Yfirgengilegur hugtakaruglingur að kalla þrettándaskessuna ofbeldishótun Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 13. janúar 2023 19:26 Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður og nú bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum, fordæmir athæfið. Hann segir að hins vegar megi ekki gengisfella alvarleg hugtök. Vísir/Vilhelm/Samsett Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nú bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum, segir yfirgengilegan hugtakarugling að kalla nafnbót þrettándaskessunnar í Eyjum rasisma eða ofbeldishótun. Hann segir athæfið skýrlega hafa verið dómgreindarlaust smekkleysi en ekki megi gengisfella hugtökin. Sema Erla Serdar segir Páli að líta sér nær. Páll fjallar um málið á Facebook-síðu sinni þar sem hann segir að málið hafi kallað á skýra og afdráttarlausa afsökunarbeiðni frá ÍBV. Bæði opinberlega og til Eddu Falak persónulega. „En að kalla þetta ''hatursorðræðu'', ''rasisma'' eða ''ofbeldishótun'' er einfaldlega yfirgengilegur hugtakaruglingur - og óðaverðbólga í orðanotkun. Hvaða hugtök ætla menn að nota um þessi fyrirbrigði þegar þau skjóta raunverulega upp kollinum ef búið er að gengisfella þau svona rækilega? Þegar þessi hugtök eru notuð svona gáleysislega er beinlínis verið að gera lítið úr þolendum raunverulegrar hatursorðræðu, ofbeldis og rasisma.“ Normalísering á hatursorðræðu Sema Erla Serdar baráttukona skrifar athugasemd við færslu Páls og segir ekki vel séð að fólk í „yfirburða- og valdastöðu“ skilgreini hugtökin fyrir þolendur. Hún segir Páli að gera betur og hætta að taka þátt í „normalíseringu á hatursorðræðu.“ Skilgreiningarvald á hugtökunum ætti ekki að vera í höndum Páls. „Að því sögðu hvet ég þig og stuðningsfólk þitt hér til þess að kynna sér skilgreiningar og birtingarmyndir hatursorðræðu. Þið munuð þá mögulega sjá að það að uppnefna konu af erlendum uppruna (út frá erlendu ættarnafni hennar), setja nafn hennar á svarta brúðu og láta hana ganga innan um brennandi kyndla er auðvitað ekkert annað en kvenfyrirlitning og hatursorðræða,“ segir Sema Erla. Páll svarar um hæl og segir að ákveðinn vandi felist í tali um „skilgreiningarvald.“ Aðdróttanir Semu Erlu um kvenfyrirlitningu og kvenhatur fái ekki staðist. „Það er nefnilega ekki hægt að taka hugtök sem eiga við um einhver þokkalega skilgreind fyrirbrigði og heimfæra undir þau hvaða fyrirbrigði önnur sem er. Þá verður úr því hugtakaruglingurinn sem færslan mín er um; algjörlega laus við ''kvenfyrirlitningu og hatur''. En þú tókst þér sem sagt ''skilgreiningarvaldið'' yfir færslunni minni.“ Vestmannaeyjar Áramót ÍBV Tengdar fréttir Edda segir skessumálið ekki snúast um persónur Edda Falak, fjölmiðlakona og áhrifavaldur, segir að ekki dugi til að hún ein fái afsökunarbeiðni frá forsvarsmönnum ÍBV vegna skessu á þrettándagleði íþróttafélagsins í Vestmannaeyjum. Málið hafi valdið fullt af fólki vanlíðan og það eigi bæði við fólk sem er ekki hvítt og baráttufólk sem óttast árásir sem þessar. 10. janúar 2023 19:18 ÍBV biðst velvirðingar á nafnbót þrettándaskessu í Eyjum Haraldur Pálsson, framkvæmdarstjóri ÍBV segir þá staðreynd að nafn Eddu Falak hafi verið sett á tröllskessuna á þrettándagleði í Vestmannaeyjum ekki vera „eins djúpt og fólk heldur.“ Félagið biðjist velvirðingar á þessu og þyki leiðinlegt að skessan særi blygðunarkennd einhverra. Bæjarstjóri segir atburðinn óviðeigandi. 8. janúar 2023 12:13 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi varann á sér þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Sjá meira
Páll fjallar um málið á Facebook-síðu sinni þar sem hann segir að málið hafi kallað á skýra og afdráttarlausa afsökunarbeiðni frá ÍBV. Bæði opinberlega og til Eddu Falak persónulega. „En að kalla þetta ''hatursorðræðu'', ''rasisma'' eða ''ofbeldishótun'' er einfaldlega yfirgengilegur hugtakaruglingur - og óðaverðbólga í orðanotkun. Hvaða hugtök ætla menn að nota um þessi fyrirbrigði þegar þau skjóta raunverulega upp kollinum ef búið er að gengisfella þau svona rækilega? Þegar þessi hugtök eru notuð svona gáleysislega er beinlínis verið að gera lítið úr þolendum raunverulegrar hatursorðræðu, ofbeldis og rasisma.“ Normalísering á hatursorðræðu Sema Erla Serdar baráttukona skrifar athugasemd við færslu Páls og segir ekki vel séð að fólk í „yfirburða- og valdastöðu“ skilgreini hugtökin fyrir þolendur. Hún segir Páli að gera betur og hætta að taka þátt í „normalíseringu á hatursorðræðu.“ Skilgreiningarvald á hugtökunum ætti ekki að vera í höndum Páls. „Að því sögðu hvet ég þig og stuðningsfólk þitt hér til þess að kynna sér skilgreiningar og birtingarmyndir hatursorðræðu. Þið munuð þá mögulega sjá að það að uppnefna konu af erlendum uppruna (út frá erlendu ættarnafni hennar), setja nafn hennar á svarta brúðu og láta hana ganga innan um brennandi kyndla er auðvitað ekkert annað en kvenfyrirlitning og hatursorðræða,“ segir Sema Erla. Páll svarar um hæl og segir að ákveðinn vandi felist í tali um „skilgreiningarvald.“ Aðdróttanir Semu Erlu um kvenfyrirlitningu og kvenhatur fái ekki staðist. „Það er nefnilega ekki hægt að taka hugtök sem eiga við um einhver þokkalega skilgreind fyrirbrigði og heimfæra undir þau hvaða fyrirbrigði önnur sem er. Þá verður úr því hugtakaruglingurinn sem færslan mín er um; algjörlega laus við ''kvenfyrirlitningu og hatur''. En þú tókst þér sem sagt ''skilgreiningarvaldið'' yfir færslunni minni.“
Vestmannaeyjar Áramót ÍBV Tengdar fréttir Edda segir skessumálið ekki snúast um persónur Edda Falak, fjölmiðlakona og áhrifavaldur, segir að ekki dugi til að hún ein fái afsökunarbeiðni frá forsvarsmönnum ÍBV vegna skessu á þrettándagleði íþróttafélagsins í Vestmannaeyjum. Málið hafi valdið fullt af fólki vanlíðan og það eigi bæði við fólk sem er ekki hvítt og baráttufólk sem óttast árásir sem þessar. 10. janúar 2023 19:18 ÍBV biðst velvirðingar á nafnbót þrettándaskessu í Eyjum Haraldur Pálsson, framkvæmdarstjóri ÍBV segir þá staðreynd að nafn Eddu Falak hafi verið sett á tröllskessuna á þrettándagleði í Vestmannaeyjum ekki vera „eins djúpt og fólk heldur.“ Félagið biðjist velvirðingar á þessu og þyki leiðinlegt að skessan særi blygðunarkennd einhverra. Bæjarstjóri segir atburðinn óviðeigandi. 8. janúar 2023 12:13 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi varann á sér þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Sjá meira
Edda segir skessumálið ekki snúast um persónur Edda Falak, fjölmiðlakona og áhrifavaldur, segir að ekki dugi til að hún ein fái afsökunarbeiðni frá forsvarsmönnum ÍBV vegna skessu á þrettándagleði íþróttafélagsins í Vestmannaeyjum. Málið hafi valdið fullt af fólki vanlíðan og það eigi bæði við fólk sem er ekki hvítt og baráttufólk sem óttast árásir sem þessar. 10. janúar 2023 19:18
ÍBV biðst velvirðingar á nafnbót þrettándaskessu í Eyjum Haraldur Pálsson, framkvæmdarstjóri ÍBV segir þá staðreynd að nafn Eddu Falak hafi verið sett á tröllskessuna á þrettándagleði í Vestmannaeyjum ekki vera „eins djúpt og fólk heldur.“ Félagið biðjist velvirðingar á þessu og þyki leiðinlegt að skessan særi blygðunarkennd einhverra. Bæjarstjóri segir atburðinn óviðeigandi. 8. janúar 2023 12:13
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?