„Við höfum engan áhuga á því að sjá iðnað á þessu svæði“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 12. janúar 2023 14:11 Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi segir að fyrirhuguðum framkvæmdum Garðbæinga verði harðlega mótmælt. Vísir Bæjarstjóri í Kópavogi segir einhug innan bæjarstjórnarinnar um að mótmæla harðlega áformum Garðbæinga varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir á lóðarmörkum bæjarfélaganna. Stefnt er að því að byggja upp atvinnu- og verksmiðjuhverfi sem staðsett verður nánast í bakgarði eins stærsta hverfis Kópavogs, á Rjúpnahæð. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku. Þar lýsti íbúi Austurkórs yfir gríðarlegri óánægju vegna fyrirhugaðara framkvæmda auk þess sem Andri Steinn Hilmarsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi sagði að bæjarstjórn myndi setja sig harðlega upp á móti þeim. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að formlegt erindi hafi fyrst nú komið til bæjarstjórnarinnar og að hún muni í kjölfarið taka afstöðu til málsins. Munu mótmæla harðlega Hún segist hafa átt samtal við bæjarstjóra Garðabæjar, Almar Guðmundsson. „Hann er meðvitaður um okkar afstöðu. Það er einhugur í bæjarstjórn að við höfum engan áhuga á því að sjá iðnað á þessu svæði enda ekki í samræmi við okkar sýn. Þá er mikilvægt að hafa í huga að vegakerfið ber ekki þá umferð sem iðnaðarsvæði kallar á og er alls ekki hannað til þess heldur,“ segir Ásdís. „Við munum að sjálfsögðu mótmæla harðlega einhvers konar iðnaði eins og gert er ráð fyrir í skipulagslýsingunni,“ segir Ásdís og bætir því við að hún telji farsælla að leysa þetta mál í góðu samtali við nágranna sína í Garðabæ. „En undirstrika um leið að við munum gæta hagsmuna Kópavogsbæjar og íbúa okkar í þessu máli.“ Kópavogur Garðabær Skipulag Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku. Þar lýsti íbúi Austurkórs yfir gríðarlegri óánægju vegna fyrirhugaðara framkvæmda auk þess sem Andri Steinn Hilmarsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi sagði að bæjarstjórn myndi setja sig harðlega upp á móti þeim. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að formlegt erindi hafi fyrst nú komið til bæjarstjórnarinnar og að hún muni í kjölfarið taka afstöðu til málsins. Munu mótmæla harðlega Hún segist hafa átt samtal við bæjarstjóra Garðabæjar, Almar Guðmundsson. „Hann er meðvitaður um okkar afstöðu. Það er einhugur í bæjarstjórn að við höfum engan áhuga á því að sjá iðnað á þessu svæði enda ekki í samræmi við okkar sýn. Þá er mikilvægt að hafa í huga að vegakerfið ber ekki þá umferð sem iðnaðarsvæði kallar á og er alls ekki hannað til þess heldur,“ segir Ásdís. „Við munum að sjálfsögðu mótmæla harðlega einhvers konar iðnaði eins og gert er ráð fyrir í skipulagslýsingunni,“ segir Ásdís og bætir því við að hún telji farsælla að leysa þetta mál í góðu samtali við nágranna sína í Garðabæ. „En undirstrika um leið að við munum gæta hagsmuna Kópavogsbæjar og íbúa okkar í þessu máli.“
Kópavogur Garðabær Skipulag Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira