Tekin af lífi með barnið í höndunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. janúar 2023 13:21 Fórnarlömbin sex. Carolyn Cole / Los Angeles Times via Getty Images Lögreglan í Tulare-sýslu í Kaliforníu segir allt útlit fyrir að morðin á sex einstaklingum í smábænum Goshen í morgun hafi verið aftökur. Móður á táningsaldri var á flótta undan morðingjunum með tíu mánaða gamalt barn hennar er þau voru bæði tekin af lífi. Lögreglan í sýslunni telur að eiturlyfjahringur hafi staðið að morðunum sem hefur sem fyrir segir verið lýst sem aftökum. Tíu mánaða gamalt barn er á meðal hinna látnu, sextán ára gömul móðir þess, amma barnsins og langamma, auk tveggja annarra. Þrír aðrir komust lífs af og veita þeir nú lögreglu upplýsingar um atburði morgunsins. Lögregla telur sig hafa vísbendingar um árásarmennina. Þeir ganga þó lausir og hafa ekki verið nafngreindir. Lögreglan í sýslunni telur sig einnig hafa upplýsingar um að Alissa Parraz, sextán ára gömul móðir, hafi verið á flótta frá vettvangi, haldandi á tíu mánaða gömlu barni hennar, þegar þau voru bæði skotin í höfuðið. „Ég veit fyrir víst að þessi unga kona var að hlaupa fyrir lífi sínu,“ sagði Mike Boudreaux, lögreglustjóri Tulare-sýslu í Kaliforníu, þar sem smábærinn Goshen er. Faldi sig í herbergi og komst lífs af Heimilið þar sem morðin voru framin hafði verið á ratsjá lögreglu vegna ólöglegs athæfis. Boudreaux tók þó skýrt fram að íbúar þess hafi ekki allir haft tengsl við einhvers konar glæpasamtök. „Hin sextán ára kona er saklaust fórnarlamb. Amman er saklaust fórnarlamb og hið tíu mánaða barn er saklaust fórnarlamb,“ sagði Boudreaux. Þrír aðrir voru inn í húsinu eða í nágrenni þess er morðin voru framin. Einn þeirra varð var við þegar skotum var hleypt af og brást við með því að leggjast á gólfið inn í einu herbergi hússins og spyrna fótunum að hurðinni inn í herbergið. Hefur hann greint frá því að einn árásarmanna hafi tekið í handfang hurðarinnar en hætt við að koma inn þegar hann gat ekki opnað hurðina. Hinir tveir voru staddir inn í hjólhýsi á lóðinni. Einn af þeim sem var myrtur stóð í dyragætt þess og var skotinn til bana. Árásarmennirnir fóru hins vegar ekki inn í hjólhýsið sem varð hinum tveimur til lífs. Lögregla rannsakar málið og hefur heitið verðlaunafé til þeirra sem veitt geti upplýsingar um árásarmennina sem leitt geti til handtöku þeirra. Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Sjá meira
Lögreglan í sýslunni telur að eiturlyfjahringur hafi staðið að morðunum sem hefur sem fyrir segir verið lýst sem aftökum. Tíu mánaða gamalt barn er á meðal hinna látnu, sextán ára gömul móðir þess, amma barnsins og langamma, auk tveggja annarra. Þrír aðrir komust lífs af og veita þeir nú lögreglu upplýsingar um atburði morgunsins. Lögregla telur sig hafa vísbendingar um árásarmennina. Þeir ganga þó lausir og hafa ekki verið nafngreindir. Lögreglan í sýslunni telur sig einnig hafa upplýsingar um að Alissa Parraz, sextán ára gömul móðir, hafi verið á flótta frá vettvangi, haldandi á tíu mánaða gömlu barni hennar, þegar þau voru bæði skotin í höfuðið. „Ég veit fyrir víst að þessi unga kona var að hlaupa fyrir lífi sínu,“ sagði Mike Boudreaux, lögreglustjóri Tulare-sýslu í Kaliforníu, þar sem smábærinn Goshen er. Faldi sig í herbergi og komst lífs af Heimilið þar sem morðin voru framin hafði verið á ratsjá lögreglu vegna ólöglegs athæfis. Boudreaux tók þó skýrt fram að íbúar þess hafi ekki allir haft tengsl við einhvers konar glæpasamtök. „Hin sextán ára kona er saklaust fórnarlamb. Amman er saklaust fórnarlamb og hið tíu mánaða barn er saklaust fórnarlamb,“ sagði Boudreaux. Þrír aðrir voru inn í húsinu eða í nágrenni þess er morðin voru framin. Einn þeirra varð var við þegar skotum var hleypt af og brást við með því að leggjast á gólfið inn í einu herbergi hússins og spyrna fótunum að hurðinni inn í herbergið. Hefur hann greint frá því að einn árásarmanna hafi tekið í handfang hurðarinnar en hætt við að koma inn þegar hann gat ekki opnað hurðina. Hinir tveir voru staddir inn í hjólhýsi á lóðinni. Einn af þeim sem var myrtur stóð í dyragætt þess og var skotinn til bana. Árásarmennirnir fóru hins vegar ekki inn í hjólhýsið sem varð hinum tveimur til lífs. Lögregla rannsakar málið og hefur heitið verðlaunafé til þeirra sem veitt geti upplýsingar um árásarmennina sem leitt geti til handtöku þeirra.
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila