Það var lýsandi fyrir gengi liðanna til þessa á mótinu að staðan í hálfleik var jöfn 13-13. Spánverjar héldu sig við þann fjölda marka í síðari hálfleik sömuleiðis á meðan Frakkland bætti í og skoraði tveimur mörkum meira.
Það var því Frakkland sem vann leikinn með tveggja marka mun, lokatölur 28-26. Mörk franska liðsins dreifðust vel en alls voru fjórir leikmenn sama markahæstir með fjögur mörk hver. Hjá Spáni var Daniel Fernandez Jimenez markahæstur með sjö mörk.