Hjón fá þrjár milljónir frá Grindavíkurbæ eftir bílastæðadeilur Margrét Björk Jónsdóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 12. janúar 2023 18:37 Húsin standa beint á móti bílastæðinu, sem nú hefur verið malbikað. Vísir/Egill Grindavíkurbæ hefur verið gert að greiða hjónum í bænum 3,4 milljónir króna vegna þrifa á heimili þeirra og tjóns á bíl, í kjölfar sandfoks frá bílastæði við íþróttamiðstöðina Hópið. Hjónin fóru fram á tæplega 30 milljónir vegna málsins. Hópið, fjölnota íþróttahús var tekið í notkun árið 2008. Hjónin lögðu fyrst fram kvörtun árið 2015 þar sem malbikun á bílastæði við íþróttahúsið hafði þá ekki enn farið fram. Sögðust þau hafa orðið fyrir eignatjóni vegna sandfoks frá bílastæðinu og að viðhald húss þeirra og heimilisþrif hefðu margfaldast. Heilbrigðiseftirlitið mat kvörtunina réttmæta, en í tölvupósti bæjarstjóra til heilbrigðiseftirlitsins sagði hann bæinn hafa reynt að „koma í veg fyrir sandfjúk með því að bleyta svæðið.“ Sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs var falið að koma málinu í formlegt útboðsferli vegna malbikunarinnar, en samkvæmt deiliskipulagi átti bílastæðið að vera tilbúið árið 2018. Sumarið 2019 hafði bílastæðið ekki enn verið malbikað og hjónin kvörtuðu því aftur. Síðar það ár, eða í október, var planið loks malbikað. Bílastæðið umþrætta er fyrir miðju en hús hjónanna til hægri á myndinni.Vísir/Egill Lögmaður hjónanna sendi bótakröfu á vátryggingafélagið Sjóvá, sem neitaði bótaskyldu, og bar fyrir sig að ekki hafi verið sýnt fram á tjón. Neituninni var skotið til úrskurðarnefndar í vátryggingarmálum, þar sem fallist var á sjónarmið Sjóvár. Hjónin höfðuðu því mál fyrir Héraðsdómi Reykjaness, sem tekið var fyrir hinn 9. nóvember 2020. Skipaðir voru matsmenn til að meta hvort, og að hvaða marki, hjónin hefðu orðið fyrir tjóni vegna sandfoks. Litið var sérstaklega til ytra byrðis húss þeirra, sem og ökutækja í eigu hjónanna. Matsmennirnir gátu ekki staðfest að skemmdir hefðu orðið á húsinu en töldu hins vegar augljóst að sandur og ryk hafi fokið úr bílaplaninu yfir á hús og bíla hjónanna. Þeir töldu að kostnaður við þrif gæti líklega numið um 69 þúsund krónum í hvert skipti. Fyrir dómi byggðu hjónin á vítaverðu aðgerðarleysi Grindavíkurbæjar. Matsmennirnir skoðuðu ytra byrði hússins, á borð við glugga, hurðir og lista.Vísir/Egill Héraðsdómari vísaði til tilmæla heilbrigðiseftirlitsins, þar sem kvörtunin var metin réttmæt. Upphaflega hafi staðið til að malbika bílastæðið árið 2018, en það hafi dregist í rúmt ár vegna fjárhags bæjarins. Möl og sandur hafi í mörg ár ítrekað fokið frá stæðinu yfir á lóð hjónanna. Talið var að Grindavíkurbær hafi sýnt af sér saknæma og ólögmæta háttsemi, með því að hafa látið bílastæðið standa ómalbikað í fleiri ár. Bótakrafan upp á þrjátíu milljónir var byggð á áætluðum skiptum sem þrífa þurfti húsið og nágrenni með vísan til gagna Veðurstofunnar. Dómari taldi hins vegar ekki hafa verið sýnt fram á að sandfok hafi átt sér stað í öll skiptin. Bætur voru því taldar réttilega ákvarðaðar 3,4 milljónir króna með dráttarvöxtum. Dómsmál Grindavík Tryggingar Veður Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira
Hópið, fjölnota íþróttahús var tekið í notkun árið 2008. Hjónin lögðu fyrst fram kvörtun árið 2015 þar sem malbikun á bílastæði við íþróttahúsið hafði þá ekki enn farið fram. Sögðust þau hafa orðið fyrir eignatjóni vegna sandfoks frá bílastæðinu og að viðhald húss þeirra og heimilisþrif hefðu margfaldast. Heilbrigðiseftirlitið mat kvörtunina réttmæta, en í tölvupósti bæjarstjóra til heilbrigðiseftirlitsins sagði hann bæinn hafa reynt að „koma í veg fyrir sandfjúk með því að bleyta svæðið.“ Sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs var falið að koma málinu í formlegt útboðsferli vegna malbikunarinnar, en samkvæmt deiliskipulagi átti bílastæðið að vera tilbúið árið 2018. Sumarið 2019 hafði bílastæðið ekki enn verið malbikað og hjónin kvörtuðu því aftur. Síðar það ár, eða í október, var planið loks malbikað. Bílastæðið umþrætta er fyrir miðju en hús hjónanna til hægri á myndinni.Vísir/Egill Lögmaður hjónanna sendi bótakröfu á vátryggingafélagið Sjóvá, sem neitaði bótaskyldu, og bar fyrir sig að ekki hafi verið sýnt fram á tjón. Neituninni var skotið til úrskurðarnefndar í vátryggingarmálum, þar sem fallist var á sjónarmið Sjóvár. Hjónin höfðuðu því mál fyrir Héraðsdómi Reykjaness, sem tekið var fyrir hinn 9. nóvember 2020. Skipaðir voru matsmenn til að meta hvort, og að hvaða marki, hjónin hefðu orðið fyrir tjóni vegna sandfoks. Litið var sérstaklega til ytra byrðis húss þeirra, sem og ökutækja í eigu hjónanna. Matsmennirnir gátu ekki staðfest að skemmdir hefðu orðið á húsinu en töldu hins vegar augljóst að sandur og ryk hafi fokið úr bílaplaninu yfir á hús og bíla hjónanna. Þeir töldu að kostnaður við þrif gæti líklega numið um 69 þúsund krónum í hvert skipti. Fyrir dómi byggðu hjónin á vítaverðu aðgerðarleysi Grindavíkurbæjar. Matsmennirnir skoðuðu ytra byrði hússins, á borð við glugga, hurðir og lista.Vísir/Egill Héraðsdómari vísaði til tilmæla heilbrigðiseftirlitsins, þar sem kvörtunin var metin réttmæt. Upphaflega hafi staðið til að malbika bílastæðið árið 2018, en það hafi dregist í rúmt ár vegna fjárhags bæjarins. Möl og sandur hafi í mörg ár ítrekað fokið frá stæðinu yfir á lóð hjónanna. Talið var að Grindavíkurbær hafi sýnt af sér saknæma og ólögmæta háttsemi, með því að hafa látið bílastæðið standa ómalbikað í fleiri ár. Bótakrafan upp á þrjátíu milljónir var byggð á áætluðum skiptum sem þrífa þurfti húsið og nágrenni með vísan til gagna Veðurstofunnar. Dómari taldi hins vegar ekki hafa verið sýnt fram á að sandfok hafi átt sér stað í öll skiptin. Bætur voru því taldar réttilega ákvarðaðar 3,4 milljónir króna með dráttarvöxtum.
Dómsmál Grindavík Tryggingar Veður Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira