Borgin styrkir Ríkisútvarpið um rúmar 18 milljónir Jakob Bjarnar skrifar 18. janúar 2023 12:41 Stefán Eiríksson Útvarpsstjóri og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri en hann segir að ekki sé um slíkar upphæðir að ræða að vert sé að fara í útboð. vísir/Hulda Margrét/vilhelm Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í gær að endurnýja sérstakan samstarfs- og styrktarsamning við Ríkisútvarpið ohf. sem snýr að dagskrárgerð fyrir ungt fólk og greiða fyrir hann rúmar 18 milljónir. Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir ómögulegt að meta það öðruvísi en að um sé að ræða hreinan og kláran styrk borgarinnar til RÚV einfaldlega vegna þess að lögbundið er að RÚV sinni slíkri umfjöllun, það er innbyggt í þjónustusamning Ríkisútvarpsins ohf og menningarráðuneytisins. Samningurinn er við UNGRUV og hljóðar upp á 18.217.287 krónur og er hann til þriggja ára. Um var að ræða samþykkt á tillögu sem fram kom hjá skóla- og frístundasviði. Markmið samningsins er sagt til eflingar unglingalýðræði, þvert á miðla RÚV og markmiðið meðal annars að unglingar í áttunda og níunda bekk fái tækifæri til að taka þátt í dagskrárgerð RÚV; eiga í samstarfi við Ríkisútvarpið meðal annar í þáttagerð, ekki síst við þætti sem þykja áhugaverðir í hugum ungs fólks. Þar er til að mynda um að ræða þætti um Skrekk. Ástæðan fyrir því að leitað er til RÚV er sagður sá að vilji sé til að vera í samstarfi við miðil sem þjónar öllum börnum í landinu óháð áskrift. Telja vert að leita hófa víðar Þetta var samþykkt með fimm atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Sósíalistaflokks Íslands gegn tveimur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, skilur ekki af hverju borgin er að styrkja Ríkisútvarpið til að sinna lögbundnum skyldum sínum.reykjavíkurborg Málið var afgreitt á fundi borgarstjórnar í gær. Marta Guðjónsdóttir kvaddi sér hljóðs og las upp bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins þar sem segir meðal annars að vert sé að benda á að RÚV ber að auka framleiðslu á íslensku efni fyrir börn samkvæmt þjónustusamningi RÚV og menntamálaráðuneytisins. „Hér hefði verið rétt að fara í útboð/verðfyrirspurn og kanna áhuga annarra sjónvarpsstöðva eða fjölmiðla til að taka verkefnið að sér. Þá vekur athygli að hér er ekki um þjónustukaup að ræða heldur er skóla- og frístundasvið að styrkja RÚV ohf. Ekki liggja fyrir skýrar talningar um áhorf á efnið sem framleitt hefur verið hingað til, það er á grundvelli fyrri samnings við RÚV sem nú stendur til að endurnýja.“ Borgarstjóri segir um óverulegar upphæðir að ræða Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var til andsvara og sagði samninginn hafa reynst vel, og sé ekki bara verið að hugsa um áhorf sem er örugglega er ágætt, heldur fyrst og fremst reynslu og fjölbreytta sköpun fyrir ungt fólk. „Fyrir utan þá athygli sem verkefni og framtak ungs fólks fær í gegnum þetta. Það er sjálfsagt að vinna með fleiri fjölmiðlum ef þeir hafa eitthvað svipað metnaðarfullt upplegg og SFS metur að geti nýst við framfylgd menntastefnu. En það yrði þá að koma til sérstakrar skoðunar. Þessar upphæðir eru ekki þannig að það hefur verið talin ástæða til að fara í útboðsferli með það.“ Marta segir, í samtali við Vísi, ýmislegt skjóta skökku við varðandi þennan samning. Hún telur ekki skynsamlegt að greiða fyrir þjónustu Ríkisútvarpsins sem hefur lögum samkvæmt þegar þessu hlutverki að gegna og af hverju útsvarsgreiðendur í Reykjavík eigi þá að greiða aukalega fyrir það? Borgarstjórn Reykjavík Fjölmiðlar Rekstur hins opinbera Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Sluppu fyrir horn frá lagabroti með eftiráskýringum í N4-málinu Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir að gerningur fjárlaganefndar vegna fyrirhugaðs styrks til N4 sjónvarpsstöðvarinnar á Akureyri brjóti í bága við lög um opinber fjármál. 16. desember 2022 13:14 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir ómögulegt að meta það öðruvísi en að um sé að ræða hreinan og kláran styrk borgarinnar til RÚV einfaldlega vegna þess að lögbundið er að RÚV sinni slíkri umfjöllun, það er innbyggt í þjónustusamning Ríkisútvarpsins ohf og menningarráðuneytisins. Samningurinn er við UNGRUV og hljóðar upp á 18.217.287 krónur og er hann til þriggja ára. Um var að ræða samþykkt á tillögu sem fram kom hjá skóla- og frístundasviði. Markmið samningsins er sagt til eflingar unglingalýðræði, þvert á miðla RÚV og markmiðið meðal annars að unglingar í áttunda og níunda bekk fái tækifæri til að taka þátt í dagskrárgerð RÚV; eiga í samstarfi við Ríkisútvarpið meðal annar í þáttagerð, ekki síst við þætti sem þykja áhugaverðir í hugum ungs fólks. Þar er til að mynda um að ræða þætti um Skrekk. Ástæðan fyrir því að leitað er til RÚV er sagður sá að vilji sé til að vera í samstarfi við miðil sem þjónar öllum börnum í landinu óháð áskrift. Telja vert að leita hófa víðar Þetta var samþykkt með fimm atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Sósíalistaflokks Íslands gegn tveimur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, skilur ekki af hverju borgin er að styrkja Ríkisútvarpið til að sinna lögbundnum skyldum sínum.reykjavíkurborg Málið var afgreitt á fundi borgarstjórnar í gær. Marta Guðjónsdóttir kvaddi sér hljóðs og las upp bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins þar sem segir meðal annars að vert sé að benda á að RÚV ber að auka framleiðslu á íslensku efni fyrir börn samkvæmt þjónustusamningi RÚV og menntamálaráðuneytisins. „Hér hefði verið rétt að fara í útboð/verðfyrirspurn og kanna áhuga annarra sjónvarpsstöðva eða fjölmiðla til að taka verkefnið að sér. Þá vekur athygli að hér er ekki um þjónustukaup að ræða heldur er skóla- og frístundasvið að styrkja RÚV ohf. Ekki liggja fyrir skýrar talningar um áhorf á efnið sem framleitt hefur verið hingað til, það er á grundvelli fyrri samnings við RÚV sem nú stendur til að endurnýja.“ Borgarstjóri segir um óverulegar upphæðir að ræða Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var til andsvara og sagði samninginn hafa reynst vel, og sé ekki bara verið að hugsa um áhorf sem er örugglega er ágætt, heldur fyrst og fremst reynslu og fjölbreytta sköpun fyrir ungt fólk. „Fyrir utan þá athygli sem verkefni og framtak ungs fólks fær í gegnum þetta. Það er sjálfsagt að vinna með fleiri fjölmiðlum ef þeir hafa eitthvað svipað metnaðarfullt upplegg og SFS metur að geti nýst við framfylgd menntastefnu. En það yrði þá að koma til sérstakrar skoðunar. Þessar upphæðir eru ekki þannig að það hefur verið talin ástæða til að fara í útboðsferli með það.“ Marta segir, í samtali við Vísi, ýmislegt skjóta skökku við varðandi þennan samning. Hún telur ekki skynsamlegt að greiða fyrir þjónustu Ríkisútvarpsins sem hefur lögum samkvæmt þegar þessu hlutverki að gegna og af hverju útsvarsgreiðendur í Reykjavík eigi þá að greiða aukalega fyrir það?
Borgarstjórn Reykjavík Fjölmiðlar Rekstur hins opinbera Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Sluppu fyrir horn frá lagabroti með eftiráskýringum í N4-málinu Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir að gerningur fjárlaganefndar vegna fyrirhugaðs styrks til N4 sjónvarpsstöðvarinnar á Akureyri brjóti í bága við lög um opinber fjármál. 16. desember 2022 13:14 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Sluppu fyrir horn frá lagabroti með eftiráskýringum í N4-málinu Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir að gerningur fjárlaganefndar vegna fyrirhugaðs styrks til N4 sjónvarpsstöðvarinnar á Akureyri brjóti í bága við lög um opinber fjármál. 16. desember 2022 13:14