Verðtryggð lán 86 prósent af hreinum nýjum lánum hjá bönkunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. janúar 2023 06:38 Lægstu vextir hjá bönkunum eru nú 7,6 prósent að meðaltali. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir útlit sé fyrir að fasteignamarkaðurinn sé að kólna hratt þá er enn tiltölulega hátt hlutfall íbúða að seljast á yfirverði. Þannig seldust 17,4 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu á yfirverði í desember, samanborið við 19,3 prósent í nóvember. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þar segir einnig að vinsældir verðtryggðra lána séu að aukast hratt en mun meira hjá bönkunum heldur en lífeyrissjóðunum. Hjá bönkunum séu verðtryggð lán 86 prósent af hreinum nýjum lánum en hjá lífeyrissjóðunum 24 prósent. Lægstu vextir hjá bönkunum eru nú 7,6 prósent að meðaltali. Í nóvember síðastliðnum seldust 613 stakar íbúðir á landinu öllu ef horft er á ársleiðréttar tölur en til samanburðar seldust 644 í október. Mest var salan í mars 2021, þegar 1.500 íbúðir skiptu um hendur. „Íbúðaverð lækkaði um 0,7% í desember frá fyrri mánuði miðað við vísitölu íbúðaverðs. Þar af lækkaði verð á sérbýli um 2,1% en verð á íbúðum í fjölbýli um 0,3%. Á síðustu þremur mánuðum hefur íbúðaverð lækkað um 0,4% á höfuðborgarsvæðinu sem jafngildir 1,6% á ársgrundvelli,“ segir í samantekt. „Þetta er í fyrsta sinn síðan í apríl 2019 sem þriggja mánaða breytingin er neikvæð. Í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins lækkaði íbúðaverð um 2,7% á milli mánaða og á síðustu þremur mánuðum hefur það lækkað um 4,4%. Annars staðar á landsbyggðinni hækkaði íbúðaverð um 1,5% á milli mánaða.“ Þá segir í samantektinni að ef fólk ætli sér að taka óverðtryggt lán fyrir 80 prósent af kaupverði, með greiðslugetu upp á 250 þúsund krónur á mánuði, þá séu aðeins um 100 íbúðir til sölu á höfuðborgarsvæðinu sem standi því til boða. Í byrjun árs 2020 hafi 800 íbúðir staðið fólkinu til boða. „Með vaxtalækkunum í byrjun árs 2020 jókst framboð íbúða sem þessi hópur réð við og náði hámarki í maí 2020 í nærri 1.600 íbúðum en þá dugði þessi greiðslugeta fyrir kaupum á 69,2 m.kr. íbúð. Þetta er helsta ástæða þess að eftirspurn eftir íbúðahúsnæði snarjókst við lækkun vaxta.“ Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þar segir einnig að vinsældir verðtryggðra lána séu að aukast hratt en mun meira hjá bönkunum heldur en lífeyrissjóðunum. Hjá bönkunum séu verðtryggð lán 86 prósent af hreinum nýjum lánum en hjá lífeyrissjóðunum 24 prósent. Lægstu vextir hjá bönkunum eru nú 7,6 prósent að meðaltali. Í nóvember síðastliðnum seldust 613 stakar íbúðir á landinu öllu ef horft er á ársleiðréttar tölur en til samanburðar seldust 644 í október. Mest var salan í mars 2021, þegar 1.500 íbúðir skiptu um hendur. „Íbúðaverð lækkaði um 0,7% í desember frá fyrri mánuði miðað við vísitölu íbúðaverðs. Þar af lækkaði verð á sérbýli um 2,1% en verð á íbúðum í fjölbýli um 0,3%. Á síðustu þremur mánuðum hefur íbúðaverð lækkað um 0,4% á höfuðborgarsvæðinu sem jafngildir 1,6% á ársgrundvelli,“ segir í samantekt. „Þetta er í fyrsta sinn síðan í apríl 2019 sem þriggja mánaða breytingin er neikvæð. Í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins lækkaði íbúðaverð um 2,7% á milli mánaða og á síðustu þremur mánuðum hefur það lækkað um 4,4%. Annars staðar á landsbyggðinni hækkaði íbúðaverð um 1,5% á milli mánaða.“ Þá segir í samantektinni að ef fólk ætli sér að taka óverðtryggt lán fyrir 80 prósent af kaupverði, með greiðslugetu upp á 250 þúsund krónur á mánuði, þá séu aðeins um 100 íbúðir til sölu á höfuðborgarsvæðinu sem standi því til boða. Í byrjun árs 2020 hafi 800 íbúðir staðið fólkinu til boða. „Með vaxtalækkunum í byrjun árs 2020 jókst framboð íbúða sem þessi hópur réð við og náði hámarki í maí 2020 í nærri 1.600 íbúðum en þá dugði þessi greiðslugeta fyrir kaupum á 69,2 m.kr. íbúð. Þetta er helsta ástæða þess að eftirspurn eftir íbúðahúsnæði snarjókst við lækkun vaxta.“
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira