Skaut tíu til bana og gengur enn laus Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2023 13:04 Árásarmaðurinn gengur enn laus eftir að hafa myrt tíu og sært tíu til viðbótar. AP/Jae C. Hong Maður skaut minnst tíu til bana og særði tíu til viðbótar í bæ skammt frá Los Angeles í Bandaríkjunum í nótt. Umfangsmikil hátíð stóð yfir í bænum Monterey Park vegna nýs tunglárs og voru tugir þúsunda manna í bænum. Lögreglan segir mann hafa farið inn á skemmtistað og hafið þar skothríð á fólk úr hálfsjálfvirkri byssu. Hann gengur enn laus og stendur umfangsmikil lögregluaðgerð yfir. Lögreglan varðist lengi allra frétta af skotárásinni og hefur enn ekki gefið miklar upplýsingar um hana. Lítið sem ekkert er vitað um árásarmanninn, samkvæmt frétt LA Times, annað en það að hann er karlkyns og gengur enn laus. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir og er ekki búið að opinbera neins konar lýsingu á honum. Maður sem rekur veitingastað á móti skemmtistaðnum þar sem árásin var framin sagði blaðamönnum LA Times að fólk hefði komið hlaupandi þar inn og sagst hafa séð mann vopnaðan hálf sjálfvirkan riffil og með mikið af skotfærum. Maðurinn er sagður hafa skotið á fólk af handahófi. Skotárásir sem þessar eru tiltölulega algengar í Bandaríkjunum. AP fréttaveitan segir þetta sé fimmta skotárásin í Bandaríkjunum í þessum mánuði þar sem nokkrir eru skotnir. Þá sé þetta mannskæðasta árás Bandaríkjanna frá því 21 var skotinn til bana í grunnskóla í Uvalde í Texas í maí. #BREAKING - MASS SHOOTING leaves 10+ DEAD at Lunar New Year Festival in Monterey Park. For licensing or media inquiries please contact: NewsDesk@TrafficNewsLA.com pic.twitter.com/YANjWw3FoZ— Traffic News Los Angeles | TNLA (@TrafficNewsLA) January 22, 2023 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Lögreglan segir mann hafa farið inn á skemmtistað og hafið þar skothríð á fólk úr hálfsjálfvirkri byssu. Hann gengur enn laus og stendur umfangsmikil lögregluaðgerð yfir. Lögreglan varðist lengi allra frétta af skotárásinni og hefur enn ekki gefið miklar upplýsingar um hana. Lítið sem ekkert er vitað um árásarmanninn, samkvæmt frétt LA Times, annað en það að hann er karlkyns og gengur enn laus. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir og er ekki búið að opinbera neins konar lýsingu á honum. Maður sem rekur veitingastað á móti skemmtistaðnum þar sem árásin var framin sagði blaðamönnum LA Times að fólk hefði komið hlaupandi þar inn og sagst hafa séð mann vopnaðan hálf sjálfvirkan riffil og með mikið af skotfærum. Maðurinn er sagður hafa skotið á fólk af handahófi. Skotárásir sem þessar eru tiltölulega algengar í Bandaríkjunum. AP fréttaveitan segir þetta sé fimmta skotárásin í Bandaríkjunum í þessum mánuði þar sem nokkrir eru skotnir. Þá sé þetta mannskæðasta árás Bandaríkjanna frá því 21 var skotinn til bana í grunnskóla í Uvalde í Texas í maí. #BREAKING - MASS SHOOTING leaves 10+ DEAD at Lunar New Year Festival in Monterey Park. For licensing or media inquiries please contact: NewsDesk@TrafficNewsLA.com pic.twitter.com/YANjWw3FoZ— Traffic News Los Angeles | TNLA (@TrafficNewsLA) January 22, 2023
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira