Háskólamenntun í hættu Alexandra Ýr van Erven skrifar 17. janúar 2023 13:30 Aðsókn ungs fólks í háskólanám er mun minni á Íslandi en í löndum sem við berum okkur saman við. Í nýútgefinni skýrslu um virði menntunar kemur fram að 38% ungs fólks á aldrinum 25-34 ára hafa aflað sér háskólamenntunar á Íslandi, samanborið við 51% í Noregi og 49% í Svíþjóð. Samanburðurinn kallar á stórsókn í menntamálum og verða stjórnvöld að taka á málefnum háskólanna af festu. Ástæður fyrir lágri aðsókn ungmenna á Íslandi að háskólanámi á sér eflaust fleiri en eina rót en ein sú stærsta er tvímælalaust Menntasjóður námsmanna. Menntasjóður námsmanna er verkfæri ætlað til þess að tryggja stúdentum tækifæri til náms óháð efnahag og félagslegri stöðu. Hlutverk sjóðsins er í raun einfalt þ.e. að veita nemum fjárhagslega aðstoð til að standa straum af skólagjöldum og almennum framfærslukostnaði en allir sem hafa tekið námslán síðustu ár vita þó að kerfið þarfnast verulegra úrbóta til þess að geta þjónað hlutverki sínu sem skyldi. Ef við lítum á tölurnar sjáum við að fjöldi lántaka hjá menntasjóðnum hefur hríðfallið síðastliðinn áratug þ.e. að covid árunum undanskildum. Skólaárið 2009-2010 tóku 12.393 nemar námslán en tíu árum síðar voru þeir orðnir 4.979. Það er ekki hægt að sjá þessar tölur og draga aðra ályktun en þá að eitthvað er að klikka. Stúdentar hafa bent á vankanta í mörg ár, framfærslulánin duga ekki fyrir útgjöldum hvers mánaðar og tæpur helmingur stúdenta eru með íþyngjandi húsnæðiskostnað. Ljóst er að lág framfærsla skerðir aðgengi að menntun og er ein helsta ástæða þess að íslenskir stúdentar vinna mikið með námi. Samkvæmt Eurostudent VII vinna 71% háskólanema á Íslandi með námi og er hlutfallið með því hæsta af þeim þjóðum sem taka þátt í könnuninni. Í sömu könnun kemur fram að 72% þeirra nema sem vinna með námi fullyrða að án vinnunnar gætu þau ekki verið í námi. Niðurstöður könnunarinnar eru áfellisdómur yfir námslánakerfinu og dregur fram þann vanda sem ófullnægjandi framfærsla skapar. Þar að auki býr fyrirkomulag frítekjumarksins til vítahring þar sem stúdentar neyðast til að vinna til geta framfleytt sér en við það skerðist námslánið svo þeir þurfa að vinna enn meira. Þannig er kerfið samtímis að ýta undir atvinnuþátttöku og refsa fyrir hana. Þá er ónefnt álagið sem fylgir því að vinna með námi en álagið leiðir í mörgum tilfellum til þess að stúdentar eru lengur með námið og í einhverjum tilfellum flosna upp úr því. Það að námsmenn taki ekki námslán bitnar beinlínis á námsframvindu og aðgengi að menntun og það er raunveruleikinn. Þetta hafa stúdentar mælt fyrir daufum eyrum í mörg ár. En nú er ljóst að gallar námslánakerfisins bitna ekki einungis á háskólanemum heldur á menntunarstigi þjóðarinnar og það er kominn tími til að stjórnvöld hlusti. Íslenska menntakerfið á betra skilið en fjársvelta háskóla og stúdenta sem hafa varla tíma í lærdóm því þau þurfa að vinna svo mikið Höfundur er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alexandra Ýr van Erven Hagsmunir stúdenta Námslán Skóla - og menntamál Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Aðsókn ungs fólks í háskólanám er mun minni á Íslandi en í löndum sem við berum okkur saman við. Í nýútgefinni skýrslu um virði menntunar kemur fram að 38% ungs fólks á aldrinum 25-34 ára hafa aflað sér háskólamenntunar á Íslandi, samanborið við 51% í Noregi og 49% í Svíþjóð. Samanburðurinn kallar á stórsókn í menntamálum og verða stjórnvöld að taka á málefnum háskólanna af festu. Ástæður fyrir lágri aðsókn ungmenna á Íslandi að háskólanámi á sér eflaust fleiri en eina rót en ein sú stærsta er tvímælalaust Menntasjóður námsmanna. Menntasjóður námsmanna er verkfæri ætlað til þess að tryggja stúdentum tækifæri til náms óháð efnahag og félagslegri stöðu. Hlutverk sjóðsins er í raun einfalt þ.e. að veita nemum fjárhagslega aðstoð til að standa straum af skólagjöldum og almennum framfærslukostnaði en allir sem hafa tekið námslán síðustu ár vita þó að kerfið þarfnast verulegra úrbóta til þess að geta þjónað hlutverki sínu sem skyldi. Ef við lítum á tölurnar sjáum við að fjöldi lántaka hjá menntasjóðnum hefur hríðfallið síðastliðinn áratug þ.e. að covid árunum undanskildum. Skólaárið 2009-2010 tóku 12.393 nemar námslán en tíu árum síðar voru þeir orðnir 4.979. Það er ekki hægt að sjá þessar tölur og draga aðra ályktun en þá að eitthvað er að klikka. Stúdentar hafa bent á vankanta í mörg ár, framfærslulánin duga ekki fyrir útgjöldum hvers mánaðar og tæpur helmingur stúdenta eru með íþyngjandi húsnæðiskostnað. Ljóst er að lág framfærsla skerðir aðgengi að menntun og er ein helsta ástæða þess að íslenskir stúdentar vinna mikið með námi. Samkvæmt Eurostudent VII vinna 71% háskólanema á Íslandi með námi og er hlutfallið með því hæsta af þeim þjóðum sem taka þátt í könnuninni. Í sömu könnun kemur fram að 72% þeirra nema sem vinna með námi fullyrða að án vinnunnar gætu þau ekki verið í námi. Niðurstöður könnunarinnar eru áfellisdómur yfir námslánakerfinu og dregur fram þann vanda sem ófullnægjandi framfærsla skapar. Þar að auki býr fyrirkomulag frítekjumarksins til vítahring þar sem stúdentar neyðast til að vinna til geta framfleytt sér en við það skerðist námslánið svo þeir þurfa að vinna enn meira. Þannig er kerfið samtímis að ýta undir atvinnuþátttöku og refsa fyrir hana. Þá er ónefnt álagið sem fylgir því að vinna með námi en álagið leiðir í mörgum tilfellum til þess að stúdentar eru lengur með námið og í einhverjum tilfellum flosna upp úr því. Það að námsmenn taki ekki námslán bitnar beinlínis á námsframvindu og aðgengi að menntun og það er raunveruleikinn. Þetta hafa stúdentar mælt fyrir daufum eyrum í mörg ár. En nú er ljóst að gallar námslánakerfisins bitna ekki einungis á háskólanemum heldur á menntunarstigi þjóðarinnar og það er kominn tími til að stjórnvöld hlusti. Íslenska menntakerfið á betra skilið en fjársvelta háskóla og stúdenta sem hafa varla tíma í lærdóm því þau þurfa að vinna svo mikið Höfundur er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun