Uppruni Íslendinga sé flóknari en áður var talið Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 15. janúar 2023 22:30 Gísli segir að skoða þurfi hlutina í samhengi til að fá raunverulega mynd af uppruna Íslendinga. Vísir Prófessor hjá stofnun Árna Magnússonar segir uppruna Íslendinga flóknari en áður hefur verið talið. Við skoðun heimilda þurfi að hafa í huga að um sé að ræða minningar fólks á tólftu og þrettándu öld, sem jafnvel hafði einhverra hagsmuna að gæta. Ólíklegt sé að allir hafi komið frá norrænum konungum. Gísli Sigurðsson, prófessor við Stofnun Árna Magnússonar, ræddi uppruna Íslendinga og áhrif Kelta á Sprengisandi í morgun. Hann segir að miklu leyti snúast um söguskoðun og viðhorf fræðimanna til sögulegra heimilda. „Það er mjög erfitt þegar fólk er að tala saman um þetta eða er ekki á sömu blaðsíðu um það hvernig við hugsum um þessar ritheimildir á miðöldum. Það eru einhverjar minningar fólks á tólfu og þrettándu öld um hvernig ástandið var þegar fólk var að koma hingað fyrst á níundu og tíundu öld. Og þetta eru minningar sem hafa farið í gegnum síu hagsmuna og þess hvað fólk vill muna, og til hvers það vill muna það, til að sanna eignarhald og svo framvegis.“ Ekki nákvæmar lýsingar á því sem gerðist Gísli segir að heimildirnar séu ekki nákvæmar lýsingar á því sem gerðist í raun. Viðhorfin í fræðunum hafi einmitt snúist frá því að trúa öllu sem stendur í bókum á borð við Landnámu, yfir í að trúa engu. Nú skilji menn betur hvernig munnleg hefð og minnisfræði virki. Meta þurfi hlutina heildstætt. „Það sem okkur finnst kannski dálítið einkennilegt að fólk hafi yfirleitt geta sagt að við vorum bara komin af norrænum karl-höfðingjum; að það væri hugmyndin. Hvernig getur nokkur þjóð bara verið komin af höfðingjum og bara körlum? Auðvitað eru konur og auðvitað er fólk á ólíkum stigum. Fólk var að alltaf að rýna í Landnámu eftir upplýsingum um þetta og það er ekki fyrr en Jón Steffensen læknir á áttunda áratug síðustu aldar segir: Þetta er ekkert hægt að gera svona, ef við ætlum að nota Landnámu yfirleitt þarf að búa til eitthvað stéttamódel úr henni.“ Fjörutíu prósent af írskum og skoskum uppruna Með því að varpa upplýsingunum inn í ákveðið stéttamódel hafi verið hægt að fá raunverulegri mynd af uppruna Íslendinga. Hægt væri að tala um að allt að fjörutíu prósent Íslendinga væru af írskum og skoskum uppruna. „Það er furðunálægt því sem núna einmitt hefur komið út í þessum nýju DNA-rannsóknum, að þetta eru svona hlutföll 20 prósent karla og 60 prósent kvenna sem eru með gen ættuð frá Bretlandseyjum.“ „Það sem ruglar þessa umræðu er það kannski að okkur hættir kannski til að láta eins og þetta byrji með skákborði; að það séu allir á réttum stað á skákborðinu og síðan byrjum við að tefla. En menningarsagan er miklu meira eins og Fischer-skákin, þar sem byrjað er alls staðar. Þetta hefur alltaf verið blandað og sérstaklega á Víkingaöld með þessum miklu samgöngum sem þá voru.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Íslensk tunga Íslensk fræði Tengdar fréttir Íslendingar hafi alltaf fyrirlitið sinn rétta uppruna Sterkar vísbendingar eru um að gelíska hafi verið útbreitt mál á Íslandi við landnám og að málskipti hafi orðið á landinu skömmu síðar. Þetta er mat eins helsta sérfræðings landsins í sögu Kelta sem bendir á gríðarlegan mun á íslensku og hinum norðurlandamálunum. 7. nóvember 2022 07:00 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Sjá meira
Gísli Sigurðsson, prófessor við Stofnun Árna Magnússonar, ræddi uppruna Íslendinga og áhrif Kelta á Sprengisandi í morgun. Hann segir að miklu leyti snúast um söguskoðun og viðhorf fræðimanna til sögulegra heimilda. „Það er mjög erfitt þegar fólk er að tala saman um þetta eða er ekki á sömu blaðsíðu um það hvernig við hugsum um þessar ritheimildir á miðöldum. Það eru einhverjar minningar fólks á tólfu og þrettándu öld um hvernig ástandið var þegar fólk var að koma hingað fyrst á níundu og tíundu öld. Og þetta eru minningar sem hafa farið í gegnum síu hagsmuna og þess hvað fólk vill muna, og til hvers það vill muna það, til að sanna eignarhald og svo framvegis.“ Ekki nákvæmar lýsingar á því sem gerðist Gísli segir að heimildirnar séu ekki nákvæmar lýsingar á því sem gerðist í raun. Viðhorfin í fræðunum hafi einmitt snúist frá því að trúa öllu sem stendur í bókum á borð við Landnámu, yfir í að trúa engu. Nú skilji menn betur hvernig munnleg hefð og minnisfræði virki. Meta þurfi hlutina heildstætt. „Það sem okkur finnst kannski dálítið einkennilegt að fólk hafi yfirleitt geta sagt að við vorum bara komin af norrænum karl-höfðingjum; að það væri hugmyndin. Hvernig getur nokkur þjóð bara verið komin af höfðingjum og bara körlum? Auðvitað eru konur og auðvitað er fólk á ólíkum stigum. Fólk var að alltaf að rýna í Landnámu eftir upplýsingum um þetta og það er ekki fyrr en Jón Steffensen læknir á áttunda áratug síðustu aldar segir: Þetta er ekkert hægt að gera svona, ef við ætlum að nota Landnámu yfirleitt þarf að búa til eitthvað stéttamódel úr henni.“ Fjörutíu prósent af írskum og skoskum uppruna Með því að varpa upplýsingunum inn í ákveðið stéttamódel hafi verið hægt að fá raunverulegri mynd af uppruna Íslendinga. Hægt væri að tala um að allt að fjörutíu prósent Íslendinga væru af írskum og skoskum uppruna. „Það er furðunálægt því sem núna einmitt hefur komið út í þessum nýju DNA-rannsóknum, að þetta eru svona hlutföll 20 prósent karla og 60 prósent kvenna sem eru með gen ættuð frá Bretlandseyjum.“ „Það sem ruglar þessa umræðu er það kannski að okkur hættir kannski til að láta eins og þetta byrji með skákborði; að það séu allir á réttum stað á skákborðinu og síðan byrjum við að tefla. En menningarsagan er miklu meira eins og Fischer-skákin, þar sem byrjað er alls staðar. Þetta hefur alltaf verið blandað og sérstaklega á Víkingaöld með þessum miklu samgöngum sem þá voru.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Íslensk tunga Íslensk fræði Tengdar fréttir Íslendingar hafi alltaf fyrirlitið sinn rétta uppruna Sterkar vísbendingar eru um að gelíska hafi verið útbreitt mál á Íslandi við landnám og að málskipti hafi orðið á landinu skömmu síðar. Þetta er mat eins helsta sérfræðings landsins í sögu Kelta sem bendir á gríðarlegan mun á íslensku og hinum norðurlandamálunum. 7. nóvember 2022 07:00 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Sjá meira
Íslendingar hafi alltaf fyrirlitið sinn rétta uppruna Sterkar vísbendingar eru um að gelíska hafi verið útbreitt mál á Íslandi við landnám og að málskipti hafi orðið á landinu skömmu síðar. Þetta er mat eins helsta sérfræðings landsins í sögu Kelta sem bendir á gríðarlegan mun á íslensku og hinum norðurlandamálunum. 7. nóvember 2022 07:00