Uppruni Íslendinga sé flóknari en áður var talið Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 15. janúar 2023 22:30 Gísli segir að skoða þurfi hlutina í samhengi til að fá raunverulega mynd af uppruna Íslendinga. Vísir Prófessor hjá stofnun Árna Magnússonar segir uppruna Íslendinga flóknari en áður hefur verið talið. Við skoðun heimilda þurfi að hafa í huga að um sé að ræða minningar fólks á tólftu og þrettándu öld, sem jafnvel hafði einhverra hagsmuna að gæta. Ólíklegt sé að allir hafi komið frá norrænum konungum. Gísli Sigurðsson, prófessor við Stofnun Árna Magnússonar, ræddi uppruna Íslendinga og áhrif Kelta á Sprengisandi í morgun. Hann segir að miklu leyti snúast um söguskoðun og viðhorf fræðimanna til sögulegra heimilda. „Það er mjög erfitt þegar fólk er að tala saman um þetta eða er ekki á sömu blaðsíðu um það hvernig við hugsum um þessar ritheimildir á miðöldum. Það eru einhverjar minningar fólks á tólfu og þrettándu öld um hvernig ástandið var þegar fólk var að koma hingað fyrst á níundu og tíundu öld. Og þetta eru minningar sem hafa farið í gegnum síu hagsmuna og þess hvað fólk vill muna, og til hvers það vill muna það, til að sanna eignarhald og svo framvegis.“ Ekki nákvæmar lýsingar á því sem gerðist Gísli segir að heimildirnar séu ekki nákvæmar lýsingar á því sem gerðist í raun. Viðhorfin í fræðunum hafi einmitt snúist frá því að trúa öllu sem stendur í bókum á borð við Landnámu, yfir í að trúa engu. Nú skilji menn betur hvernig munnleg hefð og minnisfræði virki. Meta þurfi hlutina heildstætt. „Það sem okkur finnst kannski dálítið einkennilegt að fólk hafi yfirleitt geta sagt að við vorum bara komin af norrænum karl-höfðingjum; að það væri hugmyndin. Hvernig getur nokkur þjóð bara verið komin af höfðingjum og bara körlum? Auðvitað eru konur og auðvitað er fólk á ólíkum stigum. Fólk var að alltaf að rýna í Landnámu eftir upplýsingum um þetta og það er ekki fyrr en Jón Steffensen læknir á áttunda áratug síðustu aldar segir: Þetta er ekkert hægt að gera svona, ef við ætlum að nota Landnámu yfirleitt þarf að búa til eitthvað stéttamódel úr henni.“ Fjörutíu prósent af írskum og skoskum uppruna Með því að varpa upplýsingunum inn í ákveðið stéttamódel hafi verið hægt að fá raunverulegri mynd af uppruna Íslendinga. Hægt væri að tala um að allt að fjörutíu prósent Íslendinga væru af írskum og skoskum uppruna. „Það er furðunálægt því sem núna einmitt hefur komið út í þessum nýju DNA-rannsóknum, að þetta eru svona hlutföll 20 prósent karla og 60 prósent kvenna sem eru með gen ættuð frá Bretlandseyjum.“ „Það sem ruglar þessa umræðu er það kannski að okkur hættir kannski til að láta eins og þetta byrji með skákborði; að það séu allir á réttum stað á skákborðinu og síðan byrjum við að tefla. En menningarsagan er miklu meira eins og Fischer-skákin, þar sem byrjað er alls staðar. Þetta hefur alltaf verið blandað og sérstaklega á Víkingaöld með þessum miklu samgöngum sem þá voru.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Íslensk tunga Íslensk fræði Tengdar fréttir Íslendingar hafi alltaf fyrirlitið sinn rétta uppruna Sterkar vísbendingar eru um að gelíska hafi verið útbreitt mál á Íslandi við landnám og að málskipti hafi orðið á landinu skömmu síðar. Þetta er mat eins helsta sérfræðings landsins í sögu Kelta sem bendir á gríðarlegan mun á íslensku og hinum norðurlandamálunum. 7. nóvember 2022 07:00 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Sjá meira
Gísli Sigurðsson, prófessor við Stofnun Árna Magnússonar, ræddi uppruna Íslendinga og áhrif Kelta á Sprengisandi í morgun. Hann segir að miklu leyti snúast um söguskoðun og viðhorf fræðimanna til sögulegra heimilda. „Það er mjög erfitt þegar fólk er að tala saman um þetta eða er ekki á sömu blaðsíðu um það hvernig við hugsum um þessar ritheimildir á miðöldum. Það eru einhverjar minningar fólks á tólfu og þrettándu öld um hvernig ástandið var þegar fólk var að koma hingað fyrst á níundu og tíundu öld. Og þetta eru minningar sem hafa farið í gegnum síu hagsmuna og þess hvað fólk vill muna, og til hvers það vill muna það, til að sanna eignarhald og svo framvegis.“ Ekki nákvæmar lýsingar á því sem gerðist Gísli segir að heimildirnar séu ekki nákvæmar lýsingar á því sem gerðist í raun. Viðhorfin í fræðunum hafi einmitt snúist frá því að trúa öllu sem stendur í bókum á borð við Landnámu, yfir í að trúa engu. Nú skilji menn betur hvernig munnleg hefð og minnisfræði virki. Meta þurfi hlutina heildstætt. „Það sem okkur finnst kannski dálítið einkennilegt að fólk hafi yfirleitt geta sagt að við vorum bara komin af norrænum karl-höfðingjum; að það væri hugmyndin. Hvernig getur nokkur þjóð bara verið komin af höfðingjum og bara körlum? Auðvitað eru konur og auðvitað er fólk á ólíkum stigum. Fólk var að alltaf að rýna í Landnámu eftir upplýsingum um þetta og það er ekki fyrr en Jón Steffensen læknir á áttunda áratug síðustu aldar segir: Þetta er ekkert hægt að gera svona, ef við ætlum að nota Landnámu yfirleitt þarf að búa til eitthvað stéttamódel úr henni.“ Fjörutíu prósent af írskum og skoskum uppruna Með því að varpa upplýsingunum inn í ákveðið stéttamódel hafi verið hægt að fá raunverulegri mynd af uppruna Íslendinga. Hægt væri að tala um að allt að fjörutíu prósent Íslendinga væru af írskum og skoskum uppruna. „Það er furðunálægt því sem núna einmitt hefur komið út í þessum nýju DNA-rannsóknum, að þetta eru svona hlutföll 20 prósent karla og 60 prósent kvenna sem eru með gen ættuð frá Bretlandseyjum.“ „Það sem ruglar þessa umræðu er það kannski að okkur hættir kannski til að láta eins og þetta byrji með skákborði; að það séu allir á réttum stað á skákborðinu og síðan byrjum við að tefla. En menningarsagan er miklu meira eins og Fischer-skákin, þar sem byrjað er alls staðar. Þetta hefur alltaf verið blandað og sérstaklega á Víkingaöld með þessum miklu samgöngum sem þá voru.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Íslensk tunga Íslensk fræði Tengdar fréttir Íslendingar hafi alltaf fyrirlitið sinn rétta uppruna Sterkar vísbendingar eru um að gelíska hafi verið útbreitt mál á Íslandi við landnám og að málskipti hafi orðið á landinu skömmu síðar. Þetta er mat eins helsta sérfræðings landsins í sögu Kelta sem bendir á gríðarlegan mun á íslensku og hinum norðurlandamálunum. 7. nóvember 2022 07:00 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Sjá meira
Íslendingar hafi alltaf fyrirlitið sinn rétta uppruna Sterkar vísbendingar eru um að gelíska hafi verið útbreitt mál á Íslandi við landnám og að málskipti hafi orðið á landinu skömmu síðar. Þetta er mat eins helsta sérfræðings landsins í sögu Kelta sem bendir á gríðarlegan mun á íslensku og hinum norðurlandamálunum. 7. nóvember 2022 07:00