Bjarni vill gjalda varhug við hatursorðræðunámskeiði Katrínar Jakob Bjarnar skrifar 23. janúar 2023 16:23 Katrín hefur boðað þingsályktunartillögu um hatursorðræðu en hún mun fela í sér meðal annars að opinberum starfsmönnum og kjörnum fulltrúum verði gert að sitja sérstakt námskeið um hatursorðræðu. Ekki er á vísan að róa með hvort hún njóti stuðnings innan ríkisstjórnarinnar með það erindi. vísir/vilhelm Ekki var að heyra á Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, að hann muni styðja tillögu sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vill leggja fyrir þingið, að opinberir starfsmenn og kjörnir fulltrúar verði skikkaðir til að sitja sérstakt námskeið um hatursorðræðu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur lýst yfir miklum efasemdum um tillögu sem Katrín hefur boðað og felur í sér það að opinberir starfsmenn sitji skyldunámskeið þar sem fjallað verður um hatursorðræðu sem Katrín segir að hafi færst mjög í aukana á Íslandi að undanförnu. Sigmundur Davíð vildi heyra hver afstaða Bjarna er til málsins og gekk á hann í fyrirspurnartíma á Alþingi nú fyrir stundu. Ætlar Bjarni virkilega að styðja innrætingarnámskeið? Sigmundur Davíð hafði áður spurt Bjarna hvort vænta mætti einhverra fullmótaðra hugmynda um hvernig taka ætti á hælisleitendamálum, og aðgerða í kjölfarið. Bjarni hafði sagt að vissulega væri um vandasaman málaflokk að ræða, umsóknum hafi fjölgað mikið með gríðarlegum kostnaðarauka fyrir ríkissjóð. En hann sneri upp á spurninguna og spurði hvort dómsmálaráðherra, Jón Gunnarsson, sem væri með tilbúið frumvarp, ætti ekki skilið svör frá þinginu sem væri stöðugt að finna nýja fleti á þessu máli? Sigmundur Davíð taldi Bjarna ekki hafa svarað spurningum sínum, hvort von sé á einhverju sem raunverulega getur haft áhrif á ástandið; „hvetur þingið bara til að afgreiða litla útþynnta útlendingafrumvarpið“. Sigmundur vatt þá kvæði sínu í kross, og sagði að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi tilkynnt um hátíðirnar að til stæði að skylda opinbera starfsmenn og kjörna fulltrúa á námskeið, einhvers konar „innrætingarnámskeið“. Sigmundur spurði Bjarna hvort hann og Sjálfstæðisflokkurinn ætluðu virkilega að styðja slíkt og þá stofnun sem ætti að fylgja slíku? „Er það ásættanlegt, að mati formanns Sjálfstæðisflokksins að á Íslandi, á 21. öld í frjálsyndu lýðræðisríki eins og það hefur jafnan verið talið, að yrðu innleidd skyldunámskeið um hugarfar og tjáningu fyrir ríkisstarfsmenn, opinbera starfsmenn almennt og stjórnmálamenn?“ spurði Sigmundur Davíð og ljóst að honum þykja þær fyrirætlanir fráleitar. Bjarni geldur varhug við slíku námskeiðahaldi „Það þarf enginn að velkjast í vafa um það að með þessu þingmáli sem er hér til afgreiðslu á Alþingi um málefni flóttafólks eða hælisleitenda, þeirra sem óska eftir alþjóðlegri vernd, að málinu verði lokið með þessu þingmáli. Þetta er stöðug vinna og ráðherrann verður áfram með vaktina yfir þann málaflokk. Til að skoða hvað fleira þarf að gera,“ svaraði Bjarni Sigmundi sem hafði lymskulega spurt hvort sitjandi ráðherra yrði til að fylgja því máli eftir? Með öðrum orðum dregur Bjarni ekki úr óvissu um hvort Guðrún Hafsteinsdóttir taki við ráðherrastóli Jóns í mars, eins og hún hefur sjálf sagt, eða ekki. Bjarni vék þá að seinni lið spurninga Sigmundar er varðar boðað hatursorðræðunámskeið Katrínar. „Ég hef skilið það þannig varðandi þá umræðu sem átt hefur sér stað um hatursorðræðu að það hafi verið einhver starfshópur sem gerði þetta að tillögu sinni og forsætisráðherra hyggist fleyta þeirri tillögu hingað inn á þingið,“ sagði Bjarni. Og hélt svo áfram: „Almennt séð verð ég að segja að ég geld mikinn varhug við því að skylda fólk til að fara á námskeið um einhverja tiltekna hluti. Og ætla að áskilja mér rétt til að skoða tillöguna þegar hún kemur fram, hvers vegna hún er komin fram og hversu líklegt er að hún kunni að koma að einhverju gagni yfir höfuð um þessi efni. En hana hef ég einfaldlega ekki séð ennþá.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innflytjendamál Tjáningarfrelsi Rekstur hins opinbera Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur lýst yfir miklum efasemdum um tillögu sem Katrín hefur boðað og felur í sér það að opinberir starfsmenn sitji skyldunámskeið þar sem fjallað verður um hatursorðræðu sem Katrín segir að hafi færst mjög í aukana á Íslandi að undanförnu. Sigmundur Davíð vildi heyra hver afstaða Bjarna er til málsins og gekk á hann í fyrirspurnartíma á Alþingi nú fyrir stundu. Ætlar Bjarni virkilega að styðja innrætingarnámskeið? Sigmundur Davíð hafði áður spurt Bjarna hvort vænta mætti einhverra fullmótaðra hugmynda um hvernig taka ætti á hælisleitendamálum, og aðgerða í kjölfarið. Bjarni hafði sagt að vissulega væri um vandasaman málaflokk að ræða, umsóknum hafi fjölgað mikið með gríðarlegum kostnaðarauka fyrir ríkissjóð. En hann sneri upp á spurninguna og spurði hvort dómsmálaráðherra, Jón Gunnarsson, sem væri með tilbúið frumvarp, ætti ekki skilið svör frá þinginu sem væri stöðugt að finna nýja fleti á þessu máli? Sigmundur Davíð taldi Bjarna ekki hafa svarað spurningum sínum, hvort von sé á einhverju sem raunverulega getur haft áhrif á ástandið; „hvetur þingið bara til að afgreiða litla útþynnta útlendingafrumvarpið“. Sigmundur vatt þá kvæði sínu í kross, og sagði að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi tilkynnt um hátíðirnar að til stæði að skylda opinbera starfsmenn og kjörna fulltrúa á námskeið, einhvers konar „innrætingarnámskeið“. Sigmundur spurði Bjarna hvort hann og Sjálfstæðisflokkurinn ætluðu virkilega að styðja slíkt og þá stofnun sem ætti að fylgja slíku? „Er það ásættanlegt, að mati formanns Sjálfstæðisflokksins að á Íslandi, á 21. öld í frjálsyndu lýðræðisríki eins og það hefur jafnan verið talið, að yrðu innleidd skyldunámskeið um hugarfar og tjáningu fyrir ríkisstarfsmenn, opinbera starfsmenn almennt og stjórnmálamenn?“ spurði Sigmundur Davíð og ljóst að honum þykja þær fyrirætlanir fráleitar. Bjarni geldur varhug við slíku námskeiðahaldi „Það þarf enginn að velkjast í vafa um það að með þessu þingmáli sem er hér til afgreiðslu á Alþingi um málefni flóttafólks eða hælisleitenda, þeirra sem óska eftir alþjóðlegri vernd, að málinu verði lokið með þessu þingmáli. Þetta er stöðug vinna og ráðherrann verður áfram með vaktina yfir þann málaflokk. Til að skoða hvað fleira þarf að gera,“ svaraði Bjarni Sigmundi sem hafði lymskulega spurt hvort sitjandi ráðherra yrði til að fylgja því máli eftir? Með öðrum orðum dregur Bjarni ekki úr óvissu um hvort Guðrún Hafsteinsdóttir taki við ráðherrastóli Jóns í mars, eins og hún hefur sjálf sagt, eða ekki. Bjarni vék þá að seinni lið spurninga Sigmundar er varðar boðað hatursorðræðunámskeið Katrínar. „Ég hef skilið það þannig varðandi þá umræðu sem átt hefur sér stað um hatursorðræðu að það hafi verið einhver starfshópur sem gerði þetta að tillögu sinni og forsætisráðherra hyggist fleyta þeirri tillögu hingað inn á þingið,“ sagði Bjarni. Og hélt svo áfram: „Almennt séð verð ég að segja að ég geld mikinn varhug við því að skylda fólk til að fara á námskeið um einhverja tiltekna hluti. Og ætla að áskilja mér rétt til að skoða tillöguna þegar hún kemur fram, hvers vegna hún er komin fram og hversu líklegt er að hún kunni að koma að einhverju gagni yfir höfuð um þessi efni. En hana hef ég einfaldlega ekki séð ennþá.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innflytjendamál Tjáningarfrelsi Rekstur hins opinbera Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira