Konan vann sem endurskoðandi í fjarvinnu en var sagt upp í fyrra. Hún hélt því upphaflega fram að sér hafi verið sagt upp af ástæðulausu og krafðist vangoldinna launa fyrir dómi. Vinnuveitandinn hélt ekki.
Deilurnar má rekja til þess að vinnuveitandinn sakaði konuna um léleg vinnubrögð. Hún væri of lengi með verkefni og þau færu jafnan fram úr áætlunum.
Brugðið var á það ráð að koma fyrir hugbúnaði í tölvu konunnar, sem hannaður er til að sýna hve lengi notandi hefur verið inni í skjölum og með hvaða hætti notandinn hagar þeim.
Fyrirtækið sem hún vann hjá sagði hana hafa skrifað á sig yfir 50 klukkustundir fyrir verkefni „sem virtust ekki hafa tengst vinnunni.“
Hún hélt því þá fram að hún hafi prentað út flest sín skjöl, enda treysti hún hugbúnaðinum illa. Útskýringarnar féllu ekki vel í kramið hjá vinnuveitandanum enda sýndi hugbúnaðurinn einnig hvaða skjöl, og hve mörg skjöl, hafi verið prentuð út í tölvunni. Þau voru alls ekki mörg.
Málið fór því á þann veg að kanadíski dómstóllinn gerði kröfur konunnar að engu. Þvert á móti taldi dómari að konan skuldaði vinnuveitanda sínum fyrir tímaþjófnað. Henni var því gert að endurgreiða vinnuveitanda sínum um 260 þúsund krónur. Guardian greindi frá.