Innlent

Reyndi að lokka barn upp í bíl

Árni Sæberg skrifar
Lögregla leitaði grás fólksbíls í Vestubænum í dag.
Lögregla leitaði grás fólksbíls í Vestubænum í dag. Vísir/Vilhelm

Í dag barst lögreglu tilkynning um að ungu barni hafi verið boðið far af ókunnugum þegar það var á leið í skólann í Vesturbæ Reykjavíkur.

Í dagbókarfærslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir daginn segir að barnið hafi forðað sér inn í skólann og látið starfsmenn hans vita. Lögregla hafi þá ekið um hverfið í leit að gráum fólksbíl, án árangurs.

Í dagbókinni segir að dagurinn hafi verið rólegur á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að lögregla hafi í tvígang haft afskipti af ökumönnum sem grunaðir voru um ölvunarakstur annars vegar og akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna hins vegar.

Þá hafi verið tilkynnt um hávaða frá íbúð í fjölbýlishúsi í miðbænum. Þar hafi maður verið að hlusta á tónlist og ekki verið sáttur við afskiptasemi lögreglu. Hann hafi þó samþykkt að lækka í græjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×