„Það dýrasta er ekki endilega það fallegasta“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 12. janúar 2023 12:58 Sindri Sindrason kíkti í heimsókn til Hrafnhildar P. Þorsteinsdóttur. Stöð 2 Í fyrsta þætti af glænýrri þáttaröð af Heimsókn kíkti Sindri Sindrason í heimsókn í ævintýralegt hús á Kársnesinu í Kópavogi. Húsið var byggt árið 1957 og var þá aðeins um 90 fermetrar. Í gegnum árin hafði svo verið byggt við húsið og annarri hæð verið bætt ofan á. Í dag er húsið því um 360 fermetrar. Alifuglabóndinn Hrafnhildur P. Þorsteinsdóttir og eiginmaður hennar keyptu húsið árið 2020 og var það þá sem Sindri leit fyrst inn til þeirra. Hrafnhildur bjó áður í Glaðheimum, leið afskaplega vel þar og ætlaði aldrei að flytja. Þór, eiginmaður hennar, var hins vegar alltaf að reyna að sannfæra hana um að flytja í einbýlishús. Einn góðan veðurdag ákvað hann að fara með hana og Sögu dóttur þeirra í bíltúr og bað hann þær um að halda fyrir augun. „Svo sagði hann okkur að opna augun. Það var sól og blíða, garðurinn fallegur og húsið fallegt og þá var þetta bara slegið,“ segir Hrafnhildur sem féll fyrir húsinu á Kársnesinu við fyrstu sýn. Húsið stendur á risastórri lóð þar sem er ævintýralegur garður. Þar er tjörn, gróðurhús og garðskáli svo fátt eitt sé nefnt.stöð 2 Vildu að breytingarnar væru í takt við húsið Þrátt fyrir að húsið og lóðin í kring hefðu verið eins og klippt út úr ævintýri, hafði lítið verið endurnýjað síðustu sextíu árin og stíllinn í takt við það. Hrafnhildur og fjölskylda ætluðu að taka allt húsið í gegn og var því stórt og mikið verkefni fyrir höndum. „Við að ætlum að passa okkur svolítið í öllum framkvæmdunum. Við erum ekki að fara blasta öllu gráu, það er ekki í takt við húsið. Við ætlum að halda svolítið í stílinn að utanverðu. Við erum bæði svolítið hrifin af frönskum stíl sem ég held að geti fúnkerað vel hér inni.“ Teppið sem var á húsinu þegar Hrafnhildur og fjölskylda keyptu var frá árinu 1974.stöð 2 Verslar mikið á nytjamörkuðum og bland.is Tveimur árum síðar kíkti Sindri svo aftur í heimsókn til Hrafnhildar. Húsið var þá tilbúið og lokaútkoman vægast sagt ótrúleg. Húsið hafði verið tekið í gegn að öllu leyti, Sæja innanhúshönnuður hafði endurhannað eldhúsið og franskur lúxusbragur var yfir öllu húsinu. Þrátt fyrir að innbú hússins líti út fyrir að hafa verið keypt dýrum dómum í flottustu verslunum landsins segir Hrafnhildur það alls ekki vera raunina. „Ég er rosalega mikið að kaupa á nytjamörkuðum. Mér finnst rosalega gaman að kaupa hluti sem ég finn ekki í búðum. Mig langar að kaupa öðruvísi og forðast það að vera eins og allir aðrir,“ segir Hrafnhildur sem er fastakúnni á Bland.is. „Það dýrasta er ekki endilega það fallegasta.“ Hér að neðan má sjá brot úr þættinum. Klippa: Heimsókn - Brot úr fyrsta þætti Heimsókn Hús og heimili Kópavogur Tengdar fréttir „Ég er að reyna að samgleðjast en ég öfunda þig bara svo mikið“ Tólfta þáttaröðin af Heimsókn fer í loftið þann 11. janúar. Í nýju sýnishorni má sjá brot af þeim heimilum sem Sindri Sindrason heimsækir að þessu sinni. 6. janúar 2023 13:31 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Sjá meira
