefnt er að því að rýma bæinn. 18. desember 2020 15:08
Myndband af stóru skriðunni sem féll á Seyðisfirði Neyðarstigi hefur verið lýst yfir á Seyðisfirði eftir að skriður féllu síðdegis í dag. Stefnt er að því að rýma bæinn. 18. desember 2020 16:41
„Þetta var bara áfall“ Kristinn Már Jóhannesson, slökkviliðsmaður á Austfjörðum, var við störf í námunda við húsin sem urðu fyrir stóru skriðunni sem féll á Seyðisfirði um þrjúleytið í dag. Slökkviliðsmenn voru við dæluvinnu þegar drunurnar byrjuðu. Kristinn Már var að ganga frá slöngu með félögum sínum í slökkviliðinu. 18. desember 2020 17:47
Fjórtán hús hrunin eða horfin á Seyðisfirði Þrettán hús við Hafnargötu á Seyðisfirði og eitt við Austurveg eru hrunin eða alveg horfin eftir skriðurnar þar. Sérfræðingar segja tjónið vera gríðarlegt og það muni taka mörg ár að meta það. Starfshópur á vegum stjórnvalda hefur verið skipaður til að reyna að ná utan um hversu mikið heildartjónið er. 21. desember 2020 18:49