Borgin vinnur á hraða snigilsins Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 21. janúar 2023 21:01 Helga segir að fólk hafi jafnvel flutt úr Fossvoginum vegna húsnæðisvandræða skólans. Vísir/Ívar Móðir barns í Fossvogsskóla segir foreldra langþreytta á ítrekuðum vandamálum sem komið hafa upp í skólanum síðustu misseri, nú síðast þegar gríðarlegur leki varð í glænýju þaki skólans. Borgin vinni á hraða snigilsins, sem sé óásættanlegt. Fossvogsskóli hefur verið talsvert í umræðunni undanfarin ár vegna mygluvandræða en þakið á húsinu lak hressilega í gær og börn voru send heim. Farið verður í það eftir helgi að komast að því hvað fór úrskeiðis, en þakið er mjög nýlegt. Stefnt er að því að kennsla hefjist aftur á mánudagsmorgun. Helga Dögg Björgvinsdóttir, móðir barns í skólanum segir svona vandræði hætt að koma á óvart. „Það sem gerðist í gær, maður kippti sér óvenjulítið upp við þetta af því að það einhvernvegin kemur manni ekkert á óvart lengur í þessu máli. Það er svo margt búið að ganga á undanfarin ár.“ „Ótrúlega mikið rót búið að vera hjá börnunum. Minn er í sjötta bekk og ég held það hafi verið í fyrsta bekk sem það var heill vetur hjá honum í Fossvogsskóla og annars er þetta búið að vera vesen.“ Helga gagnrýnir vinnuhraða borgarinnar. „Ég var í skólaráði þegar að myglumálið kom upp og ég sat ófáa fundina með þessum mönnum frá borginni. Það gerist allt á hraða snigilsins þarna virðist vera.“ Fólk hefur jafnvel flutt úr hverfinu. „Ég veit dæmi um fólk sem að flutti. Bara hreinlega flutti. Þau áttu barn sem var viðkvæmt fyrir myglunni og þau bara fluttu. Svo eru börn farin í aðra skóla líka.“ Reykjavík Mygla í Fossvogsskóla Skóla - og menntamál Grunnskólar Mygla Tengdar fréttir „Við erum búin að vera með fötur, vatnssugur og moppur í allan morgun“ Ekki er kennslufært í Fossvogsskóla vegna leka og börnin á miðstigi hafa verið sent heim. Gripið hefur verið til þess að koma fötum fyrir í gluggum til þess að grípa vatnið. 20. janúar 2023 12:12 Þetta á ekki að gerast Skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg segir mikinn leka í glænýju þaki Fossvogsskóla mikil vonbrigði. Málið verði skoðað strax eftir helgi. Reykjavíkurborg er þannig enn og aftur í vandræðum með húsnæði skólans en á honum voru nýlega gerðar gagngerar endurbætur vegna myglu. 21. janúar 2023 12:30 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Fossvogsskóli hefur verið talsvert í umræðunni undanfarin ár vegna mygluvandræða en þakið á húsinu lak hressilega í gær og börn voru send heim. Farið verður í það eftir helgi að komast að því hvað fór úrskeiðis, en þakið er mjög nýlegt. Stefnt er að því að kennsla hefjist aftur á mánudagsmorgun. Helga Dögg Björgvinsdóttir, móðir barns í skólanum segir svona vandræði hætt að koma á óvart. „Það sem gerðist í gær, maður kippti sér óvenjulítið upp við þetta af því að það einhvernvegin kemur manni ekkert á óvart lengur í þessu máli. Það er svo margt búið að ganga á undanfarin ár.“ „Ótrúlega mikið rót búið að vera hjá börnunum. Minn er í sjötta bekk og ég held það hafi verið í fyrsta bekk sem það var heill vetur hjá honum í Fossvogsskóla og annars er þetta búið að vera vesen.“ Helga gagnrýnir vinnuhraða borgarinnar. „Ég var í skólaráði þegar að myglumálið kom upp og ég sat ófáa fundina með þessum mönnum frá borginni. Það gerist allt á hraða snigilsins þarna virðist vera.“ Fólk hefur jafnvel flutt úr hverfinu. „Ég veit dæmi um fólk sem að flutti. Bara hreinlega flutti. Þau áttu barn sem var viðkvæmt fyrir myglunni og þau bara fluttu. Svo eru börn farin í aðra skóla líka.“
Reykjavík Mygla í Fossvogsskóla Skóla - og menntamál Grunnskólar Mygla Tengdar fréttir „Við erum búin að vera með fötur, vatnssugur og moppur í allan morgun“ Ekki er kennslufært í Fossvogsskóla vegna leka og börnin á miðstigi hafa verið sent heim. Gripið hefur verið til þess að koma fötum fyrir í gluggum til þess að grípa vatnið. 20. janúar 2023 12:12 Þetta á ekki að gerast Skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg segir mikinn leka í glænýju þaki Fossvogsskóla mikil vonbrigði. Málið verði skoðað strax eftir helgi. Reykjavíkurborg er þannig enn og aftur í vandræðum með húsnæði skólans en á honum voru nýlega gerðar gagngerar endurbætur vegna myglu. 21. janúar 2023 12:30 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
„Við erum búin að vera með fötur, vatnssugur og moppur í allan morgun“ Ekki er kennslufært í Fossvogsskóla vegna leka og börnin á miðstigi hafa verið sent heim. Gripið hefur verið til þess að koma fötum fyrir í gluggum til þess að grípa vatnið. 20. janúar 2023 12:12
Þetta á ekki að gerast Skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg segir mikinn leka í glænýju þaki Fossvogsskóla mikil vonbrigði. Málið verði skoðað strax eftir helgi. Reykjavíkurborg er þannig enn og aftur í vandræðum með húsnæði skólans en á honum voru nýlega gerðar gagngerar endurbætur vegna myglu. 21. janúar 2023 12:30