Klukkan játar sig sigraða eftir 86 ára þjónustu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. janúar 2023 11:58 Halldóra Briem var fyrsta rödd klukkunnar. Myndin er úr bókinni 100 ára saga Símans. Síminn hefur ákveðið að leggja klukkunni, sjálfvirkri þjónustu þar sem landsmenn gátu fengið að vita hvað klukkan væri. Eftir 86 ára þjónustu hefur klukkan hætta að svara í símann og játað sig sigraða gagnvart tæknibyltingunni. Þetta kemur fram á vef Símans. Þar segir að notkun á þjónustunni hafi minnkað mikið undanfarna áratugi og sé lítil sem engin í dag. Enda má finna fjölda tækja nærri hverju einasta heimili sem sýna eða segja hvað klukkan slær. Í upphafi var númerið hjá Fröken Klukku 03, síðar breyttist það í 04, enn síðar í 155 en undir það síðasta var númerið 511-0155. „Klukkan hefur hætt störfum eftir nærri 86 ára þjónustu. Við þökkum henni fyrir sitt framlag,“ er svarið þegar hringt er í 511-0155. Sannarlega tímamót. Saga klukkunnar nær aftur til ársins 1937 þegar Fröken Klukka til starfa. Halldóra Briem var fyrsta rödd klukkunnar. Hún var fyrst íslenskra kvenna til að nema arkitektúr. Halldóra þurfti að heimsækja höfuðstöðvar Ericsson í Svíþjóð og taka þar upp alls 90 mismunandi upptökur sem hægt var að spila í 8640 mismunandi útgáfum. Fyrstu árin virkaði Fröken Klukka aðeins í Reykjavík en þar var eina sjálfvirka símstöð landsins, Akureyringar voru næstir í röðinni en þar kom sjálfvirk símstöð þó ekki fyrr en árið 1950. Um fröken klukku var ort „Sú rödd er svo fögur, svo hugljúf og hrein, sem hljómar út um borgina frá Símans töfraklukku“. Árið 1963 var skipt um talvél og tók þá leikkonan Sigríður Hagalín við að segja Íslendingum hvað tímanum leið. Árið 1993 var kerfið svo aftur uppfært og Ingibjörg Björnsdóttir leikkona var þá rödd Fröken Klukku. Ákveðin tímamót urðu árið 2013 þegar að Fröken Klukka varð að Herra Klukku en leikarinn Ólafur Darri Ólafsson tók þá við keflinu. Ólafur Darri stóð vaktina þangað til nú þegar að klukkan sest í helgan stein og mun hætta að segja hvað tímanum líður. Tækni Fjarskipti Síminn Tímamót Klukkan á Íslandi Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Símans. Þar segir að notkun á þjónustunni hafi minnkað mikið undanfarna áratugi og sé lítil sem engin í dag. Enda má finna fjölda tækja nærri hverju einasta heimili sem sýna eða segja hvað klukkan slær. Í upphafi var númerið hjá Fröken Klukku 03, síðar breyttist það í 04, enn síðar í 155 en undir það síðasta var númerið 511-0155. „Klukkan hefur hætt störfum eftir nærri 86 ára þjónustu. Við þökkum henni fyrir sitt framlag,“ er svarið þegar hringt er í 511-0155. Sannarlega tímamót. Saga klukkunnar nær aftur til ársins 1937 þegar Fröken Klukka til starfa. Halldóra Briem var fyrsta rödd klukkunnar. Hún var fyrst íslenskra kvenna til að nema arkitektúr. Halldóra þurfti að heimsækja höfuðstöðvar Ericsson í Svíþjóð og taka þar upp alls 90 mismunandi upptökur sem hægt var að spila í 8640 mismunandi útgáfum. Fyrstu árin virkaði Fröken Klukka aðeins í Reykjavík en þar var eina sjálfvirka símstöð landsins, Akureyringar voru næstir í röðinni en þar kom sjálfvirk símstöð þó ekki fyrr en árið 1950. Um fröken klukku var ort „Sú rödd er svo fögur, svo hugljúf og hrein, sem hljómar út um borgina frá Símans töfraklukku“. Árið 1963 var skipt um talvél og tók þá leikkonan Sigríður Hagalín við að segja Íslendingum hvað tímanum leið. Árið 1993 var kerfið svo aftur uppfært og Ingibjörg Björnsdóttir leikkona var þá rödd Fröken Klukku. Ákveðin tímamót urðu árið 2013 þegar að Fröken Klukka varð að Herra Klukku en leikarinn Ólafur Darri Ólafsson tók þá við keflinu. Ólafur Darri stóð vaktina þangað til nú þegar að klukkan sest í helgan stein og mun hætta að segja hvað tímanum líður.
Tækni Fjarskipti Síminn Tímamót Klukkan á Íslandi Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira