Borgin vinnur á hraða snigilsins Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 21. janúar 2023 21:01 Helga segir að fólk hafi jafnvel flutt úr Fossvoginum vegna húsnæðisvandræða skólans. Vísir/Ívar Móðir barns í Fossvogsskóla segir foreldra langþreytta á ítrekuðum vandamálum sem komið hafa upp í skólanum síðustu misseri, nú síðast þegar gríðarlegur leki varð í glænýju þaki skólans. Borgin vinni á hraða snigilsins, sem sé óásættanlegt. Fossvogsskóli hefur verið talsvert í umræðunni undanfarin ár vegna mygluvandræða en þakið á húsinu lak hressilega í gær og börn voru send heim. Farið verður í það eftir helgi að komast að því hvað fór úrskeiðis, en þakið er mjög nýlegt. Stefnt er að því að kennsla hefjist aftur á mánudagsmorgun. Helga Dögg Björgvinsdóttir, móðir barns í skólanum segir svona vandræði hætt að koma á óvart. „Það sem gerðist í gær, maður kippti sér óvenjulítið upp við þetta af því að það einhvernvegin kemur manni ekkert á óvart lengur í þessu máli. Það er svo margt búið að ganga á undanfarin ár.“ „Ótrúlega mikið rót búið að vera hjá börnunum. Minn er í sjötta bekk og ég held það hafi verið í fyrsta bekk sem það var heill vetur hjá honum í Fossvogsskóla og annars er þetta búið að vera vesen.“ Helga gagnrýnir vinnuhraða borgarinnar. „Ég var í skólaráði þegar að myglumálið kom upp og ég sat ófáa fundina með þessum mönnum frá borginni. Það gerist allt á hraða snigilsins þarna virðist vera.“ Fólk hefur jafnvel flutt úr hverfinu. „Ég veit dæmi um fólk sem að flutti. Bara hreinlega flutti. Þau áttu barn sem var viðkvæmt fyrir myglunni og þau bara fluttu. Svo eru börn farin í aðra skóla líka.“ Reykjavík Mygla í Fossvogsskóla Skóla - og menntamál Grunnskólar Mygla Tengdar fréttir „Við erum búin að vera með fötur, vatnssugur og moppur í allan morgun“ Ekki er kennslufært í Fossvogsskóla vegna leka og börnin á miðstigi hafa verið sent heim. Gripið hefur verið til þess að koma fötum fyrir í gluggum til þess að grípa vatnið. 20. janúar 2023 12:12 Þetta á ekki að gerast Skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg segir mikinn leka í glænýju þaki Fossvogsskóla mikil vonbrigði. Málið verði skoðað strax eftir helgi. Reykjavíkurborg er þannig enn og aftur í vandræðum með húsnæði skólans en á honum voru nýlega gerðar gagngerar endurbætur vegna myglu. 21. janúar 2023 12:30 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Fossvogsskóli hefur verið talsvert í umræðunni undanfarin ár vegna mygluvandræða en þakið á húsinu lak hressilega í gær og börn voru send heim. Farið verður í það eftir helgi að komast að því hvað fór úrskeiðis, en þakið er mjög nýlegt. Stefnt er að því að kennsla hefjist aftur á mánudagsmorgun. Helga Dögg Björgvinsdóttir, móðir barns í skólanum segir svona vandræði hætt að koma á óvart. „Það sem gerðist í gær, maður kippti sér óvenjulítið upp við þetta af því að það einhvernvegin kemur manni ekkert á óvart lengur í þessu máli. Það er svo margt búið að ganga á undanfarin ár.“ „Ótrúlega mikið rót búið að vera hjá börnunum. Minn er í sjötta bekk og ég held það hafi verið í fyrsta bekk sem það var heill vetur hjá honum í Fossvogsskóla og annars er þetta búið að vera vesen.“ Helga gagnrýnir vinnuhraða borgarinnar. „Ég var í skólaráði þegar að myglumálið kom upp og ég sat ófáa fundina með þessum mönnum frá borginni. Það gerist allt á hraða snigilsins þarna virðist vera.“ Fólk hefur jafnvel flutt úr hverfinu. „Ég veit dæmi um fólk sem að flutti. Bara hreinlega flutti. Þau áttu barn sem var viðkvæmt fyrir myglunni og þau bara fluttu. Svo eru börn farin í aðra skóla líka.“
Reykjavík Mygla í Fossvogsskóla Skóla - og menntamál Grunnskólar Mygla Tengdar fréttir „Við erum búin að vera með fötur, vatnssugur og moppur í allan morgun“ Ekki er kennslufært í Fossvogsskóla vegna leka og börnin á miðstigi hafa verið sent heim. Gripið hefur verið til þess að koma fötum fyrir í gluggum til þess að grípa vatnið. 20. janúar 2023 12:12 Þetta á ekki að gerast Skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg segir mikinn leka í glænýju þaki Fossvogsskóla mikil vonbrigði. Málið verði skoðað strax eftir helgi. Reykjavíkurborg er þannig enn og aftur í vandræðum með húsnæði skólans en á honum voru nýlega gerðar gagngerar endurbætur vegna myglu. 21. janúar 2023 12:30 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
„Við erum búin að vera með fötur, vatnssugur og moppur í allan morgun“ Ekki er kennslufært í Fossvogsskóla vegna leka og börnin á miðstigi hafa verið sent heim. Gripið hefur verið til þess að koma fötum fyrir í gluggum til þess að grípa vatnið. 20. janúar 2023 12:12
Þetta á ekki að gerast Skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg segir mikinn leka í glænýju þaki Fossvogsskóla mikil vonbrigði. Málið verði skoðað strax eftir helgi. Reykjavíkurborg er þannig enn og aftur í vandræðum með húsnæði skólans en á honum voru nýlega gerðar gagngerar endurbætur vegna myglu. 21. janúar 2023 12:30