„Þetta er húseigandans að passa upp á“ Sigurður Orri Kristjánsson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 15. janúar 2023 20:35 Sigrún Þorsteinsdóttir forvarnafulltrúi VÍS brýnir fyrir húseigendum að fjarlægja klaka og grýlukerti af þakköntum. Samsett/Vísir/SteingrímurDúi Grýlukerti og klakabunkar sem víða sjást á húsþökum þessa dagana geta verið stórhættuleg þegar þau falla. Forvarnafulltrúi segir að húseigendur geti borið ábyrgð á tjóni sem af hlýst vegna klaka og grýlukerta. Þau geti reynst mjög hættuleg. Húseigendur á Amtmannsstíg hafa brugðið á það ráð að setja litla umferðarkeilu fyrir framan hús þar sem miklir klakabunkar hafa safnast fyrir í þakrennu. Sigrún Þorsteinsdóttir, forvarnafulltrúi vátryggingafélagsins VÍS, er ekki viss um að slíkar ráðstafanir séu nægjanlegar. „Vissulega er þetta betra en ekki neitt en við myndum vilja sjá þetta betur gert. Og nota borða til að afmarka svæðið almennilega. Því það þarf ekki endilega að búast við því að almenningur sé að horfa upp fyrir sig þegar það er að labba um. Húseigendur þurfa svolítið að huga að þessu og fá þá bara fagaðila í verkið ef þeir ná ekki að gera það sjálfir, en maður á náttúrulega aldrei að setja sig í hættu við að ná þessu niður. En þetta er stórhættulegt,“ segir Sigrún. Hver ber ábyrgð ef eitthvað gerist? „Það er svolítið mismunandi. Það getur verið húseigandi, það getur líka verið þeir sem eru að ganga undir. En þetta er húseigandans að passa upp á að það sé í lagi með svæðið þar sem þetta er. Við hvetjum fólk, á fimmtudag og föstudag því þá fer að hlýna, þá á þetta allt eftir að koma niður. Við eru að sjá fullt af tjónum í þakköntum hjá okkur, höfum áhyggjur af pöllunum líka sem eru við sumarhús og fleiri heimili.“ Hún brýnir fyrir húseigendum að moka frá veggjum, passa upp á svalir og moka af þeim. Í kortunum eru hlýindi í veðri og sjá vátryggingafélög því fram á vatnstjón: „Nóg er af þeim í dag bara út frá álagi á kerfin á heimilum og í fyrirtækjum.“ Ekki er sjálfgefið að gangandi vegfarendur hafi tengt keiluna við klakabunkann sem læðist yfir þakrennuna.Vísir/SteingrímurDúi Reykjavík Veður Tryggingar Slysavarnir Málefni fjölbýlishúsa Tengdar fréttir „Það er eins og verið sé að bíða eftir því að einhver drepist“ „Það var bara mildi að ég varð ekki undir“ segir Ólafur Halldórsson sem var á röltinu með hundinn á Þórsgötu, milli Baldursgötu og Óðinsgötu, í dag þegar stærðarinnar klaki féll af húsþaki og lenti á gangstéttinni - einungis nokkrum sentímetrum fyrir framan Ólaf. 15. janúar 2023 17:12 Tveir sárir í andliti eftir að snjór féll af þaki í miðbænum Óskað var aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í miðbæ Reykjavíkur í gær eftir að töluvert magn af snjó féll ofan af húsþaki og á gangandi vegfarendur. Tveir hlutu minni háttar áverka í andliti en ekki þótti ástæða til að flytja þá á bráðamóttöku til skoðunar. 9. janúar 2023 06:08 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Húseigendur á Amtmannsstíg hafa brugðið á það ráð að setja litla umferðarkeilu fyrir framan hús þar sem miklir klakabunkar hafa safnast fyrir í þakrennu. Sigrún Þorsteinsdóttir, forvarnafulltrúi vátryggingafélagsins VÍS, er ekki viss um að slíkar ráðstafanir séu nægjanlegar. „Vissulega er þetta betra en ekki neitt en við myndum vilja sjá þetta betur gert. Og nota borða til að afmarka svæðið almennilega. Því það þarf ekki endilega að búast við því að almenningur sé að horfa upp fyrir sig þegar það er að labba um. Húseigendur þurfa svolítið að huga að þessu og fá þá bara fagaðila í verkið ef þeir ná ekki að gera það sjálfir, en maður á náttúrulega aldrei að setja sig í hættu við að ná þessu niður. En þetta er stórhættulegt,“ segir Sigrún. Hver ber ábyrgð ef eitthvað gerist? „Það er svolítið mismunandi. Það getur verið húseigandi, það getur líka verið þeir sem eru að ganga undir. En þetta er húseigandans að passa upp á að það sé í lagi með svæðið þar sem þetta er. Við hvetjum fólk, á fimmtudag og föstudag því þá fer að hlýna, þá á þetta allt eftir að koma niður. Við eru að sjá fullt af tjónum í þakköntum hjá okkur, höfum áhyggjur af pöllunum líka sem eru við sumarhús og fleiri heimili.“ Hún brýnir fyrir húseigendum að moka frá veggjum, passa upp á svalir og moka af þeim. Í kortunum eru hlýindi í veðri og sjá vátryggingafélög því fram á vatnstjón: „Nóg er af þeim í dag bara út frá álagi á kerfin á heimilum og í fyrirtækjum.“ Ekki er sjálfgefið að gangandi vegfarendur hafi tengt keiluna við klakabunkann sem læðist yfir þakrennuna.Vísir/SteingrímurDúi
Reykjavík Veður Tryggingar Slysavarnir Málefni fjölbýlishúsa Tengdar fréttir „Það er eins og verið sé að bíða eftir því að einhver drepist“ „Það var bara mildi að ég varð ekki undir“ segir Ólafur Halldórsson sem var á röltinu með hundinn á Þórsgötu, milli Baldursgötu og Óðinsgötu, í dag þegar stærðarinnar klaki féll af húsþaki og lenti á gangstéttinni - einungis nokkrum sentímetrum fyrir framan Ólaf. 15. janúar 2023 17:12 Tveir sárir í andliti eftir að snjór féll af þaki í miðbænum Óskað var aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í miðbæ Reykjavíkur í gær eftir að töluvert magn af snjó féll ofan af húsþaki og á gangandi vegfarendur. Tveir hlutu minni háttar áverka í andliti en ekki þótti ástæða til að flytja þá á bráðamóttöku til skoðunar. 9. janúar 2023 06:08 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
„Það er eins og verið sé að bíða eftir því að einhver drepist“ „Það var bara mildi að ég varð ekki undir“ segir Ólafur Halldórsson sem var á röltinu með hundinn á Þórsgötu, milli Baldursgötu og Óðinsgötu, í dag þegar stærðarinnar klaki féll af húsþaki og lenti á gangstéttinni - einungis nokkrum sentímetrum fyrir framan Ólaf. 15. janúar 2023 17:12
Tveir sárir í andliti eftir að snjór féll af þaki í miðbænum Óskað var aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í miðbæ Reykjavíkur í gær eftir að töluvert magn af snjó féll ofan af húsþaki og á gangandi vegfarendur. Tveir hlutu minni háttar áverka í andliti en ekki þótti ástæða til að flytja þá á bráðamóttöku til skoðunar. 9. janúar 2023 06:08
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent