Rafmagnslaust á öllu Reykjanesi Samúel Karl Ólason, Ellen Geirsdóttir Håkansson og Bjarki Sigurðsson skrifa 16. janúar 2023 15:37 Ragmagnslínur á Reykjanesi. Vísir/Vilhelm Rafmagnslaust er á öllu Reykjanesi vegna bilunar á Suðurnesjalínu eitt. Útlit er fyrir að rafmagnslaust verði þar til á milli klukkan 18 og 19. Línan sló fyrst út um korter yfir þrjú en í fyrstu var hægt að nota virkjanir á Reykjanesi til að halda rafmagni á. Það gekk þó ekki til lengdar og varð fljótt rafmagnslaust í kjölfar þess. Fylgst er með stöðunni í vaktinni að neðan. Í tilkynningu frá HS Veitum segir að unnið sé að því að koma rafmagni á að nýju. Ekki liggur fyrir hve umfangsmikil bilunin er en talið er að bilun í yfirspennnuvara á Fitjum hafi valdið rafmagnsleysinu, samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Veitum. Margir hafa tjáð sig við færslu HS Veitna um bilunina á Facebook og lýst yfir áhyggjum af því að stutt sé í leik íslenska landsliðsins í handbolta við Suður-Kóreu á heimsmeistaramótinu. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir mannskap á leiðinni til að gera við bilunina. „Við vonum það besta,“ segir Steinunn í samtali við Vísi. „Við gerum allt sem við getum til að koma rafmagni aftur á.“ Guðjón Helgason hjá ISAVIA segir að rafmagnsleysið gæti haft takmörkuð áhrif á afgreiðslu flugvéla á Keflavíkurflugvelli, þar sem landgangar keyri á rafmagni. Hins vegar séu öflugar varaaflsstöðvar á flugvellinum og þær eigi að geta séð flugvellinum fyrir því rafmagni sem til þarf. Fylgst er með stöðu mála í vaktinni að neðan.
Línan sló fyrst út um korter yfir þrjú en í fyrstu var hægt að nota virkjanir á Reykjanesi til að halda rafmagni á. Það gekk þó ekki til lengdar og varð fljótt rafmagnslaust í kjölfar þess. Fylgst er með stöðunni í vaktinni að neðan. Í tilkynningu frá HS Veitum segir að unnið sé að því að koma rafmagni á að nýju. Ekki liggur fyrir hve umfangsmikil bilunin er en talið er að bilun í yfirspennnuvara á Fitjum hafi valdið rafmagnsleysinu, samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Veitum. Margir hafa tjáð sig við færslu HS Veitna um bilunina á Facebook og lýst yfir áhyggjum af því að stutt sé í leik íslenska landsliðsins í handbolta við Suður-Kóreu á heimsmeistaramótinu. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir mannskap á leiðinni til að gera við bilunina. „Við vonum það besta,“ segir Steinunn í samtali við Vísi. „Við gerum allt sem við getum til að koma rafmagni aftur á.“ Guðjón Helgason hjá ISAVIA segir að rafmagnsleysið gæti haft takmörkuð áhrif á afgreiðslu flugvéla á Keflavíkurflugvelli, þar sem landgangar keyri á rafmagni. Hins vegar séu öflugar varaaflsstöðvar á flugvellinum og þær eigi að geta séð flugvellinum fyrir því rafmagni sem til þarf. Fylgst er með stöðu mála í vaktinni að neðan.
Reykjanesbær Suðurnesjabær Suðurnesjalína 2 Grindavík Vogar Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira