Mögnuð byrjun tryggði Portúgal sigur og Ísland endar í öðru sæti Andri Már Eggertsson skrifar 16. janúar 2023 21:30 Úr leik kvöldsins. Vísir/Vilhelm Portúgal vann Ungverjaland örugglega í lokaleik D-riðils heimsmeistaramótsins í handbolta karla. Portúgal gekk í raun frá leiknum í upphafi með frábærri byrjun, lokatölur 27-20 sem þýðir að Ísland endar í 2. sæti D-riðils. Það dró til tíðinda á fyrstu mínútu þegar Adrian Sipos, leikmaður Ungverja, fékk beint rautt spjald. Það sló liðsfélaga hans svo sannarlega út af laginu þar sem Ungverjar sáu ekki til sólar eftir rauða spjaldið. Ungverjar skoruðu aðeins níu mörk í fyrri hálfleikVísir/Vilhelm Vörn og markvarsla Portúgals var nánast fullkomin í fyrri hálfleik. Ungverjaland skoraði aðeins tvö mörk á átján mínútum. Miguel Ferreira, markmaður Portúgals, skellti í lás strax í upphafi leiks og var lengi vel með yfir áttatíu prósent markvörslu í fyrri hálfleik. Miguel Ferriera var einnig öflugur í seinni hálfleik og endaði með 15 varin skot. Portúgal var sjö mörkum yfir í hálfleik 16-9. Portugal 16-9 HungaryLowest amount of goals by Hungary in a half at a World Championship since 2013 (8 goals in 2nd half versus Spain).#handball— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 16, 2023 Klaufagangur Ungverja hélt áfram í síðari hálfleik. Tæknifeilar Ungverja reyndust dýrir og í hvert skipti sem Ungverjar gátu sett pressu á Portúgal þá kom lélegt skot, tvígrip, skref eða ruðningur. Spilamennska Ungverja í kvöld gerir tapið hjá Íslandi gegn þeim enn grátlegra. Portúgal vann sannfærandi sigur 27-20Vísir/Vilhelm Það mátti ekki miklu muna að Ísland myndi lenda í efsta sæti riðilsins en það munaði aðeins einu marki. Það er hægt að telja ansi marga möguleika í leiknum þar sem Ungverjar misnotuðu dauðafæri. Leikurinn endaði með sjö marka sigri Portúgals 27-20. Pedro Portela gegn Marton SzekelyVísir/Vilhelm HM 2023 í handbolta Handbolti Tengdar fréttir Búið spil með tapi eða bjart útlit með aðstoð Portúgals? Ef að úrslitin verða Íslandi í hag í lokaumferð D-riðils í dag á HM karla í handbolta mun Ísland enda í efsta sæti riðilsins, þrátt fyrir hið svekkjandi tap gegn Ungverjum á laugardag. 16. janúar 2023 10:31 Umfjöllun: Suður-Kórea - Ísland 25-38 | Brúnin lyftist eftir öruggan sigur Ísland tryggði sér í milliriðli á HM í handbolta karla með stórsigri á Suður-Kóreu, 25-38, í lokaleik sínum í D-riðli. 16. janúar 2023 18:40
Portúgal vann Ungverjaland örugglega í lokaleik D-riðils heimsmeistaramótsins í handbolta karla. Portúgal gekk í raun frá leiknum í upphafi með frábærri byrjun, lokatölur 27-20 sem þýðir að Ísland endar í 2. sæti D-riðils. Það dró til tíðinda á fyrstu mínútu þegar Adrian Sipos, leikmaður Ungverja, fékk beint rautt spjald. Það sló liðsfélaga hans svo sannarlega út af laginu þar sem Ungverjar sáu ekki til sólar eftir rauða spjaldið. Ungverjar skoruðu aðeins níu mörk í fyrri hálfleikVísir/Vilhelm Vörn og markvarsla Portúgals var nánast fullkomin í fyrri hálfleik. Ungverjaland skoraði aðeins tvö mörk á átján mínútum. Miguel Ferreira, markmaður Portúgals, skellti í lás strax í upphafi leiks og var lengi vel með yfir áttatíu prósent markvörslu í fyrri hálfleik. Miguel Ferriera var einnig öflugur í seinni hálfleik og endaði með 15 varin skot. Portúgal var sjö mörkum yfir í hálfleik 16-9. Portugal 16-9 HungaryLowest amount of goals by Hungary in a half at a World Championship since 2013 (8 goals in 2nd half versus Spain).#handball— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 16, 2023 Klaufagangur Ungverja hélt áfram í síðari hálfleik. Tæknifeilar Ungverja reyndust dýrir og í hvert skipti sem Ungverjar gátu sett pressu á Portúgal þá kom lélegt skot, tvígrip, skref eða ruðningur. Spilamennska Ungverja í kvöld gerir tapið hjá Íslandi gegn þeim enn grátlegra. Portúgal vann sannfærandi sigur 27-20Vísir/Vilhelm Það mátti ekki miklu muna að Ísland myndi lenda í efsta sæti riðilsins en það munaði aðeins einu marki. Það er hægt að telja ansi marga möguleika í leiknum þar sem Ungverjar misnotuðu dauðafæri. Leikurinn endaði með sjö marka sigri Portúgals 27-20. Pedro Portela gegn Marton SzekelyVísir/Vilhelm
HM 2023 í handbolta Handbolti Tengdar fréttir Búið spil með tapi eða bjart útlit með aðstoð Portúgals? Ef að úrslitin verða Íslandi í hag í lokaumferð D-riðils í dag á HM karla í handbolta mun Ísland enda í efsta sæti riðilsins, þrátt fyrir hið svekkjandi tap gegn Ungverjum á laugardag. 16. janúar 2023 10:31 Umfjöllun: Suður-Kórea - Ísland 25-38 | Brúnin lyftist eftir öruggan sigur Ísland tryggði sér í milliriðli á HM í handbolta karla með stórsigri á Suður-Kóreu, 25-38, í lokaleik sínum í D-riðli. 16. janúar 2023 18:40
Búið spil með tapi eða bjart útlit með aðstoð Portúgals? Ef að úrslitin verða Íslandi í hag í lokaumferð D-riðils í dag á HM karla í handbolta mun Ísland enda í efsta sæti riðilsins, þrátt fyrir hið svekkjandi tap gegn Ungverjum á laugardag. 16. janúar 2023 10:31
Umfjöllun: Suður-Kórea - Ísland 25-38 | Brúnin lyftist eftir öruggan sigur Ísland tryggði sér í milliriðli á HM í handbolta karla með stórsigri á Suður-Kóreu, 25-38, í lokaleik sínum í D-riðli. 16. janúar 2023 18:40