Óþolandi ástand vegna loftmengunar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. janúar 2023 13:25 Þegar kalt, þurrt og lygnt er í veðri dreifist mengun frá bílaumferð síður og þá rýkur styrkur loftmengunar í lofti nærri umferðaræðum upp. Vísir/Egill Stjórn Landverndar telur að íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafi ítrekað upplifað óþolandi ástand vegna loftmengunar. Mengunin sé algjörlega óviðunandi og kallað er eftir aðgerðum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu stjórnar Landverndar sem birt er á heimasíðu félagsins í dag. Síðdegis á fimmtudag fór styrkur köfnunardíoxíðs, sem stafar frá útblæstri bíla, í átjánda sinn á þessu ári yfir klukkustundarheilsuverndarmörk í Reykjavík. Samkvæmt reglugerð umhverfisráðuneytisins má slíkt aðeins gerast átján sinnum á heilu ári og því ljóst að mörkin verði þverbrotin árið 2023. Í yfirlýsingu segir Landverndar að það sé vitað hvað þurfi að gera til að slíkt ástand skapist ekki jafn oft og raun ber vitni. „Yfirvöld í Reykjavíkurborg segjast bíða eftir reglugerð frá ráðherra sem heimili þeim að grípa til aðgerða. Ráðherra umhverfismála hvetur sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu til að kaupa umhverfisvænni farartæki. Samkvæmt sérfræðingi í Evrópurétti ber yfirvöldum skylda til að bregðast við og að nú þegar séu lagalegar forsendur fyrir hendi,“ segir í yfirlýsingu stjórnarinnar. Þá segir þar jafn framt að viðbrögð borgaryfirvalda beri vott um vanmátt og langvarandi doða þegar komi að því að vernda loftgæði á höfuðborgarsvæðinu. „Hættuleg loftmengun takmarkar frelsi íbúa með undirliggjandi sjúkdóma, veikir einstaklingar þjást og fjöldi Íslendinga fellur frá vegna loftmengunar. Sjálfsvitund landsmanna um að þeir búi í heilnæmara umhverfi en flestar aðrar þjóðir er brostin.“ Fara þurfi að ráðum sérfræðinga Umhverfisstofnunar, takmarka óþarfa notkun nagladekkja og gera stórátak þegar kemur að almenningssamgöngum. „Allir vita að góður vilji og samtal eru góð byrjun á farsælum breytingum þegar kemur að umhverfismálum. En reynslan er ólygnust um að bæði þarf fjárhagslega hvata og boð og bönn til jákvæðra breytinga í umhverfismálum. Ráðamenn sem ekki viðurkenna þetta eru á villigötum.“ Umhverfismál Leiknir Reykjavík Reykjavík Samgöngur Loftslagsmál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu stjórnar Landverndar sem birt er á heimasíðu félagsins í dag. Síðdegis á fimmtudag fór styrkur köfnunardíoxíðs, sem stafar frá útblæstri bíla, í átjánda sinn á þessu ári yfir klukkustundarheilsuverndarmörk í Reykjavík. Samkvæmt reglugerð umhverfisráðuneytisins má slíkt aðeins gerast átján sinnum á heilu ári og því ljóst að mörkin verði þverbrotin árið 2023. Í yfirlýsingu segir Landverndar að það sé vitað hvað þurfi að gera til að slíkt ástand skapist ekki jafn oft og raun ber vitni. „Yfirvöld í Reykjavíkurborg segjast bíða eftir reglugerð frá ráðherra sem heimili þeim að grípa til aðgerða. Ráðherra umhverfismála hvetur sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu til að kaupa umhverfisvænni farartæki. Samkvæmt sérfræðingi í Evrópurétti ber yfirvöldum skylda til að bregðast við og að nú þegar séu lagalegar forsendur fyrir hendi,“ segir í yfirlýsingu stjórnarinnar. Þá segir þar jafn framt að viðbrögð borgaryfirvalda beri vott um vanmátt og langvarandi doða þegar komi að því að vernda loftgæði á höfuðborgarsvæðinu. „Hættuleg loftmengun takmarkar frelsi íbúa með undirliggjandi sjúkdóma, veikir einstaklingar þjást og fjöldi Íslendinga fellur frá vegna loftmengunar. Sjálfsvitund landsmanna um að þeir búi í heilnæmara umhverfi en flestar aðrar þjóðir er brostin.“ Fara þurfi að ráðum sérfræðinga Umhverfisstofnunar, takmarka óþarfa notkun nagladekkja og gera stórátak þegar kemur að almenningssamgöngum. „Allir vita að góður vilji og samtal eru góð byrjun á farsælum breytingum þegar kemur að umhverfismálum. En reynslan er ólygnust um að bæði þarf fjárhagslega hvata og boð og bönn til jákvæðra breytinga í umhverfismálum. Ráðamenn sem ekki viðurkenna þetta eru á villigötum.“
Umhverfismál Leiknir Reykjavík Reykjavík Samgöngur Loftslagsmál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Sjá meira