Ríki lýsir yfir stríði gegn smáfuglum Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 28. janúar 2023 17:00 Grímuvefarar eru fjölmennasta fuglategund jarðarinnar, um einn og hálfur milljarður. Stjórnvöld í Kenía ætla sér að drepa 6 milljónir fugla á næstunni. Getty Images/Luke Dray Stjórnvöld í Kenía hafa lýst yfir stríði við lítinn 12 sentímetra smáfugl og ætla sér að drepa sex milljónir þeirra á næstunni. Dýrafræðingar hafa miklar áhyggjur og segja aðgerðirnar ógna mörgum öðrum dýrategundum. Aukin kornrækt þrengir að fuglunum Grímuvefarar eru litlir sætir fuglar sem aðallega éta grasfræ. Þeir eru félagslyndir og ferðast um sléttur Afríku í stórum hópum. En það er komið babb í bátinn. Miklir þurrkar hafa dregið úr möguleikum þeirra til að afla sér fæðu sem og að mörgum svæðum þar sem fuglarnir halda til og afla sér fæðu hefur verið breytt í ræktunarsvæði bænda. Og því hafa fuglarnir snúið sér að því að éta afurðir bændanna; sem sé kornið og hrísgrjónin sem koma upp á ökrunum og er ætlað til þess að fæða keníönsku þjóðina. Éta af ökrunum fyrir 7 milljarða króna Talið er að grímuvefararnir hafi nú þegar étið og eyðilagt um 120 hektara af hrísgrjónum og aðrir 800 hektarar eru í hættu. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna telur að grímuvefararnir éti hrísgrjón og korn fyrir andvirði 50 milljóna Bandaríkjadala á ári, það svarar til rúmlega 7 milljarða íslenskra króna. Lýsa yfir stríði á hendur fuglunum Því hafa stjórnvöld lýst yfir stríði gegn grímuvefurunum og einsetja sér að drepa 6 milljónir fugla á næstunni. Það hyggjast þau gera með því að dreifa fenthion skordýraeitri úr flugvélum yfir akrana. En það er galli á gjöf Njarðar, segja dýrafræðingar. Þetta efni hverfur ekki sisona þegar menn hafa einu sinni hellt því yfir náttúruna. Það safnast saman og öðrum dýrum og fólki getur stafað hætta af efninu. Ránfuglar Kenía í hættu Dýrafræðingar hafa sérstaklega áhyggjur af því að efnið geti reynst ránfuglum í Kenía hættulegt, en allir ránfuglar landsins eru í útrýmingarhættu. Auk þess ber að hafa í huga að í Afríku einni er einn og hálfur milljarður grímuvefara á flugi. Þeir fljúga saman í svo stórum hópum að það getur tekið einn flokk fimm klukkustundir að fljúga hjá. Að ætla sér að drepa 6 milljónir þeirra með skordýraeitri er því dálítið eins og að skjóta spörfugla með fallbyssu. Bókstaflega. Kenía Dýr Fuglar Tengdar fréttir Lýsa yfir stríði á hendur blóðnefsvefurum Miklir þurrkar í Kenía á síðustu misserum hafa torveldað grasvöxt í landinu og hefur ein afleiðing þess verið að algengar fuglategundir hafa leitað annarra leiða til að slá á hungrið. 17. janúar 2023 07:54 Mest lesið Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Sjá meira
Aukin kornrækt þrengir að fuglunum Grímuvefarar eru litlir sætir fuglar sem aðallega éta grasfræ. Þeir eru félagslyndir og ferðast um sléttur Afríku í stórum hópum. En það er komið babb í bátinn. Miklir þurrkar hafa dregið úr möguleikum þeirra til að afla sér fæðu sem og að mörgum svæðum þar sem fuglarnir halda til og afla sér fæðu hefur verið breytt í ræktunarsvæði bænda. Og því hafa fuglarnir snúið sér að því að éta afurðir bændanna; sem sé kornið og hrísgrjónin sem koma upp á ökrunum og er ætlað til þess að fæða keníönsku þjóðina. Éta af ökrunum fyrir 7 milljarða króna Talið er að grímuvefararnir hafi nú þegar étið og eyðilagt um 120 hektara af hrísgrjónum og aðrir 800 hektarar eru í hættu. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna telur að grímuvefararnir éti hrísgrjón og korn fyrir andvirði 50 milljóna Bandaríkjadala á ári, það svarar til rúmlega 7 milljarða íslenskra króna. Lýsa yfir stríði á hendur fuglunum Því hafa stjórnvöld lýst yfir stríði gegn grímuvefurunum og einsetja sér að drepa 6 milljónir fugla á næstunni. Það hyggjast þau gera með því að dreifa fenthion skordýraeitri úr flugvélum yfir akrana. En það er galli á gjöf Njarðar, segja dýrafræðingar. Þetta efni hverfur ekki sisona þegar menn hafa einu sinni hellt því yfir náttúruna. Það safnast saman og öðrum dýrum og fólki getur stafað hætta af efninu. Ránfuglar Kenía í hættu Dýrafræðingar hafa sérstaklega áhyggjur af því að efnið geti reynst ránfuglum í Kenía hættulegt, en allir ránfuglar landsins eru í útrýmingarhættu. Auk þess ber að hafa í huga að í Afríku einni er einn og hálfur milljarður grímuvefara á flugi. Þeir fljúga saman í svo stórum hópum að það getur tekið einn flokk fimm klukkustundir að fljúga hjá. Að ætla sér að drepa 6 milljónir þeirra með skordýraeitri er því dálítið eins og að skjóta spörfugla með fallbyssu. Bókstaflega.
Kenía Dýr Fuglar Tengdar fréttir Lýsa yfir stríði á hendur blóðnefsvefurum Miklir þurrkar í Kenía á síðustu misserum hafa torveldað grasvöxt í landinu og hefur ein afleiðing þess verið að algengar fuglategundir hafa leitað annarra leiða til að slá á hungrið. 17. janúar 2023 07:54 Mest lesið Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Sjá meira
Lýsa yfir stríði á hendur blóðnefsvefurum Miklir þurrkar í Kenía á síðustu misserum hafa torveldað grasvöxt í landinu og hefur ein afleiðing þess verið að algengar fuglategundir hafa leitað annarra leiða til að slá á hungrið. 17. janúar 2023 07:54