Í tilkynningu frá Isavia segir að hann taki við starfinu af Raquelitu Aguilar sem hafi nýverið horfið til annarra starfa.
„Arnar var valinn úr hópi tæplega fimmtíu umsækjenda. Hann hefur frá því í ágúst í fyrra starfað sem stafrænn ráðgjafi hjá Isavia og þekkir því málaflokkinn hjá fyrirtækinu vel.
Arnar er með M.Sc. gráðu í Management of Innovation and Business Development (stjórn nýsköpunar og viðskiptaþróunar) frá Copenhagen Business School (CBS) og B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur víðtæka reynslu af stafrænum umbreytingaverkefnum og hefur m.a. starfað við slík verkefni hjá Storytel, Vodafone og Telenor í Danmörku,“ segir í tilkynningunni.