Lögregla á Mið-Jótlandi greindi frá því í tilkynningu í gær að 49 ára kona og ellefu og fjórtán ára börn hennar hafi fundist látin í húsi í við Østervangsvej í Vejrumbro.
Það hafi verið vinur fjölskyldunnar sem hafi komið að þeim látnum og tilkynnt málið til lögreglunnar.
„Frumrannsókn okkar bendir til að konan hafi að öllum líkindum banað börnunum tveimur og svo svipt sig lífi,“ sagði lögreglumaðurinn Jim Hansen. Hann leggur þó áherslu á að málið sé enn til rannsóknar. Ekkert bendi þó til að aðrir hafi komið við sögu.
Vejrumbro er lítill bær með um fjögur hundruð íbúa, um tíu kílómetra austur af Viborg.
Lögregla hefur boðað til íbúafundar í kvöld vegna málsins, enda sé um að ræða mál sem hafi skekið samfélagið.
Fréttir bárust af því klukkan 17 að staðartíma í gær að búið væri að girða af hluta vegar í Verjumbro vegna rannsóknar máls. Var síðar greint frá því að þrjár manneskjur hafi fundist látnar í húsi í bænum.