Trump og lögmaður hans dæmdir til greiða milljón dala í sektir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. janúar 2023 07:35 Dómarinn sagði Trump ítrekað hafa freistað þess að nota dómstóla í pólitískum tilgangi. AP/Andrew Harnik Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur skipað Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og einum lögmanna hans að greiða sameiginlega nærri milljón Bandaríkjadala í sektir fyrir tilhæfulausa málsókn þar sem Hillary Clinton, landsnefnd Demókrataflokksins og aðrir meintir óvinir Trump voru sakaðir um umfangsmikið samsæri gegn honum. Málinu var vísað frá í september og Trump skipað að greiða tugþúsundir dala í nóvember. Í dómsorðinu gagnrýnir dómarinn Trump og lögmanninn harðlega fyrir að misnota dómskerfið til að koma höggi á andstæðinga sína og byggja mál sitt á röngum upplýsingum og vitleysu. Dómarinn segir að málið hefði aldrei átt að rata fyrir dómstóla. Málatilbúnaður Trump gekk út á að Clinton og Demókrataflokkurinn hefðu unnið að því með Alríkislögreglunni og fleirum að falsa tengsl milli Trump og Rússlands til að draga úr möguleikum hans í forsetakosningunum árið 2016. Dómarinn gagnrýndi Trump meðal annars fyrir að hafa uppi ásakanir sem hann mátti vita að voru rugl og nefndi sem dæmi þá kenningu að James Comey, fyrrverandi yfirmaður FBI, hefði plottað með Clinton að sækja Trump til saka. Trump var hins vegar aldrei sóttur til saka á þessum tíma og þá væri afar ólíklegt að kært væri á milli Clinton og Comey, þar sem síðarnefndi olli kosningabaráttu Clinton ómældum skaða þegar hann ákvað að hefja rannsókn á tölvupóstum frambjóðandans. Dómarinn sagði enn fremur að þetta mál væri aðeins eitt af mörgum, þar sem Trump hefði freistað þess að nota dómstóla í pólitískum tilgangi. Sagði hann þetta grafa undan réttarríkinu og draga upp þá mynd að lögmenn væru pólitísk peð. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Sjá meira
Málinu var vísað frá í september og Trump skipað að greiða tugþúsundir dala í nóvember. Í dómsorðinu gagnrýnir dómarinn Trump og lögmanninn harðlega fyrir að misnota dómskerfið til að koma höggi á andstæðinga sína og byggja mál sitt á röngum upplýsingum og vitleysu. Dómarinn segir að málið hefði aldrei átt að rata fyrir dómstóla. Málatilbúnaður Trump gekk út á að Clinton og Demókrataflokkurinn hefðu unnið að því með Alríkislögreglunni og fleirum að falsa tengsl milli Trump og Rússlands til að draga úr möguleikum hans í forsetakosningunum árið 2016. Dómarinn gagnrýndi Trump meðal annars fyrir að hafa uppi ásakanir sem hann mátti vita að voru rugl og nefndi sem dæmi þá kenningu að James Comey, fyrrverandi yfirmaður FBI, hefði plottað með Clinton að sækja Trump til saka. Trump var hins vegar aldrei sóttur til saka á þessum tíma og þá væri afar ólíklegt að kært væri á milli Clinton og Comey, þar sem síðarnefndi olli kosningabaráttu Clinton ómældum skaða þegar hann ákvað að hefja rannsókn á tölvupóstum frambjóðandans. Dómarinn sagði enn fremur að þetta mál væri aðeins eitt af mörgum, þar sem Trump hefði freistað þess að nota dómstóla í pólitískum tilgangi. Sagði hann þetta grafa undan réttarríkinu og draga upp þá mynd að lögmenn væru pólitísk peð.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Sjá meira