Fjarlægja hið ægibjarta skilti og biðjast velvirðingar Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. janúar 2023 18:47 Flennistórt ljósaskilti verslunar 10-11 í Austurstræti er ólöglegt og verður fjarlægt eftir að kvartanir bárust vegna ljósmengunar. Lýsingarhönnuður telur að skerpa eigi á reglum um lýsingu í borgarlandinu. Skær auglýsingaskilti eigi ekki heima hvar sem er. Skipulagsfulltrúi Reykjavíkurborgar hefur gert alvarlegar athugasemdir við hið 32 fermetra skilti sem er í eigu Orkunnar. Það sé alltof stórt og af því stafi ljósmengun sem valdið hafi nágrönnum miklum ama. Þá hafi ekki verið sótt um byggingarleyfi fyrir skiltinu og raunar hafi heldur ekki verið sótt um leyfi fyrir gamla skiltinu sem var á veggnum á undan. Skrifstofur Héraðsdóms Reykjavíkur eru alveg upp við skiltið. Skrifstofustjóri þar kannast ekki við að neinn úr starfsliðinu hafi kippt sér upp við bjarmann. En í Hressingarskálanum á móti tjáir þjónn fréttastofu að ljósið hafi þótt heldur skært inn í veitingasalnum, fyrst þegar það var sett upp í haust að minnsta kosti. Búið að slökkva á skjánum Og útlitið er ekki bjart hvað varðar framtíð skiltisins. Í svari frá umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar segir að skiltið sé óleyfisframkvæmd og muni ekki fá byggingaleyfi. Orkan, eigandi skiltisins, segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að virk umsókn um skiltið hafi verið inni hjá skipulagsfulltrúa. Henni hafi nú verið neitað, slökkt hafi verið á skjánum og skjárinn verði tekinn niður. „Við biðjumst velvirðingar á því ef skjárinn hefur valdið nágrönnum truflunum,“ segir í svari Orkunnar. Þurfi skýrari reglur Dario Nunez Salazar, lýsingarhönnuður og arkítekt.Vísir/Einar Dario Nunez Salazar, lýsingarhönnuður og arkítekt, segir margt óskýrt um hvað megi og hvað megi ekki þegar kemur að lýsingu í borginni. „Það eru ekki beint kröfur og staðlar, meira svona leiðbeiningar. Það sem vantar er að hafa betri reglur fyrir þetta og meira skipulag,“ segir Dario. En eru miðborgir vettvangur fyrir stór ljósaskilti? Á stað eins og Times Square í New York, algjörlega, bendir Dario á. „En ef þú ert með eitthvert svæði úti og setur mjög bjart skilti er það bara vandræðalegt. Við þurfum kannski að vera næmari fyrir því sem er í kring. Hvaða umhverfi ertu að hanna og setja inn í? Og hvort skilti eigi heima þar eða ekki.“ Skipulag Reykjavík Verslun Stjórnsýsla Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Slökkt á skiltinu umdeilda á meðan málið er skoðað Orkan, rekstraraðili 10-11, hefur slökkt á umdeildu skiltu verslunarkeðjunnar á gafli Austurstrætis 17 í miðborg Reykjavíkur, á meðan næstu skref eru til skoðunar. 12. janúar 2023 15:02 Nýtt skilti 10-11 of stórt og veldur nágrönnum miklum ama Embætti skipulagsfulltrúa Reykjavíkur hefur tekið neitkvætt í leyfisveitingu fyrir nýtt skilti verslunarkeðjunnar 10-11 á gafli Austurstrætis 17. Skiltið er metið of stórt miðað við skiltaleiðbeiningar borgarinnar, auk þess að það falli ekki vel að umhverfi sínu og valdi nágrönnum miklum ama. 12. janúar 2023 07:39 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Sjá meira
Skipulagsfulltrúi Reykjavíkurborgar hefur gert alvarlegar athugasemdir við hið 32 fermetra skilti sem er í eigu Orkunnar. Það sé alltof stórt og af því stafi ljósmengun sem valdið hafi nágrönnum miklum ama. Þá hafi ekki verið sótt um byggingarleyfi fyrir skiltinu og raunar hafi heldur ekki verið sótt um leyfi fyrir gamla skiltinu sem var á veggnum á undan. Skrifstofur Héraðsdóms Reykjavíkur eru alveg upp við skiltið. Skrifstofustjóri þar kannast ekki við að neinn úr starfsliðinu hafi kippt sér upp við bjarmann. En í Hressingarskálanum á móti tjáir þjónn fréttastofu að ljósið hafi þótt heldur skært inn í veitingasalnum, fyrst þegar það var sett upp í haust að minnsta kosti. Búið að slökkva á skjánum Og útlitið er ekki bjart hvað varðar framtíð skiltisins. Í svari frá umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar segir að skiltið sé óleyfisframkvæmd og muni ekki fá byggingaleyfi. Orkan, eigandi skiltisins, segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að virk umsókn um skiltið hafi verið inni hjá skipulagsfulltrúa. Henni hafi nú verið neitað, slökkt hafi verið á skjánum og skjárinn verði tekinn niður. „Við biðjumst velvirðingar á því ef skjárinn hefur valdið nágrönnum truflunum,“ segir í svari Orkunnar. Þurfi skýrari reglur Dario Nunez Salazar, lýsingarhönnuður og arkítekt.Vísir/Einar Dario Nunez Salazar, lýsingarhönnuður og arkítekt, segir margt óskýrt um hvað megi og hvað megi ekki þegar kemur að lýsingu í borginni. „Það eru ekki beint kröfur og staðlar, meira svona leiðbeiningar. Það sem vantar er að hafa betri reglur fyrir þetta og meira skipulag,“ segir Dario. En eru miðborgir vettvangur fyrir stór ljósaskilti? Á stað eins og Times Square í New York, algjörlega, bendir Dario á. „En ef þú ert með eitthvert svæði úti og setur mjög bjart skilti er það bara vandræðalegt. Við þurfum kannski að vera næmari fyrir því sem er í kring. Hvaða umhverfi ertu að hanna og setja inn í? Og hvort skilti eigi heima þar eða ekki.“
Skipulag Reykjavík Verslun Stjórnsýsla Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Slökkt á skiltinu umdeilda á meðan málið er skoðað Orkan, rekstraraðili 10-11, hefur slökkt á umdeildu skiltu verslunarkeðjunnar á gafli Austurstrætis 17 í miðborg Reykjavíkur, á meðan næstu skref eru til skoðunar. 12. janúar 2023 15:02 Nýtt skilti 10-11 of stórt og veldur nágrönnum miklum ama Embætti skipulagsfulltrúa Reykjavíkur hefur tekið neitkvætt í leyfisveitingu fyrir nýtt skilti verslunarkeðjunnar 10-11 á gafli Austurstrætis 17. Skiltið er metið of stórt miðað við skiltaleiðbeiningar borgarinnar, auk þess að það falli ekki vel að umhverfi sínu og valdi nágrönnum miklum ama. 12. janúar 2023 07:39 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Sjá meira
Slökkt á skiltinu umdeilda á meðan málið er skoðað Orkan, rekstraraðili 10-11, hefur slökkt á umdeildu skiltu verslunarkeðjunnar á gafli Austurstrætis 17 í miðborg Reykjavíkur, á meðan næstu skref eru til skoðunar. 12. janúar 2023 15:02
Nýtt skilti 10-11 of stórt og veldur nágrönnum miklum ama Embætti skipulagsfulltrúa Reykjavíkur hefur tekið neitkvætt í leyfisveitingu fyrir nýtt skilti verslunarkeðjunnar 10-11 á gafli Austurstrætis 17. Skiltið er metið of stórt miðað við skiltaleiðbeiningar borgarinnar, auk þess að það falli ekki vel að umhverfi sínu og valdi nágrönnum miklum ama. 12. janúar 2023 07:39