Köfnunardíoxíðsmengun tvöfalt meiri fyrstu tvær vikurnar en má á heilu ári Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. janúar 2023 23:11 Þorsteinn Jóhannsson sérfræðingur í loftgæðum segir bílana spila stærstan þátt í þessari mengun. Vísir/Sigurjón Styrkur köfnunardíoxíðs hefur farið tvöfalt oftar yfir klukkustundarmörk á fyrstu tveimur vikum janúar en hann á að gera á heilu ári. Sérfræðingur hjá umhverfisstofnun segir að búast megi áfram við mikilli mengun næstu daga. Frá upphafi árs hefur loftmengun í borginni sprengt alla skala. Styrkur köfnunardíoxíðs, sem stafar frá útblæstri bíla, hefur fjörutíu sinnum farið yfir klukkustundarheilsuverndarmörk frá ársbyrjun. Samkvæmt reglugerð umhverfisráðuneytisins má slíkt aðeins gerast átján sinnum á heilu ári. „Í raun kannski gerist ekkert stórt strax en ef land eða sveitarfélag fer yfir þessi mörk þarf að gera áætlun um hvernig við ætlum að minnka þetta,“ segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. „Umferðin hérna er að valda þessari mengun fyrst og fremst og dísilbílarnir spila þar mjög stór hlutverk. Meirihlutinn af þessu kemur frá dísilbílum.“ Loftgæðin eru sérstaklega slæm við stórar umferðargötur.Vísir/Sigurjón Í dag mældist mengunin mest við Grensásveg en þar mælist mengunin iðulega mest, í það minnsta á höfuðborgarsvæðinu. Sama var uppi á teningnum í dag en er það bara vegna umferðarþungans við Grensásveg sem mengunin mælist svona mikil? „Já, þessi mælistöð hérna við Grensásveg er viljandi sett niður hér þar sem er mikil umferð og þar af leiðandi mikil mengun, til að fá upplýsingar um mikið mengaðan stað í borginni,“ segir Þorsteinn. Mælar á öðrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu eins og við Vesturbæjarlaug, Úlfarsárdal, Laugarnes og Dalsmára, mæli yfirleitt ekki svo mikla mengun. Köfnunardíoxíð mældist sérstaklega mikið í dag.Vísir/Sigurjón „Það munar um hverja tíu metra sem þú ferð frá götu og þegar þú ert kominn í svona 200 metra fjarlægð eru áhrifin frá þeirri götu eiginlega alveg horfin og bara orðin einhver bakgrunnsmengun,“ segir Þorsteinn. Mikið frost og stilla á að vera næstu daga og má því búast áfram við mikilli mengun. „Þegar vindurinn er undir 2 m/s nær mengunin að safnast upp. Um leið og þú ert kominn upp í 3-4 m/s fer vindurinn að sjá um að hreinsa þetta burtu. Og það er það sem reddar okkur yfirleitt: Vindurinn, rokið.“ Veður Loftgæði Umferð Reykjavík Tengdar fréttir Fer ekki eftir tillögu starfshóps um að skipa starfshóp Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, hefur ákveðið að fara ekki að tillögu starfshóps um hvernig draga megi úr neikvæðum áhrifum mengunar, um að skipa starfshóp um fjármögnun björgunarsveita. Afstaða til tillagna fyrrnefnda starfshópsins verður tekin eftir samtal við björgunarsveitir. 16. janúar 2023 15:16 Óþolandi ástand vegna loftmengunar Stjórn Landverndar telur að íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafi ítrekað upplifað óþolandi ástand vegna loftmengunar. Mengunin sé algjörlega óviðunandi og kallað er eftir aðgerðum. 11. janúar 2023 13:25 Þurfi drastískar aðgerðir til að mengunardauðsföll fari niður fyrir fimm fyrir 2029 Þingmaður Pírata hefur kallað eftir fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis vegna mikillar loftmengunar á fyrstu dögum ársins. Hann segir um að ræða lýðheilsumál sem stjórnvöld hafi ekki brugðist við af nógu mikilli hörku. 7. janúar 2023 13:01 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Frá upphafi árs hefur loftmengun í borginni sprengt alla skala. Styrkur köfnunardíoxíðs, sem stafar frá útblæstri bíla, hefur fjörutíu sinnum farið yfir klukkustundarheilsuverndarmörk frá ársbyrjun. Samkvæmt reglugerð umhverfisráðuneytisins má slíkt aðeins gerast átján sinnum á heilu ári. „Í raun kannski gerist ekkert stórt strax en ef land eða sveitarfélag fer yfir þessi mörk þarf að gera áætlun um hvernig við ætlum að minnka þetta,“ segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. „Umferðin hérna er að valda þessari mengun fyrst og fremst og dísilbílarnir spila þar mjög stór hlutverk. Meirihlutinn af þessu kemur frá dísilbílum.“ Loftgæðin eru sérstaklega slæm við stórar umferðargötur.Vísir/Sigurjón Í dag mældist mengunin mest við Grensásveg en þar mælist mengunin iðulega mest, í það minnsta á höfuðborgarsvæðinu. Sama var uppi á teningnum í dag en er það bara vegna umferðarþungans við Grensásveg sem mengunin mælist svona mikil? „Já, þessi mælistöð hérna við Grensásveg er viljandi sett niður hér þar sem er mikil umferð og þar af leiðandi mikil mengun, til að fá upplýsingar um mikið mengaðan stað í borginni,“ segir Þorsteinn. Mælar á öðrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu eins og við Vesturbæjarlaug, Úlfarsárdal, Laugarnes og Dalsmára, mæli yfirleitt ekki svo mikla mengun. Köfnunardíoxíð mældist sérstaklega mikið í dag.Vísir/Sigurjón „Það munar um hverja tíu metra sem þú ferð frá götu og þegar þú ert kominn í svona 200 metra fjarlægð eru áhrifin frá þeirri götu eiginlega alveg horfin og bara orðin einhver bakgrunnsmengun,“ segir Þorsteinn. Mikið frost og stilla á að vera næstu daga og má því búast áfram við mikilli mengun. „Þegar vindurinn er undir 2 m/s nær mengunin að safnast upp. Um leið og þú ert kominn upp í 3-4 m/s fer vindurinn að sjá um að hreinsa þetta burtu. Og það er það sem reddar okkur yfirleitt: Vindurinn, rokið.“
Veður Loftgæði Umferð Reykjavík Tengdar fréttir Fer ekki eftir tillögu starfshóps um að skipa starfshóp Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, hefur ákveðið að fara ekki að tillögu starfshóps um hvernig draga megi úr neikvæðum áhrifum mengunar, um að skipa starfshóp um fjármögnun björgunarsveita. Afstaða til tillagna fyrrnefnda starfshópsins verður tekin eftir samtal við björgunarsveitir. 16. janúar 2023 15:16 Óþolandi ástand vegna loftmengunar Stjórn Landverndar telur að íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafi ítrekað upplifað óþolandi ástand vegna loftmengunar. Mengunin sé algjörlega óviðunandi og kallað er eftir aðgerðum. 11. janúar 2023 13:25 Þurfi drastískar aðgerðir til að mengunardauðsföll fari niður fyrir fimm fyrir 2029 Þingmaður Pírata hefur kallað eftir fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis vegna mikillar loftmengunar á fyrstu dögum ársins. Hann segir um að ræða lýðheilsumál sem stjórnvöld hafi ekki brugðist við af nógu mikilli hörku. 7. janúar 2023 13:01 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Fer ekki eftir tillögu starfshóps um að skipa starfshóp Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, hefur ákveðið að fara ekki að tillögu starfshóps um hvernig draga megi úr neikvæðum áhrifum mengunar, um að skipa starfshóp um fjármögnun björgunarsveita. Afstaða til tillagna fyrrnefnda starfshópsins verður tekin eftir samtal við björgunarsveitir. 16. janúar 2023 15:16
Óþolandi ástand vegna loftmengunar Stjórn Landverndar telur að íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafi ítrekað upplifað óþolandi ástand vegna loftmengunar. Mengunin sé algjörlega óviðunandi og kallað er eftir aðgerðum. 11. janúar 2023 13:25
Þurfi drastískar aðgerðir til að mengunardauðsföll fari niður fyrir fimm fyrir 2029 Þingmaður Pírata hefur kallað eftir fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis vegna mikillar loftmengunar á fyrstu dögum ársins. Hann segir um að ræða lýðheilsumál sem stjórnvöld hafi ekki brugðist við af nógu mikilli hörku. 7. janúar 2023 13:01