Húsið var byggt árið 1957 og var þá aðeins um 90 fermetrar. Í gegnum árin hafði svo verið byggt við húsið og annarri hæð verið bætt ofan á. Í dag er húsið því um 360 fermetrar. Alifuglabóndinn Hrafnhildur P. Þorsteinsdóttir og eiginmaður hennar keyptu húsið árið 2020 og var það þá sem Sindri leit fyrst inn til þeirra. Hrafnhildur bjó áður í Glaðheimum, leið afskaplega vel þar og ætlaði aldrei að flytja. Þór, eiginmaður hennar, var hins vegar alltaf að reyna að sannfæra hana um að flytja í einbýlishús. Einn góðan veðurdag ákvað hann að fara með hana og Sögu dóttur þeirra í bíltúr og bað hann þær um að halda fyrir augun. „Svo sagði hann okkur að opna augun. Það var sól og blíða, garðurinn fallegur og húsið fallegt og þá var þetta bara slegið,“ segir Hrafnhildur sem féll fyrir húsinu á Kársnesinu við fyrstu sýn. Húsið stendur á risastórri lóð þar sem er ævintýralegur garður. Þar er tjörn, gróðurhús og garðskáli svo fátt eitt sé nefnt.stöð 2 Vildu að breytingarnar væru í takt við húsið Þrátt fyrir að húsið og lóðin í kring hefðu verið eins og klippt út úr ævintýri, hafði lítið verið endurnýjað síðustu sextíu árin og stíllinn í takt við það. Hrafnhildur og fjölskylda ætluðu að taka allt húsið í gegn og var því stórt og mikið verkefni fyrir höndum. „Við að ætlum að passa okkur svolítið í öllum framkvæmdunum. Við erum ekki að fara blasta öllu gráu, það er ekki í takt við húsið. Við ætlum að halda svolítið í stílinn að utanverðu. Við erum bæði svolítið hrifin af frönskum stíl sem ég held að geti fúnkerað vel hér inni.“ Teppið sem var á húsinu þegar Hrafnhildur og fjölskylda keyptu var frá árinu 1974.stöð 2 Verslar mikið á nytjamörkuðum og bland.is Tveimur árum síðar kíkti Sindri svo aftur í heimsókn til Hrafnhildar. Húsið var þá tilbúið og lokaútkoman vægast sagt ótrúleg. Húsið hafði verið tekið í gegn að öllu leyti, Sæja innanhúshönnuður hafði endurhannað eldhúsið og franskur lúxusbragur var yfir öllu húsinu. Þrátt fyrir að innbú hússins líti út fyrir að hafa verið keypt dýrum dómum í flottustu verslunum landsins segir Hrafnhildur það alls ekki vera raunina. „Ég er rosalega mikið að kaupa á nytjamörkuðum. Mér finnst rosalega gaman að kaupa hluti sem ég finn ekki í búðum. Mig langar að kaupa öðruvísi og forðast það að vera eins og allir aðrir,“ segir Hrafnhildur sem er fastakúnni á Bland.is. „Það dýrasta er ekki endilega það fallegasta.“ Hér að neðan má sjá brot úr þættinum. Klippa: Heimsókn - Brot úr fyrsta þætti
Heimsókn Hús og heimili Kópavogur Tengdar fréttir „Ég er að reyna að samgleðjast en ég öfunda þig bara svo mikið“ Tólfta þáttaröðin af Heimsókn fer í loftið þann 11. janúar. Í nýju sýnishorni má sjá brot af þeim heimilum sem Sindri Sindrason heimsækir að þessu sinni. 6. janúar 2023 13:31 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Sjá meira
„Ég er að reyna að samgleðjast en ég öfunda þig bara svo mikið“ Tólfta þáttaröðin af Heimsókn fer í loftið þann 11. janúar. Í nýju sýnishorni má sjá brot af þeim heimilum sem Sindri Sindrason heimsækir að þessu sinni. 6. janúar 2023 13:31