Þetta er í 24. skipti sem ánægja með íslensk fyrirtæki er mæld með þessum hætti og að þessu sinni verða birtar niðurstöður fyrir fjórtán atvinnugreinar og hafa þær sjaldan verið fleiri.
Í tilkynningu kemur fram að það sem geri ánægjuvogina einstaka sé að enginn viti hvenær mælingin fari fram né hvaða markaðir séu mældir hverju sinni.
Hægt verður að fylgjast með kynningunni í spilaranum að neðan.
Um Íslensku ánægjuvogina segir að um sé að ræða félag í eigu Stjórnvísi og sé framkvæmdin í höndum Prósent. „Markmið verkefnisins er að láta fyrirtækjum í té samræmdar mælingar á ánægju viðskiptavina en einnig nokkrum öðrum þáttum sem hafa áhrif á hana s.s. ímynd, mat á gæðum og þjónusta. Mæling sem þessi er talin mjög mikilvæg þar sem rannsóknir hafa sýnt fram á að því ánægðari sem viðskiptavinir fyrirtækis eru því betri afkomu getur fyrirtækið gert sér vonir um.“