Dæmdur fyrir þjófnaði á Selfossi og svik á Facebook-síðunni Reiðhjól til sölu Atli Ísleifsson skrifar 19. janúar 2023 11:01 Öll brot mannsins sem hann var ákærður fyrir voru framin í október 2020. Maðurinn á langan sakaferil að baki. Vísir/Magnús Hlynur Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í níutíu daga fangelsi, meðal annars fyrir að hafa látið konu millifæra upphæð inn á reikning vegna kaupa á reiðhjóli. Maðurinn hafði auglýst hjólið – fulldempað TREK-fjallahjól – á Facebook-síðunni Reiðhjól til sölu, en afhenti hjólið aldrei. Í ákæru kemur fram að maðurinn hafi svikið konuna með því að láta hana leggja 15 þúsund krónur inn á reikning hans í tveimur færslum í október 2020. Hann hafi hins vegar aldrei afhent hjólið eða átt það til. Maðurinn var sömuleiðis dæmdur fyrir þjófnað með því að hafa brotist inn um glugga á gistiheimilinu Gesthúsi á Selfossi og stolið þar meðal annars farsíma, fartölvu, lesbretti, Rolex-úrum, bakpokum, skóm, peysu, inniskóm, sólgleraugum, leðurveski og sígarettum. Áætlað verðmæti þýfisins var að lágmarki tvær milljónir króna, en auk þess stal maðurinn átta þúsund krónum í reiðufé. Hann var einnig ákærður fyrir þjófnað með því að hafa brotist inn um glugga á hesthúsi á Selfossi og stolið þaðan tveimur úlpum og hátalara og stolið veltisög af sólpalli annars húss á Selfossi. Öll brotin voru framin í október 2020 og játaði maðurinn skýlaust að hafa gerst sekur um þau brot sem rakin voru í ákæru. Í dómi kemur fram að maðurinn hafi átján sinnum áður verið fundinn sekur um refsivert athæfi, þar af níu sinnum vegna auðgunarbrota. Hann hefur margoft verið dæmdur til fangelsisvistar vegna brota hér á landi, en einnig í Austurríki, Danmörku og Svíþjóð. Dómari taldi hæfileg refsing nú vera níutíu daga fangelsi en ekki þótti ástæða til að skilorðsbinda refsinguna. Manninum var jafnframt gert að greiða um 600 þúsund krónur í sakarkostnað. Dómsmál Árborg Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Fleiri fréttir Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Sjá meira
Í ákæru kemur fram að maðurinn hafi svikið konuna með því að láta hana leggja 15 þúsund krónur inn á reikning hans í tveimur færslum í október 2020. Hann hafi hins vegar aldrei afhent hjólið eða átt það til. Maðurinn var sömuleiðis dæmdur fyrir þjófnað með því að hafa brotist inn um glugga á gistiheimilinu Gesthúsi á Selfossi og stolið þar meðal annars farsíma, fartölvu, lesbretti, Rolex-úrum, bakpokum, skóm, peysu, inniskóm, sólgleraugum, leðurveski og sígarettum. Áætlað verðmæti þýfisins var að lágmarki tvær milljónir króna, en auk þess stal maðurinn átta þúsund krónum í reiðufé. Hann var einnig ákærður fyrir þjófnað með því að hafa brotist inn um glugga á hesthúsi á Selfossi og stolið þaðan tveimur úlpum og hátalara og stolið veltisög af sólpalli annars húss á Selfossi. Öll brotin voru framin í október 2020 og játaði maðurinn skýlaust að hafa gerst sekur um þau brot sem rakin voru í ákæru. Í dómi kemur fram að maðurinn hafi átján sinnum áður verið fundinn sekur um refsivert athæfi, þar af níu sinnum vegna auðgunarbrota. Hann hefur margoft verið dæmdur til fangelsisvistar vegna brota hér á landi, en einnig í Austurríki, Danmörku og Svíþjóð. Dómari taldi hæfileg refsing nú vera níutíu daga fangelsi en ekki þótti ástæða til að skilorðsbinda refsinguna. Manninum var jafnframt gert að greiða um 600 þúsund krónur í sakarkostnað.
Dómsmál Árborg Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Fleiri fréttir Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Sjá meira