Sprenging í útköllum vegna veggjalúsa Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 12. janúar 2023 10:34 Steinar Smári, meindýraeyðir fer að meðaltali í eitt útkall á viku vegna veggjalúsa Vísir/Bjarni Meindýraeyðir segir sprengingu í útköllum vegna veggjalúsa á íslenskum heimilum. Þrátt fyrir að fást við óværur af öllu tagi, starfs síns vegna, segir hann að veggjalúsin sé það kvikindi sem hann vildi síst fá heim til sín. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sögðum við frá því að heilt vistkerfi af veggjalúsum hefði fundist í rúmi ungrar stúlku í Grafarvogi. Ófögnuðurinn kom í ljós eftir að stúlkan, Sigurbjörg Ósk Gunnarsdóttir, hafði fundið fyrir bitum og óþægindum um margra vikna skeið og grunaði um að mýbit væri að ræða. Talið er að padda hafi leynst með í ferðatösku úr ferðalagi frá Frakklandi og þannig komist inn á heimilið og dreift sér svo um munaði. Meindýraeyðirinn Steinar Smári Guðbergsson kom að aðgerðum í Grafarvogi en þetta tilfelli er svo sannarlega ekki það eina sem hann hefur fengist við af þessu tagi undanfarið. Það var ekki fögur sjón sem blasti við fjölskyldu í Grafarvogi þegar rúmgafl var tekinn frá rúmi heimasætunnar, eftir að hún fann sífelt fleiri bit á líkama sínum. „Veggjalýs eru orðnar mjög algengar hér á landi, því miður. Ég fer að meðaltali í eitt útkall á viku en alveg upp í þrisvar í viku,“ segir Steinar í samtali við fréttastofu. Steinar sagði marga rugla veggjalúsinni við veggjatítlur ,þá tegund skordýra sem finnast inni í húsum og éta timbur og eru algengar í Skandinavíu. Að hans mati ætti frekar að styðjast við enska heitið, bed bugs og þýða nafnið á þessari óværu sem rúmlús. Steinar er eðli málsins samkvæmt öllu vanur, hann segir þó að veggjalúsin sé það kvikindi sem hann vildi síst fá heim til sín. „Það er hræðilegt að vita til þess að einhver padda ráðist á þig á meðan þú sefur. Alveg hrikalegt.“ Sem fyrr segir eru útköll af þessu tagi orðin óhugnalega mörg hér á landi. Steinar segist finna fyrir mikilli fjölgun undanfarið ár. „Það var slatti af þessu fyrir covid. Svo dalaði þetta í faraldrinum þegar ferðamenn hættu að koma og fólk ferðaðist minna. En nú er komin sprenging aftur, það er búið að vera brjálað að gera undanfarið ár, ekki síst á hótelum og í airbnb íbúðum.“ Reykjavík Dýr Tengdar fréttir Fyrsta hugsun að kveikja í húsinu þegar veggjalýs komu í ljós Heimasæta í Grafarvogi lýsir því sem áfalli og fær enn martraðir eftir að heilt vistkerfi af veggjalúsum fannst í rúminu hennar. Sem betur fer gekk hreinsunarstarfið vel svo ekki reyndist ástæða til að kveikja í húsinu, sem móðirin segir að hafi verið sín fyrsta hugsun. 11. janúar 2023 23:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sögðum við frá því að heilt vistkerfi af veggjalúsum hefði fundist í rúmi ungrar stúlku í Grafarvogi. Ófögnuðurinn kom í ljós eftir að stúlkan, Sigurbjörg Ósk Gunnarsdóttir, hafði fundið fyrir bitum og óþægindum um margra vikna skeið og grunaði um að mýbit væri að ræða. Talið er að padda hafi leynst með í ferðatösku úr ferðalagi frá Frakklandi og þannig komist inn á heimilið og dreift sér svo um munaði. Meindýraeyðirinn Steinar Smári Guðbergsson kom að aðgerðum í Grafarvogi en þetta tilfelli er svo sannarlega ekki það eina sem hann hefur fengist við af þessu tagi undanfarið. Það var ekki fögur sjón sem blasti við fjölskyldu í Grafarvogi þegar rúmgafl var tekinn frá rúmi heimasætunnar, eftir að hún fann sífelt fleiri bit á líkama sínum. „Veggjalýs eru orðnar mjög algengar hér á landi, því miður. Ég fer að meðaltali í eitt útkall á viku en alveg upp í þrisvar í viku,“ segir Steinar í samtali við fréttastofu. Steinar sagði marga rugla veggjalúsinni við veggjatítlur ,þá tegund skordýra sem finnast inni í húsum og éta timbur og eru algengar í Skandinavíu. Að hans mati ætti frekar að styðjast við enska heitið, bed bugs og þýða nafnið á þessari óværu sem rúmlús. Steinar er eðli málsins samkvæmt öllu vanur, hann segir þó að veggjalúsin sé það kvikindi sem hann vildi síst fá heim til sín. „Það er hræðilegt að vita til þess að einhver padda ráðist á þig á meðan þú sefur. Alveg hrikalegt.“ Sem fyrr segir eru útköll af þessu tagi orðin óhugnalega mörg hér á landi. Steinar segist finna fyrir mikilli fjölgun undanfarið ár. „Það var slatti af þessu fyrir covid. Svo dalaði þetta í faraldrinum þegar ferðamenn hættu að koma og fólk ferðaðist minna. En nú er komin sprenging aftur, það er búið að vera brjálað að gera undanfarið ár, ekki síst á hótelum og í airbnb íbúðum.“
Reykjavík Dýr Tengdar fréttir Fyrsta hugsun að kveikja í húsinu þegar veggjalýs komu í ljós Heimasæta í Grafarvogi lýsir því sem áfalli og fær enn martraðir eftir að heilt vistkerfi af veggjalúsum fannst í rúminu hennar. Sem betur fer gekk hreinsunarstarfið vel svo ekki reyndist ástæða til að kveikja í húsinu, sem móðirin segir að hafi verið sín fyrsta hugsun. 11. janúar 2023 23:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
Fyrsta hugsun að kveikja í húsinu þegar veggjalýs komu í ljós Heimasæta í Grafarvogi lýsir því sem áfalli og fær enn martraðir eftir að heilt vistkerfi af veggjalúsum fannst í rúminu hennar. Sem betur fer gekk hreinsunarstarfið vel svo ekki reyndist ástæða til að kveikja í húsinu, sem móðirin segir að hafi verið sín fyrsta hugsun. 11. janúar 2023 23:00
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent